Vikan


Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 24
FRII ROBINSON (THE GRADUATE) 8. HLUTI CHARLES WEBB Það var þögn. — Hún býr í Wendell Hall, sagði stúlkan svo. — Ó, sagði Benjamín. — Á ég að gefa yður samband við hana? Benjamín opnaði munninn en lokaði honum aftur án þess að segja nokkuð. — Halló? Hann ræskti sig. — Á ég að gefa yður sam- band? — Nei, sagði hann. — Nei, takk. Ég hringi aftur seinna. Hann borðaði einn um kvöldið á kaffihúsi við hliðina á hótelinu. Eftir matinn fékk hann sér kaffi og sat við það þangað til klukk- an var orðin nærri því átta. Þá borgaði hann og fór út. — Fyrirgefðu, sagði hann við stúdent nokkurn þar á götunni. — Gætir þú sagt mér hvar Wen- dell Hall er? Stúdentinn benti. — Labbaðu þarna niður eftir og beygðu til hægri. Það er stór, kassalöguð bygging. Benjamín var ekki lengi að finna Wendell Hall, en í stað þess að fara inn settist hann á bekk fyrir framan bygginguna og horfði niður fyrir sig; leit þó 24 VIKAN 12-tbl- upp í hvert skipti sem einhver kom út. Á endanum stóð hann UPP °g fór aftur inn í borgina. Eftir að hafa setið í meira en klukkustund á krá og drukkið bjór fór hann aftur út að skólan- um og gekk inn í anddyrið. Stúlka sem sat bak við skrifborð leit á hann. — Býr ekki Elaine Robinson hérna? spurði hann. Stúlkan leit á lista sem hún var með fyrir framan sig og kinkaði kolli. — Jú, sagði hún. — f herbergi tvö hundruð. Á ég að kalla í hana og biðja hana að koma niður? Já, svaraði Benjamín. Hún tók upp tólið en um leið og hún ætlaði að fara að velja númerið lyfti Benjamín annarri höndinni og hristi höfuðið. — Ég hérna . . . ég þarf ann- ars að gera svolítið áður. Á ég þá ekki að hringja í hana? Nei, svaraði Benjamín og steig skref aftur á bak. — Einhver skilaboð? — Nei. Nei, þakka þér fyrir. Ég mundi allt í einu eftir smá- ræði sem ég þarf að gera. Hann flýtti sér út og inn i borgina á ný, þar sem hann fór inn í kvik- myndahús sem var beint á móti hótelinu hans. Morguninn eftir fékk Benja- mín sér leigt nokkrum götum neðan við háskólann og flutti inn í herbergi á annarri hæð. Svo seldi hann bílinn, fyrir 2900 dollara á bílasölu, allt greitt í reiðufé. Hann fór með pening- ana til herbergis síns, setti þá niður í skúffu, lagðist á bakið í rúmið og horfði upp í loftið það sem eftir var dagsins. Eftir viku hafði hann ekki enn séð Elaine. Hann gekk framhjá Wendell Hall nokkrum sinnum á dag og leitaði að henni á með- al stúlknanna fyrir utan og oft sat hann tímunum saman á bekk fyrir framan bygginguna en aldrei sá hann Elaine. Dag einn ákvað hann að fara inn og biðja stúlkuna í afgreiðslunni að hringja hana niður, en um leið og hann var kominn inn skipti hann um skoðun og ákvað að skrifa henni heldur. í búð rétt hjá húsinu sem hann bjó í keypti hann tvær pottflöskur af bjór og fór með þær upp. Svo settist hann við skrifborðið, tók upp pappír og penna og byrjaði að skrifa: Kæra Elaine: Nú bý ég í Berkeley, þar sem ég er orðinn dauðleiður á þessu fjölskyldulífi heima hjá mér. Ég hef haft í hyggju töluvert lengi að kíkja inn og ræða við þig, en ég er ekki alveg viss um hvem- ig þú lítur á málin eftir þessi leiðindi með mig og móður þína. Þetta voru alvarleg mistök, en ég vona að þau hafi ekki verið það alvarleg að þú fyrirlítir mig það sem eftir er. Vinátta þín er mér mikils virði og það væri mér mikil hryggð að vita.... Benjamín las yfir það sem hann hafði skrifað, hallaði sér svo aftur á bak í stólinn og drakk hægt og rólega úr annarri flösk- unni, um leið og hann horfði út um gluggann. Þegar hann var búinn með hana opnaði hann hina, fór á salernið og byrjaði á nýju bréfi. Kæra Elaine: ’É'g elska þig og ég gat ekki að þessu gert og ég bið þig að fyrir- gefa mér. Ég elska þig svo mik- ið að ég óttast að sjá þig hvenær sem ég fer út og ég er hræddur og ég elska þig og hjálpaðu mér og fyrirgefðu mér og ég er hjálp-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.