Vikan


Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 23

Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 23
reiður, ekki aðeins af þvi, að hann sá nú drauminn um konu og heimili verða að engu, heldur eining af því, að konan sem hann elskaði, varð að þola þessa raun, sem mundi ekki aðeins verða til þess að aðskilja þau að fullu, heldur einnig til þess að eyði- leggja allt líf hennar. Hann reyndi enn þá að fá Mabel til að fara frá móður sinni. En hún skildi naumast hvað hann var að fara og tautaði sífellt eins og í leiðslu: „Mamma getur ekki lifað án mín.“ Jafnvel árið 1937 sagði Ed- ward Applegarth: „Móðir mín var alla tíð eigingjörn, og Mabel eyddi allri ævi sinni í að annast um hana.“ Jack gaf þó eklci upp alla von. Hann hélt áfram að elska hana, en leitaði þó samvista við aðrar konur, þar á meðal önnu Strumsky. Um skeið gat hann enga sögu selt, og þegar heimilið varð aftur auralaust, fór hann að missa þolinmæðina. Hann ákvað að vera framvegis vægðarlaus í peningasökum, því að það voru aðeins heimskingjar sem fyrirlitu peninga. „Ég vil eignast peninga eða öllu heldur það, sem hægt er að eignast fyrir peninga, og ég get aldrei eignast of mik- ið af peningum. Fötin og maturinn skapa manninn, en ekki uppeldið. Meiri pening- ar skapa sterkara lif fyrir mig. Það getur aldrei orðið löstur hjá mér að nurla sam- an peningum, miklu heldur að sóa þeim. Já, það síðar- nefnda mun líklega alltaf hrjá mig. Ef peningarnir fylgja frægðinni, þá má hún koma, en ef þeir fylgja henni ekki, þá vil ég heldur pening- ana.“ Jafnframt þvi sem hann krafðist peninga til þess að losna undan þrældómsoki sínu, skrifaði hann eldheitar greinar um sósíalisma, sem hann var viss um að geta selt. í febrúar árið 1900 gerðust tveir atburðir, sem báðir virt- ust í sjálfu sér þýðingarlaus ir, en höfðu þó hver um sig mikil álirif á ævi Jack Lon- don. (Annar var sá, að honum var boðið til morgunverðar í San Francisco til frú Ninette Eames, og hinn, að einn af skólafélögum hans, Fred Ja- cobs, sem tekið hafði þátt i spænsk-ameriska stríðinu og dáið um borð í flutninga- skjipi, var seindur heim til Oakland til greftrunar. Morg- unverðurinn hjá frú Eames var á undan, og þó að lengra liði, áður en áhrifanna af honum færi að gæta, urðu þau aftur á móti þeim mun varanlegri. Tilgangur frú Eames með þessum morgunverði, var að fá tækifæri til að kynnast Jaclc London, þvi að hún hafði í hyggju að skrifa grein um hann í „Overland Month- ly“. Hún hafði einnig boðið systurdóttur sinni, Klöru Charmian Kittredge, sem hún hafði alið upp frá þvi að hún var smáharn. Hún var mjög lik frú Eames, fjörug og hvatskeytleg, tuttugu og niu ára og ógift. Hún leit hæðn- islega á tötraleg föt Jacks London og lét aðeins til sin taka, þegar frú Eames fræddi Jack á þvi að systurdóttir hennar væri vélritunarstúlka á skrifstofu þar i nágrenninu. Þá sparkaði hún i fætur frænku sinnar, af þvi að hún hafði ljóstrað þvi upp, að hún yrði að vinna fyrir sér sjálf. Þann 20. febrúar lauk Jack við prófarkalesturinn að „Sögum frá Klondike“, sem varð nafnið á fyrstu bókinni hans. Daginn eftir var hann viðstaddur jarðarför Fred Jacobs, og hitti þar unnustu Jacobs, Bessie Madden, lag- lega, írska stúlku, sem Jack hafði hitt nokkrum sinnum áður. Morguninn eftir fékk Jack bréf frá Mabel, sem var vinkona Bessíear, þar sem liún bað liann að heimsækja Bessie og gera allt, sem hann gæti til að létta henni raun- imar. Sama kvöldið fór hann i heimsókn til Maddern-fjöl- skyldunnar. Bessie Maddem hafði verið kennslukona i þrjú ár. Hún var hraustleg, rólynd, næst- uin daufgerð stúlka, með hlýleg, angurvær augu, og dálítið eldri en Jack. Bessie syrgði Fred, og Jack syrgði hina vonlausu trúlof- un sina og Mabelar. Það féll vel á með þeim, og þau undu vel i návist hvors annars. Áð- ur en langt leið, fóru sam- fundir þeirra að verða tiðari. Þau lásu saman og ræddu um bókmenntir, og stundum þegar Jaclc átti peninga, fóru þau út að skemmta sér. Þó að Jack hjólaði enn þá til San Jose einu sinni i viku, hlakkaði hann þó alltaf til að hitta Bessie aftur. Hún leið- rétti nú öll handrit hans; henni féllu sögur hans vel í geð, og hún trúði blint á, að hann mundi verða einn af mestu rithöfundum heims- ins, og þá trú missti hún al- drei. Jack gerði sér vonir um, að „Sögur frá Klondike“ mundu gefa honum góðar tekjur, og hann ákvað þvi að flytja i stærra hús. Þau Flóra fundu tveggja hæða hús skammt Framhald á bls. 40 12. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.