Vikan


Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 13
A hátíðisdögum eins og páskvjnum, sem nú fara í hönd, bera húsmæðurnar gjarna meira í mat en ella. Góður ábætisréttur er sem kóróna á góðri máltíð. Abæt- isréttinn má oft búa til með dálitlum fyrirvara og þarf því ekki að auka erfiði hús- móðurinnar svo mjög. Hér á eftir fara nokkrar uppskrift- ir af ábætisréttum, og vona ég að allir finni þar eitthvað við silt hæfi. PÁSKAKAKA Kökubotnar: 3 eggjahvítur 1 dl. sykur 35 gr. hnetukjarnar 2 msk. kakó. Fylling: 3 eggjarauður % dl. sykur % dl. mjólk 75—100 gr. smjör. Skraut: 1—2 dl. rjómi mandarinubátar (niður- soðnir) rifið súkkulaði saxaðar hnetur. Eggjahvíturnar eru stif- þeyttar. Þar í er blandað söxuðum lmetuiii, sykri og kakó. Sumrt á hveitistráða bökunarplötu i stærð ca. 20x40 cm. og bakað við 175° í ca. 15 mínútur. Látið kólna á plötunni í Va minútu og er þá losað gætilega um kök- um, en hún siðan látin kólna aiveg á plötunni. Kremið: Þeytið saman eggjarauð- ur, sykur og mjólk í potti með þykkum botni og látið þykkna yf'ir hita þar til það er orðið að loftkenndu kremi. Þeytið allan tímann. Þegar kremið hefur aðeins kólnað, er linum smjörbitum bætt útí smátt og smátt. Skiptið kökunni í tvennt og setjið eggjakremið milli laga og skreytið með þevtt- um rjóma, mandarínubátum og rifnu súkkulaði. Nota má annars livað sem vill í skreytingu kökunnar. PflSKfl- ABÆTISREfTlR ÍS MEÐ FERSKJUM J/> ltr. rjómi 5 eggjarauður 5 msk. sykur vanilla eftir smekk 1 ds. ferskjur 1 ])k. frosin jarðarber. Skraut: rjómi og saxaðar hnetur. Blandið saman stífþeyttum rjóina og eggjahrærunni og bragðið til með vanillu. Frystið i kæliskáp eða djúp- frysti. ITrærið i ísnum nokkrum sinnum á meðan hann er að stifna. Jarðarber- in látin þiðna og þeim síðan nuddað i gegn um sigti. Leggið síðan í lögum í ábæt- isskálar; vanilluís, ferskju, jarðarberjamauk, rjóma og saxaðar hnetur. Bezt fer á að sprauta rjómanum ofan á. ☆ HNETUMARENGSÁBÆTIR Hnelumarengs búinn til úr: 3 stifþeyttar eggjahvitur, sem siðan eru þeyttar áfram með 2 dl. af sykri, þangað til liann er alveg stífur. Þá er 1 dl. af sykri og 100 gr. af söxuðum valhnetukjörn- um blandað i. (Takið nokkra frá til skreytingar). Bakið í litlum kökum við 100—125° í ca. 35 mín. Setjið í lögum í skál með 1 litilli ananasdós, í lílilli ferskjudós og 3 dl. stífþeyttum rjóma sem i er blandað 1 msk. kakó, 1 msk. kaffiduft og 1 msk. af svkri. Marengskökurnar má líka kaupa tilbúnar. * i2. tbi vikAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.