Vikan


Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 11

Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 11
Afturhaldssamir stjórnmálamenn skipulögðu ofsóknirnar á hendur íbóum í von um að tryggja eigin valdaaðstöSu norðanlands. Það misheppnaðist, en enn í dagverður ekki séð fyrir endann á afleiðing- um þeirra hryllingsverka. fyrir sig eða orðið undir beinni stjórn Breta áfram. Fljótlega sýndi sig að þetta fyrirkomulag kom norðlenzku stjórnmálamönnunum og emir- unum vel, en var ekki að sama skapi heppilegt fyrir landsfólk- ið í heild. Norðurlandið var nærri eins fjölmennt og hin svæðin tvö samanlögð, og með tilstyrk áhrifa sinna, sem stóðu á gömlum merg, gátu yfirstétt- ir þess ráðskað að vild með hinn ómenntaða og sljóa múhameðska múg, sem var undir þær gefinn. Sér til brjóstvarnar í „lýðræðis- ríkinu“ Nígeríu höfðu emírarnir komið sér upp stjórnmálaflokki, er þekktastur er undir skamm- stöfuninni NPC. Var flokkur þessi eins og vænta mátti mjög afturhaldssamur, gífurlega spillt- ur og barðist ekki fyrir öðru en að halda Norður-Nígeríu sem mest aðgreindri frá suðurhlutan- um. Flokkur þessi hafði engan áhuga á að afla sér fylgis utan norðurlandsins, en allt öðru máli gegndi um tvo aðalflokka sunn- lendinga, Action Group, sem hafði mest fylgi meðal Jorúba í vesturlandinu og NCNC, sem átti mest ítök meðal fbóa. Fyrr- nefndi flokkurinn lagði áherzlu á að hinir ýmsu þjóðflokkar og landshlutar hefðu sjálfsstjórn, en svndi þó miðstjórninni fullan trúnað. en NCNC hallaðist að því að miðstjórnin yrði sem sterkust á kostnað heimastjórn- anna. Flokkur þessi naut forustu Nnandi Azikiwe, sem er íbói og fyrsti raunverulegi sjálfstæð- isfrömuður Nígeríumanna. Það er þannig eftirtektarvert að íbóar, sem síðar urðu til að segja sig úr lögum við sam- bandsríkið, voru bæði fyrir og eftir að landið varð sjálfstætt sá af stærri þjóðflokkum þess, er mest mælti með því að það yrði sem þéttust og sterkust heild. Mátti það kallast eðlilegt, þar eð Ibóar bjuggu þá allra Nígeríu- manna mest utan sinnar heima- byggðar. í kosningum fyrir allt landið, sem fram fóru rétt fyrir sjálf- stæðistökuna, varð NPC lang- stærsti flokkur þingsins, en vantaði þó mikið á að ná meiri- hluta í því. Samanlagðir höfðu NCNC og Action Group meiri- hluta, en fyrrnefndur rígur milli Jorúba og íbóa ásamt mörgu fleira, sem of langt yrði hér upp að telja, gerði að verkum að þeir slepptu því tækifæri sem þeir höfðu til að mynda saman fyrstu stiórn frjálsrar Nígeríu, eins og eðlilegast og kannski heppileg- ast hefði verið. Niðurstaðan varð sú að NPC og NCNC gengu til stjórnarsamstarfs. Sú sam- stevpa var aldrei lukkuleg og soillti einkum síðarnefnda flokknum, sem hafði verið all- róttækur og jafnvel sósíalískur fyrir frelsistökuna, en tók nú að breyta um svip til að geðjast hinum afturhaldssama samstarfs- flokki. Action Group, sem laut forustu Jorúba að nafni Awo- lowo, var í stjórnarandstöðu og gerðist sem slíkur æ róttækari, enda góður jarðvegur fyrir slíkt meðal efnaminni stétta, sem stjórnin varð fljót til að sjá fyr- ir óánægjuefnum. Annar leið- togi Action Group, sá er Akin- tola hét, var þó á móti þessari róttækni. Hann var foringi stöndugra kaupsýslu- og at- hafnamanna innan flokksins, sem vildu umfram allt komast í stjórn, og þá helzt í félagi við norðlendinga. í öllu þessu brauki fór opinber spilling vaxandi, ófyrirleitnir stjórnmálaskúmar söfnuðu auðæfum og bitlingum og jafnframt óvild almennings. Því verður hins vegar ekki neitað að framfarir héldu áfram í landinu. ítök íbóa á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins hrað- uxu áfram, svo að segja má að á þessum árum yrðu þeir fremstir allra þjóðflokka lands- ins í flestum greinum. Efalaust hefur aðstaða þeirra í stjórninni átt sinn þátt í því, ásamt marg- nefndum dugnaði þeirra. Deilurnar innan Action Group leiddu til þess að Akintola klauf sig úr flokknum og myndaði eigin flokk, NNDP, sem tók upp nána samvinnu við NPC og náði með tilstyrk hans völdum í Vestur-Nígeríu. Þetta bandalag íhaldsaflanna í landinu varð auðvitað ekki til að bæta upp á ástandið; opinber spilling tröll- reið nú hverju húsi og nígerískt lýðræði, sem aldrei hafði verið upp á mjög marga fiska, hvarf með öllu. NCNC var smám sam- an bolað frá áhrifum og leið- togum Action Group stimgið í tukthús. Stefna stjórnmála- manna NPC og NNDP gekk fyrst og fremst út á að auðga þá sjálfa, en hagur almennings og ríkisins í heild fór versn- andi. Auðvitað bauð öllum góðum manneskjum í landinu við þessu ástandi, og þar á meðal voru flestir liðsforingjar í hernum, sem voru yfirleitt vel mannaðir og róttækir, gagnstætt því sem algengast er um kollega þeirra í öðrum löndum. íbóar voru þar komnir í fremstu röð eins og annarsstaðar; þrír af hverjum fjórum nígerískum liðsforingjum um þetta leyti voru af þeim þjóðflokki, en hins vegar var þorri óbreyttra liðsmanna að norðan. Þannig var um helm- ingur allra dátanna Hásar og margir hinna Tívar, en sá þjóð- flokkur býr suðaustan til í norð- urlandsfylkinu og líkist íbóum um samfélagsskipan og fleiri. Hins vegar var tiltölulega fátt Framhald á bls. 47 )reytti í engu viðhorfi þeirra stór- nótmælagöngu í Rómaborg. Flóttakona af íbóaþjóð með barn sitt. Á Sao Tomé voru miklar birgðir matvæla, bar á meðal af skreið, sem bjarg- að hefðu getað lífum ótölulegs fjölda Bíöfrumanna ef þær hefðu verið fluttar á vettvang jafnskjótt og stríðinu lauk. En stjórn Gowons stöðvaði þá flutninga.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.