Vikan


Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 16

Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 16
NR. 5 TIL ÚRSLITA uncn KvnsLonin ■: ■ GUftBIÖRG A. VIKAN- KARNABÆR LJÖSMYNDIR: SIGURGEIR SIGURJONSSON HARMDSDÓTTIR Guðb|örg er 16 ára, fasdd 23. ianúar 1954, yngst fjög- urra barna Haraldar Gísla- sonar, húsasmíðameistara, og Sigríðar Björnsdóttur, Hraun- teig 24 í Reykiavík. Hún er 171 cm á hæð, Ijósskolhærð og bláeyg. Hún er í 3. bekk alm. deild Laugalækjarskólans, og heldur mest upp á landa- fræði, en danska er henni minnst að skapi þó svo hún sé ákaflega hrifin af Kaup- mannahöfn, þar sem hún kom þegar hún var 11 ára gömul. I þeirri ferð heim- sótti hún 16 lönd, þar á með- al Alsír, Frakkland, Þýzka- land og Feneyjar og fannst það ágætt. Þegar hún hefur lokið gagnfræðaprófi hefur hún hug á að fara í Handíða- og myndlistarskólann eða þá í gullsmiði. Þó er hún ekki hrifin af teikningu í skólan- um og segir það heldur leið- inlegt sem þar er kennt. Guðbjörg fer töluvert mik- ið út að skemmta sér, og þá helzt í Las Vegas eða Glaum- bæ — þegar hún kemst þar inn, en í fyrravetur fór hún mest í Tónabæ. Hún vinnur ekki á sumrin, þar sem hún telur það of erfitt að fá vinnu og svo er hún þeirrar skoðunar að sumarfrí eigi að vera sumar- frí og notast sem slíkt. Okurteisi og ti11itleysi er það sem henni finnst helzt óbótavant í fari ungu kyn- slóðarinnar og jafnt hjá báð- um kynjum. ☆ 16 VIKAN 12-tbI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.