Vikan


Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 43
mánuði í fimm mánuði, og ef þér álítið að þér komist ekki af með minna en 125 dollara, getum vér einnig fallist á það.“ Rétt i þann mund trúði Bessie honum fyrir því, að hún gengi með barni. Jack varð himinlifandi og vissi samstimdis, að það mundi verða drengur. Tveim vikum eftir, að Bessie hafði fært lionum þessi tiðindi, byrjaði ahnn á fyrstu slcáldsögu sinni „Snædrottningin“. Þó að Jack væri nú í öllum atriðum orðin kunnugur þvi, hvað það er að vera bundinn, og þurfa að sjá fyrir fjöl- skyldu, hafði hann gleymt að taka það með í reikninginn, að enn þá hefir aldrei verið byggt eldhús nógu stórt handa tveim konum. Flóra lenti í hörðum deilum við konu hans. Flóra, sem möglunarlaust hafði þolað hungur og skort, þegar heimilið var allslaust, áleit nú, að henni bæri laun- in, en í stað þess hafði Jack lcomið með aðra konu inn á heimilið. Tuttugu árum eftir dauða Jacks sagði Bessie: „Ef ég hefði stjanað við Flóru, látið allt eftir lienni og lofað henni að stjórna heim- ilinu, hefði okkur sjálfsagt getað komið vel saman. En ég var ung og vildi gjarnan reynast manninum mínum vel. Þess vegna kom til árekstra á milli oklcar." Stundum bárust reiði- þrungnar raddir þeirra upp til Jacks og rændu hann öll- um vinnufriði. Þá fór hann út og heim til Elízu og grát- bað hana um að stilla til friðar. Nú þegar fjárhagsafkoman var orðin betri, gat Jack safnað að sér fleiri vinum sinum. Á hverju miðviku- dagskvöldi stóð hús hans öll- um opið og flykktist þangað mikill fjöldi af rithöfundum og listamönnum. Frú Ninetta Eames kom líka stundum í heimsókn og var þá alltaf með nýjar fréttir af Klöru Chariman Kittridge, frænku sinni, sem var á ferðalagi í Evrópu. Hin meðfædda greiðvikni Jacks lét ekki lengi á sér standa. Hann fór að lána vin- um sinum peninga, þó að hann væri síður en svo orð- inn vel stæður sjálfur. Þessir 125 dollarar, sem hann fékk mánaðarlega frá McClure lirukku alls ekki til handa fjölskyldunni og til að standa straum af gestaganginum og öðrum dýrari lífsvenjum, sem hann hafði vanið sig á. Hann varð að vinna enn þá meira. Á morgnana fékkst liann við alvarlegri ritstörf, en á kvöldin alls konar igripavinnu, sem hann gat selt blöðunum og fengið nokkra dollara fyrir. Hann vann svo mikið, að stundum kom hann ekki út dögum saman, nema til að ná í kvöldblöðin. Hann lagði af, varð máttlaus og uppgötv- aði, að óttinn og magnleysið jókst i hlutfalli við mátt- leysið. Hann hafði alltaf ver- ið sannfærður um, að ekki gæti búið hraust sál í sjúkum líkama, og hann útvegaði sér þvi aflraunatæki, sem hann æfði sig með á hverjum morgni fyrir opnum glugga, áður en hann settist við skriftir, sem sjaldan var seinna en klukkan sex. Á kvöldin eftir vinnu fór hann á veiðar eða til fiskjar. Lik- ami hans harðnaði aftur og þá jafnframt taugar hans og kjarkur. Fyrsta hókin lians, „Sögur frá Klondike“ fékk ekki þær viðtökur, sem hann hafði vonað. Blöðin borguðu líka öll — að McClures Magazine undanskildu — lítið fyrir verk hans. Tuttugu dollarar fyrir handritið máfctti heita gott. Þegar „Cosmopolitan“ efndi til samkeppni, sendi hann grein, sem hann kallaði „Það sem þjóðfélagið tapar á frjálsri samkeppni“. Hann fékk fyrstu verðlaun — 300 dollara, og varð honum þá að orði, að hann væri líklega eini maðurinn, sem græddi fé á sósíalismanum. Eftir margra mánaða lát- lausar illde|ilur npllá konu Jacks og móður hans, leigði hann lítið hús á bak við sitt hús handa móður sinni og fóstursyni hennar, Johnny. ÍJt af þessu varð móðir hans, Flóra ævareið. Henni var fleygt út úr húsi einkasonar síns — rekin burt. Jack hafði því eklci annað upp úr þessu en aukin útgjöld, því að hún i2. tw. yiKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.