Vikan - 02.04.1970, Side 14
ViS höldum áfram meS
hina ævintýralegu
sögu rithöfundarins
fræga og vinsæla,
Jacks London.
Þótt hann sé kominn
Nf BRENNANDIÁST
OG BEIZKR 8KIINADUR
þrjátíu daga skrit'aði hann
látlaust. Hann vanrækti allt
annað, vinina, fjölskylduna,
skuldirnar, ungbarnið, próf-
arkirnar, sem komu daglega
frá „Macmillan“. — Hann
lifði aðeins fyrir hundinn
sinn, Buk, sem var St. Bern-
harðhundur í aðra ættina, en
skozkur fjárhundur í hina,
og hafði lifað kóngalífi á bú-
garði í Santa Clara dalnum,
þangað til hann flutti til
Klondike.
Eitt miðvikudagskvöld
bætti Jack loks fyrir van-
rækslu sína gagnvart gestun-
um. Hann settist við arininn
með kunningjana allt í kring-
um sig og las fvrir þá söguna
af stóra hundinum Buk, sem
reyndist trúr ást sinni til
mannanna, þangað til skóg-
arnir og minningin um villtu
úlfana seiddu hann til sín til
hins frumstæða lífs. Jack
las þangað til klukkan þrjú
um nóttina, og þegar hann
var búinn var steinhljóð í
stofunni. Ilann hafði skrifað
Alaska-sögur í þrjú ár, en
aldrei verið fyllilega ánægður
með þær. Nú loksins hafði
erfiðið fært honum sigur.
Hann hafði fært sögu sína í
Svo tæran og listrænan bún-
ins. að' áheyrendur hans
höfðu verið jafnsnortnir og
hugfangnir, þegar þeir hlust-
uðu á söguna og Jack sjálfur
var. á meðan hann var að
semja liana.
Morguninn eftir sendi hann
söguna til „The Saturday
Evening Post,“ sem var víð-
lesnasta blað heimsins í bá
á fullorðinsár, erekkert
lát á sviptingum
í lífi hans.
Með bókinni „Þegar
náttúran kallar“
vinnur hann mikinn
sigur sem rithöfundur,
en í sama bili gjör-
breytist einkalíf hans.
Hann verður ástfang-
inn og yfirgefur
konu sína og börn.
EFTIR IRVING STONE
10. GREIN
Einnig í þetta skipti fæddi
Bessie honum dóttur. Jack
varð fyrir miklum vonbrigð-
um og það hafði mikil áhrif
á Bessie.
í nokkra daga reikaði hann
um vonsvikinn en svo allt í
einu datt honum í hug, að
hann skyldi skrifa nýja
hundasögu í líkingu við það,
sem hann hafði skrifað árið
áður. Eftir fjóra daga var
hann búinn að skrifa 4000 orð
og sá þá sér til mikillar undr-
unar, að sagan var rétt ný-
byrjuð, en upphaflega hafði
hann haft í hyggju að binda
sig við 4000 orð. Hann ákvað
að láta hana heita „Þegar
náttúran kallar“, og láta hana
vaxa eins og hún vildi, því
að nú var það hún sem var
húsbóndinn, og hann aðeins
auðmjúkur þjónn hennar. I
Glenn Ellen, lítli bærinn i Mánadalnum, varð eitt af aðalheimkynnum Jacks
London. Myndin sýnir hann með Charmain fyrir utan húsið, sem þau létu
byggja, er þau voru gift.
Charmain Kittredge um það bil sem
hún stundar Jack í veikindum hans.
14 VIKAN
14. tbl.