Vikan


Vikan - 02.04.1970, Qupperneq 23

Vikan - 02.04.1970, Qupperneq 23
Robert Redford í hlutverki útlagans Sundance Kid. Hann „sló í gegn“ í þvi hlutverki. En í stað þess fór hann að lesa lög. Hann hætti því þó fljótlega og sneri sér að lista- námi. — Þessi skólaganga mín var hreinasta blöff, ég var í skóla til að geta sagt að ég gerði eitthvað. Hann lærði ekki mikið um listir í háskól- anum í Colorado, en hann lærði ýmislegt annað og hættulegra. Hann stundaði fjall- göngur og fór á bjarnarveiðar. Hann lærði lika vel á skíðum, og það hef- ur verið aðaltómstundaiðja hans alla tíð síðan. Þegar hann var búinn að vinna sér inn töluverða peninga, keypti hann land- spildu í fjallahéraði í Utali. Þar er hann bú- inn að byggja glæsilegt fjallahótel, og þar unir hann hezt. Iíona lians og tvö börn búa á fjallahótel- inu mestan hluta ársins og þau sjá um rekst- urinn, þegar hann þarf að vera fjarverandi við kvikmyndaleik. Þegar Rohert Redford var hættur í há- skóla, ákvað liann að fara í leikskóla. Hann komst inn í hinn fræga leikskóla Elia Kaz- ans, Method School of Acting. Þar höfðu meðal annarra Marlon Brando og James Dean verið við nám. Þessi skóli er allt annað en hefðbundinn, þar er aðallega lögð stund á hina nýju leik- tækni; — leikararnir eiga að vera eðlilegir, leika sjálfa sig, þegar því verður komið við. Það gerði Robert Redford i lilutverkinu, sem gerði liann frægan; hann lék sjálfan sig. Það er sagt að Robert Redford sé feim- inn og hlédrægur. Hann hefur mikinn áliuga á fatnaði og teiknar oft sjálfur fötin sin. Áð- Framhald á bls. 45 w. tw. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.