Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 25
2 hluti
3. KAFLI
Þegar þau komu upp á þriðju hæð, sagði Peggy ekkert um, hvert
þessir tveir gangar lægju. A þriðju hæð snéri Peggy sér við til að að-
gæta, hvort Lori væri ekki með, gekk svo eftir ganginum og að dyr-
um einum og lauk upp. Þetta var lítið baðherbérgi, sem bersýnilega
hafði einhverntíma verið íveruherbergi. Dyrnar til hliðar lágu að her-
bergi Lori.
Þar inni var rúm, snyrtiborð, náttborð og körfustóll. En það fór æði
lítið fyrir þessum húsmunum í stóru herberginu. í daufu skininu frá rúm-
lampanum var herbergið ekki beint rautt á lit, minnti fyrst og fremst á
storknað blóð. Slitið gólfteppið var yfirmynstrað rauðum rósum. Vegg-
fóðrið var skreytt rauðum röndum og svörtum fjögurra laufa smárum.
Rúmteppið og litlu þurrkurnar á snyrtiborðinu var ryðrautt með hvít-
um hekluðum bryddingum. Gluggarnir voru fjórir, litlir en háir og gegn-
um þunnar gardínurnar mátti greina Ijóta, græna, skerma yfir glugg-
um aðalbyggingarinnar. í einu horninu var hringstigi upp að gati í loft-
inu, og Lori varð Ijóst, að þarna fyrir ofan væri glugginn óhugnanlegi,
sem hún hafði séð frá veginum.
,,Hálfsjö, Lori," sagði Peggy og horfði stíft á ferðatöskurnar hennar.
,,Komdu stundvíslega niður. Gamla konan er ( slæmu skapi."
„Bíddu aðeins," bað Lori. „Rabbaðu dálítið við mig, meðan ég tek
upp úr töskunum."
„Ég verð að fara niður og leggja á borðið, eins og þú heyrðir."
„Ert ert þú vinnukona hérna?" spurði Lori.
Peggy hló háðslega. „Allir í þessu húsi, elskan mín, eru vinnufólk.
En ég er reyndar ekki eins mikil vinnukona og þú heldur. Ég er systir
konunnar hans Jims Kensington sálugu. Fólk heldur, að hún hafi dáið
af manna völdum."
„Myrt?" stundi Lori upp.
„Já, svo er haldið, en enginn veit það með vissu. Við dagsljós er
hægt að sjá blettinn á teppinu í anddyrinu rétt undir svölunum. Henni
blæddi ekki mikið. Hún hálsbrotnaði, og það seitlaði aðeins dálltið blóð
út úr munninum. En hún lá þar dálítinn tíma, svo það myndaðist blett-
ur. Hún og Jim bjuggu hérna í húsinu, því hún hafði rétt nýlokið námi
og var ekki komin í neina vinnu. Ég kom til að hjálpa til og hef verið
hér síðan. Ég safna í mig kjarki með að vera hér. í sjálfu þorpinu er
svo mikill kjaftháttur. Og hér finnst mér ég vera næst Mary systur."
„Mary? Var það systir þín?"
„Já, veslings barnið. Hún var ekki nema tuttugu og eins árs. Það
eru tvö ár síðan. Þetta var sagt hafa verið slys, en þeir sem þekktu
Mary vissu, að hún mundi aldrei hafa gengið beint frá baðherberginu
og að handriðinu og dottið fram yfir það."
„Heldurðu sjálf, að einhver hafi viljað losna við hana?'"
„Ég veit ekki. Var þá stödd í Ardmore. Jim var í músikherberginu,
og Frank, sem þú sérð við matborðið, var einhversstaðar úti. Aline var
í eldhúsinu eins og venjulegast. Þegar Jim hætti að spiia, kom hann
fram í ganginn og sá hana liggja þar. Ég reyni að hugsa ekki of mikið
um þetta."
„Þetta er leitt að heyra," sagði Lori angurvær.
„Það er víst húsið. Mary var númer þrjú."
„Númer þrjú? Hafa verið hér fleiri — dauðsföll?"
„Louise, fyrsta kona föður þíns." Peggy benti á snúna stigann. „Sjálfs-
morð. Og svo kona lelands frænda, mamma Jims. Jim var ekki nema
tveggja ára og mamma hans gengin með á sjötta mánuð. Hún og Leland
frændi höfðu einmitt lent í einu rifrildinu, og hún steyptist á höfuðið
niður stigann. Slys var þetta kallað, en það er vitað, að frændi binn var
mjög skapbráður. Þessvegna skaltu gæta þin, Lori."
„Hvers vegna, — heldurðu ekki, að þessi ógæfa sé á enda?"
„Ef óhapp hefur einhverja þýðingu fyrir þau, getur það alltaf komið
fyrir," svaraði hún dularfull. „Jaeja, en nú er bezt ég fari niður og
leggi á borð En hvað þú átt margt fallegt, Lori. Það hlýtur að vera
draumur að vera rlkur!"
Einu sinni enn datt yfir Lori, þegar hún sá Frank Adler. Henni hafði
skilizt á Jim, að Frank væri pervisalegur, gamall og heilsuveill. En hún
hlaut að hafa misskilið hann, því Frank var alls ekkert fyrirgengilegur,
heldur þéttur að vöngum og með mikið grátt skegg. Augun voru geisl-
andi blá og fjörleg, — og hann lét sem hann sæi ekki Lori.
Og raunar létu þau öll sem þau sæju hana ekki nema þau Peggy
og Jim, sem töluðu við hana um alla heima og geima. En enginn spurði
hana neins um ráðagerðir hennar varðandi eignina. Jim hafði þvegið sér
og snyrt og haft fataskipti. Borðsiðir hans voru óaðfinnanlegir. Lori
þótti hann geta sýnt á sér ýmsar hliðar og taldi hann nú í góðu skapi
og vildi því komast að hug hans.
Hún sagði því við hann: „Mér skilst, að hér sé músikherbergi. Og að
þú spilir á eitthvert hljóðfæri."
„Slaghörpu," svaraði hann og skuggi leið yfir andlitið. „En ég spila
reyndar ekki lengur. Lað á ekki við leigubílstjóra. Slagharpan hefur ekki
verið stillt í tvö ár."
„Hann spilar vel," greip Frank Adler fram í.
„Jim," sagði Aline, „þegar þú kemur aftur frá þorpinu, geturðu þá
ekki beðið Joel að koma hingað út eftir, því Lori hafði ekki tíma til að
tala við hann áður en hún kom hingað."
„A morgun, frænka," ansaði Jim og varð ekkert ánægjulegur á svip-
inn.
Þegar þau settus.t að kaffinu, ákvað Lori, að sýna myndugleika sinn
og sagði við Jim: „Mig langar til að sjá músikherbergið."
„Já, það ætti að vera hægt I fyrramálið. Peggy getur sýnt þér það.
Framhald á bls. 47
14. tbi VIKAN 25