Vikan


Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 02.04.1970, Blaðsíða 30
Ippp Óvissa: NeSstur er Árni Friðriksson, fyrir ofan hann er Sævar Benedikts- son, þá Freysteinn Sigurðsson, Gunn- ar Ringsten og Kristján Guðmunds- son. (Ljósm. Páll Pálsson). NORÐUR A AKUREYRI ER STARFANDI HLJOMSVEIT SEM KALLAR SIG OVISSU. HLJOMSVEIT, sem FLYTUR ALLS KONAR POPP-TÖNLIST, KOLUTYGGJOMÚSIK OG LÖG ( FRAMÚRSTENUSTÍL. VIÐ HEIMSÓTTUM ÞA A AKUREYRI EKKI ALLS FYRIR LÖNGU OG FENGUM AÐ VITA NOKKUR DEILI A ÞEIM HEYRA MÁ (þó lægra sé látið) OMAR VALDIMARSSON Þegar ég var á Akureyri um dag- ana heyrði ég á götuhornum stelp- ur og stráka tala um óvissu. Þetta var áður en farið var að tala um Slippstöðina, svo ég fór að gerast forvitinn um hvað var í rauninni í óvissu í þessum höfuðstað norður- lands. A endanum vatt ég mér að ungri snót þar fyrir framan Hótel Akureyri, og spurði hana hvaða óvissa þetta væri sem fólk virtist hafa svo mikinn áhuga á. Lengi vel horfði hún á mig eins og ég væri roðflettur rauðmagi frá KEA, en svo tilkynnti hún mér að þetta væri bítlahljómsveit, eins sú „skæsleg- asta" á öllu Norðurlandi. Bittinú! Þá vissi ég það- Um kvöldið fór ég í „Siallann" og þar töluðu þeir Eydal-bræður um að þessi hljómsveit væri bara góð. Það var mér nóg. Strax' í býtið morguninn eftir, tókst mér að ná sambandi við einn þeirra félaga og lukkaðist að plata hann upp á hótel- herbergi til mín, til að segja mér Efri myndin var tekin af Kristjánl þegar hann var í hljómsvcitinni Bravó, og VIKAN fyigdi þcim svein- um cftir í nokkra daga. Hin myndin var tekin í siðasta mánuði, og gcri nú hver sem er sinn samanburð. eitthvað um þessa hljómsveit. Eitthvað kannaðist ég við kauða þegar hann kom, og er nánar var að gætt, reyndist hann vera Sævar Benediktsson, fyrrum bassaleikari með hljómsveitinni BRAVÓ, sem brezka hljómsveitin Kinks heiðraði með nærveru sinni um árið. Sævar heldur sig enn við bassann, og í nóvember s.l. fékk hann í lið með sér fjóra unga menn, alla á aldrin- um 17—19 ára, og stofnuðu þeir hljómsveitina Óvissu. Hinir eru Kristján Guðmundsson, gítar- og orgelleikari, en hann lék llka með Bravó í sína t(ð, og er nú farinn að semja lög sem þeir í Óvissu flytja svo á dansleikjum við „sæmilegar undirtektir" eins og þeir sögðu. Hinn gítarleikari Óvissu er Gunn- ar nokkur Ringsten, sem áður lék með hljómsveitinni Flakkarar, en þar var einnig söngvari Óvissu og Egill sá sem nú leikur með „hljóm- sveitinni" COMBÓ, hér ( höfuð- staðnum. Gunnar er bara glettilega góður. Trommuleikari Óvissu er Árni FriSriksson, náungi sem er virkilega athyglisverður. Hann mun líka hafa leikið með þessari merkilegu Flakk- arahljómsveit, og það er ábyggi- legt að enginn verður svikinn af að fá hann í „band" — jafnvel ekki topphljómsveitirnar hér fyrir sunn- an, sem puða í atvinnumennskunni. 30 VIKAN 14-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.