Vikan - 02.04.1970, Page 44
FRÁ RAFHA
56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI. yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill).
Kiukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI 10322
bandi má minna á Nóbels-verð-
launin sem Kavabata fékk, og
beztu japanskar kvikmyndir eru
eins og þær gerast beztar annars
staðar í heiminum. Mikill áhugi
virðist ríkjandi í landinu á vest-
rænni leiklist og tónlist, og í
tónlistarskóla einum í Tókíó læra
fjögurra ára gömul börn að spila
Bach á örsmá píanó og fiðlur.
Eins og fyrr er getið er veldi
Japans, þótt mikið sé, að veru-
legu leyti „í felum“. En spurs-
mál er hve langi svo getur stað-
ið. Bandaríkjamenn eru orðnir
sárleiðir á öllum þeim skakka-
föllum, sem þeir hafa orðið fyrir
í Kína og Víetnam eftir síðari
heimsstyrjöld og stefna Nixons
gengur út á að láta Asíumenn
sjá um sig sjálfa eftir föngum.
Og Bretar eru staðráðnir í að
leggja niður herstöðvar sínar
austan Súes. Þetta hlýtur að
hafa í för með sér að verulega
dragi úr pólitískum áhrifum
þessara stórvelda í Austur-Asíu,
og þar losnar rúm, sem liggur
beint við fyrir Japan að fylla.
Þegar svo verður komið að Jap-
an verður ekki einungis stórveldi
efnahagslega séð, heldur og póli-
tískt, er hætt við að reglan um
neitunarvaldið í öryggisráðinu,
sem veitt hefur fimm rikjum
(Bandaríkjunum, Sovétríkjunum,
Bretlandi, Frakklandi og Kína)
einkarétt á stórveldistitlinum,
fari að verða nokkuð fornleg.
Hættið að reykja
Framhald af bls. 19.
ur er skiptir engu meginmáli,
ef maðurinn treystir sér ekki
til að hætta á annað borð.
Sé það rétt að um helm-
ingur allra reykingamanna
reyki einkum af vana eða fé-
lagslegum ástæðum, væri
eðlilegast fyrir þá, sem gegn
nikótíninu berjast, að beina
geiri sínum að þeim. Þeir
bafa þrátt fyrir allt miklu
meiri möguleika á að geta
bætt en hinir, sem eru orðn-
ir hreinir nikótínistar. Við
eigum að benda þessu fólki á
þann gífurlega fjárhagslega
sparnað, sem því fylgir að
reykja ekki, og sömuleiðis
á að heilsa þess verði að öll-
um líkindum betri. Við eig-
um einnig að höfða til
ábyrgðartilfinningar bjá
fólki eins og foreldrum og
kennurum, sýna þeim fram
á hve miklar líkur séu til að
börn þeirra og nemendur
taki reykingarnar upp eftir
þeim. Fjárhagslegur hagnað-
ur af því að reykja ekki er
verulegur; i Bretlandi dugar
verð tuttugu sígarettna á dag
til að fæða einn meðlim fjöl-
skyldunnar.
Kannski hefur samfélag
okkar ekki ennþá gert sér
ljósan þann ruddalega sann-
leik, að í raun réttri vill það
losna við sígarettuna. Rödd-
in sem mælir gegn sígarett-
unni heyrist sjaldan innan
um allt hið háværa þras er
nútímaþjóðfélaginu fylgir,
og auk þess gerir auglýsinga-
áróður sígarettuframleiðenda
og félagslegar venjur sitt til
að yfirgnæfa hana. Ekki er
þó þvi að neita að þegar hef-
ur ýmislegt verið gert til að
stemma stigu fyrir sígarett-
unni. í Brellandi er hætt að
taka sígarettuauglýsingar i
sjónvarpið. f ftalíu hefur al-
gjörlega verið tekið fyrir
auglýsingar á sígarettum. í
Noregi liafa verið gerðar
ráðstafanir til að hindra að
sjónvarpið hvetji til revk-
inga. í Bandarikjunum hefur
verið leitt í lög að þegar
sígarettuauglýsingar eru
teknar í sjónvarpsþætti, þá
verði að gefa þeim, sem gegn
reykingum herjast, tækifæri
til að koma fram sjónarmið-
um sínum í þeim sömu þátt-
um. Bæði i Bandaríkjunum
og Kanada hafa verið gerðar
fjölmargar góðar áróðurs-
kvikmyndir gegn reyking-
um.
Nokkuð hefur þegar áunn-
izt. í Bretlandi hefur sígar-
ettureýkjurum fækkað um
að minnsta kosti milljón, og
í Bandarikjunum er meðal-
sigarettuneyzlan á mann
farin að minnka. En ennþá
hefur ekki teldzt að draga
að ráði úr manndauða þeim
og heilsutjóni, sem leitt hef-
ur af sígarettureykingunum.
Greinilegt er að þörf er
mildu meiri aðgerða gegn
reykingunum, og ef við gæt-
um komið fólki rækilega í
skilning um mikilvægi þess
að bægja frá okkur nikótín-
voðanum, er ekki að vita
nema þær aðgerðir yrðu
skammt undnn.
Ef hægt væri að koma i
veg fyrir sigarettureykingar,
myndi það vei-a mjög í hag
44 VIKAN 14-tbl-