Vikan


Vikan - 02.04.1970, Side 48

Vikan - 02.04.1970, Side 48
Skrifstofur og verzlanir Gerum við allar tegundir af búðarkössum, ritvélum og reiknivélum. Einnig önnur skrifstofuáhöld. Sækjum — Sendum Hverfisgötu 72 - Sími 23843 Hún hafði búizt við, að hann tæki þetta illa upp, en í stað þess brosti hann til hennar. „Þá erum við ekki frændsystkin," sagði hann vingjarnlega. „Það breytir miklu, — fyrir mig." „Líka fyrir mig," sagði Lori með hjartslætti. „Mér finnst ég vera óvelkominn gestur hér." „En til þess þarf ég að fá hjálp. Ég hef hingað til verið svo einmana og utanveltu. Og nú hefur maðurinn, sem ég gat ekki annað en hatað, arfleitt mig að öllum sínum auði." Framhald í næsta blaði. HWAR ER SHIN HAHS NÍA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. S!8ast er dregið var hlaut verölaunin Kristbjörg Þórarinsdóttir, Hjarðarhaga 36, Reykjavík. Nafn Heimili Örkin er á bls. Vinninganna má vitja i skrifstofu Vikunnar. 14. Frú Robinson Framhald af bls. 33. þar. Hann sturtaði úr koddaver- inu á rúmið sitt og horfði á föt- in um stund en fór svo í mat. Þegar hann kom aftur fór hann að hengja upp. Þegar hann var rétt búinn, bankaði Elaine. Hann opnaði. — Komdu inn, sagði hann og tók blautar buxur af stólbaki svo hún gæti sezt. Hann henti buxunum á rúmið sitt. — Fáðu þér sæti, sagði hann. Hún settist ekki en gekk að lampanum á skrifborðinu og starði á stuttbuxur sem hann hafði hengt á skerminn. — Varstu að þvo? — Já. Fáðu þér sæti. — Hvar þvoðir þú? — Elaine, ég fór í sjálfsala- hreinsunina á horninu. Viltu gera það fyrir mig að setjast? Hún settist. — Eru engir þurrkarar þar? Benjamín náði í annan stól og settist við hlið hennar. Hann fór í vasann og dró upp gullhring. — Mátaðu hann. Hún tók við honum. — Hann er of stór. — Viltu samt máta hann? Hún setti hann á baugfingur. — Jæja? sagði Benjamín. — Hann er of stór. — Leyfðu mér sjá, sagði hann. Beniamín tók hönd hennar og snéri hringnum nokkrum sinn- um. — Já, sagði hann, — hann er of stór. — Sjáðu, sagði Elaine og setti hringinn á þumalfingur. — Hér passar hann fullkomlega! — Já, ég tek hann aftur. Hún tók af sér hringinn og rétti honum hann. — Ég skipti honum og fæ minni, sagði hann um leið og hann setti hringinn í vasann. — En líkar þér við hann? — Ha? — Líkar þér við hönnunina á honum? Litinn, breiddina og þar fram eftir götunum? Hún kinkaði kolli. •—■ Gott, ég fæ þá aðeins minni. — En Bcnjamín — Já. — Ég hef aldrei sagt að ég ætl- aði að giftast þér. — Nei, ég veit það. svaraði hann, — en ég held þú gerir það samt. — Nú? — Já. Mér finnst það eiginlega óhjákvæmilegt og eðlilegt nú sem komið er. — Það finnst mér ekki. Hann hrökk við og starði á hana. — Benjamín, ég hef verið að hugsa um þetta . — Og? — Og ég held að það geti ekki gengið. — Jú! Auðvitað myndi það gera það, Elaine! Hún hristi höfuðið. — Hvers vegna ekki? Hún stóð upp og gekk að skrif- borðinu þar sem hann hafði lagt peysu til þerris. — Settirðu þetta í þvottavél? spurði hún. — Hvers vegna ekki? spurði hann aftur. Hún tók upp peysuna og bar hana upp að augunum til að skoða hana. — Hún er ónýt, sagði hún. — Elaine, láttu ekki svona' Hvers vegna getur það ekki gengið? — Það bara myndi ekki gera það. — Ja — Ja hvað? — Þú komst hingað inn í gær- kvöldi og þá var ég að fara. Ég af hverju gerðir þú það? — Ég veit það ekki. sagði hún. — Ég átti bara leið framhjá. — En Elaine. . . . Hún setti peysuna aftur á skrifborðið og sléttaði úr henni. — Ég verð að viðurkenna, sagði Benjamín, — að ég hélt að þér þætti vænt um mig. Eft- ir að þú komst í gærkvöldi. Elaine svaraði ekki. — Þykir þér vænt um mig? — Já. — Gott og vel. Okkur þykir vænt hvoru um annað. Þá skui- um við giftast. — Geturðu ímyndað þér for- eldra mína? sagði hún og snéri sér við til að horfa framan í hann. — Foreldra þína? — Geturðu ímyndað þér hverníg þeim liði? — Meinarðu móður þína? — Nei. Pabba. — O, hann, sagði Beniamín og benti á vegginn. — Elaine, hann yrði hamingjusamasti maður í heiminum ef við giftumst. — En ef hann kemst að því sem skeði? — Hann kemst ekki að því. Hún starði á hann og sagði ekkert. — Elaine, hann reynir allt hvað hann getur til að koma okkur saman. Einu sinni sagði hann mér að ég væri eins og son- ur hans. — En ef hann kemst að þessu? — Nú, og hvað með það? Ég bið hann afsökunar. Ég segi honum að þetta hafi verið kjána- legt og hann segir þá að hann hafi orðið fyrir örlitlum von- brigðum með mig en hann skilji mig og svo er það bara búið. — Þú ert barnalegur, sagði Elaine. Hún settist aftuí. — Sjáðu nú til, sagði Benja- mín, — gleymdu foreldrum þín- um. Hann settist við hlið henn- ar. — Eitthvað annað sem mælir á móti því að við giftumst? — Já. — Og hvað er það? — Þú ert ekki undir það bú- inn að giftast strax. — Hvers vegna ekki? — Nú? 48 VIKAN 14-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.