Vikan - 02.04.1970, Side 49
— Af því bara, sagði hún. —
Þú ert of ungur.
— Oooo ....
— Benjamín, þú ættir að gera
eitthvað annað fyrst. Áður en þú
bindur þig ættirðu að gera eitt-
hvað annað.
— Eins og hvað?
— Ég veit það ekki. í gær
varstu að tala um að ferðast.
— Mig langar ekki til Kanada.
— Ekki endilega Kanada,
sagði hún. — Það eru til fleiri
staðir.
— Jæja, eins og hvað?
— Þú ættir að fara umhverfis
hnöttinn. Sjáðu Afríku, Asíu og
hinar heimsálfurnar.
— Mig langar ekkert til að sjá
hinar heimsálfurnar.
— Heldurðu ekki að það væri
spennandi? Sjá öll þessi stór-
kostlegu lönd og fólkið sem
byggir þau?
Benjamín hristi höfuðið. —
Þetta er fáránlegt, sagði hann.
Af hverju byrjuðum við að tala
um þetta?
— Langar þig það ekki?
—- Andskotinn hafi það, nei.
— En ... hvers vegna ekki?
— Af því mig langar það ekki!
En mig langar að vita hvers
vegna þú fórst að tala um þetta.
— Ja, ég held bara að það sé
tímasóun fyrir þig að sitja hér
og gera ekki neitt. Ég held líka
að það sé tímasóun að sitja ein-
hversstaðar með mér og gera
ekki neitt ef við giftum okkur.
— Gott og vel, sagði hann. —
Ennþá veit ég ekki hvað olli því
að við fórum að tala um þetta,
en ég ætla mér alls ekki að fara
að þvælast i kringum hnöttinn og
horfa á villimenn eða bændur —
eða hvað það nú var sem þú varst
að hugsa um. Ætlarðu að giftast
mér eða ekki?
— Ég veit það ekki.
— Gefðu mér fleiri ástæður.
— Ég hef ekki fleiri.
— Þá skulum við gifta okkur.
Hún leit niður fyrir sig og
svaraði ekki.
Benjamín tók hönd hennar. —
Siáðu nú til, sagði hann. — Ég
er búinn að reikna út hvernig
við gerum þetta. Til að byrja
með ... Elaine, hlustaðu á mig!
Hún kinkaði kolli.
— Jæia, sagði hann. — Við
förum í fyrramálið og látum taka
af okkur blóðprufu.
— Benjamín, ég hef ...
— Hlustaðu!
Hún kinkaði kolli aftur.
— Sko. Við förum í blóðprufu
á morgun. Svo útvegum við okk-
ur fæðingarvottorð. Ég er reynd-
ar með mitt með mér... hvar
er þitt?
— Heima.
— Hvar heima?
— í kommóðuskúffu.
— Hvaða kommóðu og hvaða
skúffu?
— Ha?
— í hvaða skúffu?
— I setustofunni.
— Gott og vel, sagði Benja-
mín. — Nú flýg ég þangað annað
kvöld.
— Þú hvað? sagði hún og leit
upp.
— Til að sækja það.
— Þú ætlar að fljúga heim?
— Já, ég fer inn um nóttina.
— Þú ætlar að læðast inn til
mín?
— Já.
— Elaine starði á hann. —
Þetta er það asnalegasta sem ég
hef heyrt!
— Nú? Hvað er svona asna-
legt?
— Auðvitað hringi ég bara í
pabba og hann sendir mér vott-
orðið.
— Nei. Við getum ekki látið
þau vita fyrr en við erum gift.
- Ó.
— Og þá er allt í lagi.
— En ég er ekki búin að
ákveða mig ennþá.
— Ég veit það, sagði hann. —
En svona gerum við það. Hann
stóð upp og gekk yfir að skápn-
um til að þreifa á sokk sem hékk
til þerris á húninum. — Þú hef-
ur vonandi lykil að húsinu, sagði
hann svo.
— Benjamín?
— Já?
Hún sneri sér í stólnum og
horfði á hann. — Hefurðu nokkra
hugmynd um hvað þú ert að
gera?
— Auðvitað.
— Ég meina... þú ert að
hugsa um að fljúga heim og læð-
ast inn til mín um miðja nótt
til að ná í fæðingarvottorðið
mitt, en hefur þú hugsað um það
sem á eftir kemur?
— Vissulega.
— Hefurðu hugsað um það að
við þurfum einhvern samastað
og að við þurfum að kaupa í
matinn á hverjum degi?
— Jamm.
— Nei, þú hefur nefnilega
ekki hugsað um, hvaða tegund af
„corn flakes“ við eigum að
kaupa en...
— Af hverju ekki?
— Hvað?
— Ég meina að það er einmitt
það sem maður verður að hugsa
um, Benjamín, og ég held að þú
verðir orðinn dauðleiður á því
eftir tvo daga.
— Ja, ég verð ekki leiður á
þér, eða hvað?
Hún stóð upp. — Jú, sehni-
lega verður þú það.
— Láttu ekki svona. Elaine.
— Ég er ekki eins og þú held-
ur, Benjamín.
— Um hvað ertu að tala?
— Ég er bara ósköp venjuleg
manneskja, sagði hún. — Ég er
hvorki gáfuð né glæsileg.
— Og hvað með það?
— Ég held að þú ættir betur
samleið með einhverri svoleiðis.
— Nei.
— Viltu heldur vera með ein-
hverri sem er heimsk og hallær-
isleg?
BIBLÍAN - RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA
er falleg myndabók í alþjóðaútgáfu og bezta ferm-
ingargjöfin sem völ er á. Hér er um að ræða nýstár-
lega túlkun á heilagri ritningu, sem fellur ungu
fólki vel i geð. Myndirnar, sem danska listakonan
Bierte Dietz hefur gert, eru litprentaðar í Hollandi,
en textinn er prentaður hérlendis. Magnús Már
Lárusson, háskólarektor, hefur annazt útgáfuna og rit-
ar inngang og ágrip af sögu íslenzkra Biblluþýðinga
frá upphafi. Þetta er vönduð og glæsileg mynda-
bók. sem hentar sérstaklega vel til fermingargjafa.
Fæst hjá næsta bóksala
HILMIR HF. SKIPHOLTI 33
PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK
BIBLÍAN
RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA
TILVALIN FERMINGARGJÖF
H. tw. VIKAN 49