Vikan - 02.04.1970, Side 50
— Já.
— En hvað um börnin?
— Já, hvað með þau?
— Langar þig nokkuð í börn?
Mig langar í börn, Benjamín.
— Mig sömuleiðis.
— Láttu ekki svona.
— Hvað?
— Hvernig gæti maður eins og
þú viljað eignast börn?
— En það er nú svoleiðis.
— Nei, það er ekki svoleiðis,
Benjamín.
— Djöfullinn hafi það, Elaine!
sagði hann ergilegur. — Breyt-
um um umræðuefni.
— Eitt enn, sagði Elaine. —
Þú ert snillingur í kollinum.
Benjamín sleit sokkinn af
hurðarhúninum og snarsneri sér
við. — Elaine?
— Og ég er það ekki, sagði
hún.
— Elaine?
— Þú ert ákaflega vel gefinn,
Benjamín, og þú ættir að giftast
einhverri sem er á sama stigi og
þú.
— Fjandinn hafi það! hrópaði
hann og skellti sér niður í stólinn
aftur. — Hlustaðu nú á mig,
Elaine!
— Þú ættir að giftast einhverri
sem er fær um að ræða stjórnmál
og sögu og listir á málefnalegan
hátt.
— Þegiðu! Hann benti á sjálf-
an sig. — Hefurðu nokkurn tíma
heyrt mig tala um þetta? Ekki
svo mikið sem einu sinni! Hef-
urðu nokkru sinni heyrt mig tala
um þetta?
— Þessa „þvælu“?
— Já.
— Nei.
— Allt f lagi þá, sagði hann.
Benjamín stóð upp og hristi höf-
uðið. — Drottinn minn dýri!
Hann tók sokkinn uPP og setti
hann aftur á hurðarhúninn. —
Jæja, sagði hann svo, — ætlarðu
að giftast mér eða ekki?
Hún hristi höfuðið.
Benjamín gekk yfir að rúminu
sínu og lét sig falla á bakið ofan
á skyrtuna og buxurnar sem lágu
þar til þerris. — Gefðu mér fleiri
ástæður, sagði hann og starði
upp í loftið.
— Hvað um skólann?
— Já, hvað með það?
— Ég vildi gjarnan ljúka námi.
— Nú, hver er að stöðva þig í
því?
— Ja, pabbi verður kannske
ekki til í að borga gjöldin fyrir
mig ef við giftumst.
— Hann þarf ekki að borga
fyrir þig, sagði Benjamín og sett-
ist upp í rúminu. — Ég borga.
— Með hvaða peningum? Þeim
sem þú fékkst fyrir bílinn?
— Sjáðu nú til, sagði Benja-
mín og settist við hlið hennar.
— Á morgun eða hinn giftum
við okkur... eða um leið og ég
er búinn að ná í fæðingarvott-
orðið. Svo fer ég að vinna við
kennslu.
— Hérna! Guð minn almátt-
Krommenie
Vinyl gólfdúkur og vinyl
fllsar með áföstu
filti eða asbest undirlagi.
Mýkri, áferðarfallegri,
léttari I þrifum, endingarbetri.
KYNNIÐ YÐUR ÞAÐ BEZTA
Krommenie
Gólfefni
KLÆÐNING H.F., Laugavegi 164
LITAVER S.F., Grensásvegi 24
MALARINN H.F., Bankastræti.
Grensásvegi 11
VEGGFÓÐRARINN H.F.,
Hverfisgötu 34
ugur, hérna! sagði hann og benti
á gólfið. — Hérna við háskólann.
— Þú ætlar bara að labba þig
inn og fá þér vinnu?
— Já. Ég verð aðstoðarpró-
fessor, og vinn að meistaragráðu
um leið.
— Af hverju heldurðu að þeir
taki þig? spurði hún.
— Ég gæti verið búinn að fá
vinnu hér eftir 10 mínútur.
— Það held ég ekki, Benjamín.
— Jú.
— Hvernig?
— Hvernig? endurtók hann.
Verkir, þreyta í baki ?
DOSI beltin hafa aytf
þrautum margra,
Reynið þau.
ReMEDIA H.F
LAUFÁSVEGI 12 - Síml lSSlö
— Vegna þess að mér hefur verið
boðið að koma til bæði Harvard
og Yale. Hann hallaði sér áfram
í stólnum. — Elaine, ég hef feng-
ið boð frá skólunum á austur-
ströndinni um að koma og kenna.
Á austurströndinni, Elaine. Og
það ætti að vera nóg sönnun fyr-
ir því að þeir hérna grípa mig
fegins hendi innan fimm mín-
útna. (Háskólar á austurströnd
Bandaríkjanna hafa löngun þótt
mun betri en þeir á vesturströnd-
inni. þýð.).
— En ég hélt að þú vildir ekki
verða kennari?
— Hvers vegna skyldi ég ekki
vilja það?
— Vegna þess að þú ert ekki
eins og kennarar eiga að vera,
sagði hún. — Kennarar eiga að
vera háfleygir.
— Þetta eru bara gamlar kerl-
ingabækur, sagði hann og hristi
höfuðið.
— Nú?
— Jæja, sagði hann og tók
hönd hennar, — þá giftumst við?
— En Benjamín?
— Já, hvað?
— Ég fæ ekki séð hvers vegna
þú laðast svona að mér.
— Ég geri það bara.
— En ... hvers vegna?
— Af því bara. Þú ert þokka-
lega vel gefin. Þú ert gullfalleg.
— Gullfalleg?
— Já.
— Eyrun á mér eru of stór til
að vera gullfalleg.
Benjamín skoðaði á henni eyr-
un. — Það er allt í lagi með þau,
sagði hann svo.
— En ... Benjamín ...
— Hvað?
— Það er samt ýmislegt sem
ég skil ekki.
— Eins og hvað?
— Ég meina... þú ert raun-
verulega snillingur.
— Elaine, ekki byrja á þessu
aftur. Ég meina það.
Hún kinkaði kolli.
— Jæja, sagði hann, þá ætl-
um við að giftast... eða hvað!
— Hvers vegna dregur þú mig
ekki með þér fyrst þú ert svona
æstur í að giftast mér?
— Draga þig með mér?
Hún kinkaði kolli.
— Allt í lagi, sagði hann, —
þá geri ég það, þegar við erum
búin að fara í blóðprufu.
Þau sátu og horfðu á hvort
annað um stund en svo kinkaði
hann kolli. — Jæja, blóðprufa í
fyrramálið. Hvenær viltu fara?
— Fara hvert?
— Niður á spítala, sagði hann.
— Verðurðu í skólanum klukkan
tíu?
— Nei.
— Allt í lagi. Þá verð ég fyrir
utan skólann klukkan tíu.
— Ég verð að tala fyrst við
Carl.
— Hvern?
— Þann sem þú hittir í dýra-
garðinum, Carl Smith.
— Nú, hvað kemur honum
þetta við?
— Ég sagði honum að ég
myndi kannske giftast honum.
— Þú hvað? sagði Benjamín
og stóð upp.
— Hann bað mín, sagði Elaine,
— og ég sagði að ég myndi ef til
vill giftast honum.
— Elaine ...
— Hvað?
— Af hverju í andskotanum
sagðir þú mér þetta ekki?
— Þér kemur þetta ekkert við.
— Kemur ekki við?
— Nei.
— Drottinn minn dýri, Elaine.
Hann settist aftur. — Hversu
margir hafa gert þetta?
— Beðið mín?
— Já.
— Ég veit það ekki.
— Þú meinar að fleiri en hann
hafa beðið þín?
Hún kinkaði kolli.
— Hve margir?
— Ég veit það ekki, Benjamín.
— Viltu reyna að muna það?
Sex? Siö?
Hún kinkaði kolli aftur.
— Ert þú að gera grín að mér?
— Nei.
— Þú meinar að sex eða sjö
menn hafa beðið þig að giftast
sér?
— Benjamín, sagði hún, — ég
held ekki að þér komi þetta
nokkuð við!
— Hvenær gerði hann það?
— Hvað?
— Carl. Hvenær bað hann þín?
— Síðast þegar ég sá hann.
— Daginn sem ég hitti hann.
Þarna í dýragarðinum?
— Benjamín, hvers vegna ertu
svona æstur?
— Hvernig gerði hann það?
— Hvað?
— Fór hann á hnén? Nei, hann
hefur ekki kropið ... vona ég?
— Nei, Beniamín.
— Jæia, hvað sagði hann.
Sagði hann bara: „Viltu giftast
mér, Elaine?“
— Hvað er eiginlega að þér?
— Ég er forvitinn.
Hún starði á hann og hristi
höfuðið. — Hann sagðist halda
að við yrðum nokkuð góð saman
í kompaníi.
— Ónei!
— Hvað?
— Sagði hann þetta.
— Já. hann sagði þetta.
— ..Við yrðum nokkuð gott
kompaní" — hann ...
— Beniamín, hvað er að þér?
— Hvað er hann? spurði
Beniamín. — stúdent?
— Já. hann er í læknisfræði.
— Á hvaða ári?
— Síðasta.
Beniamín kinkaði kolli. — Og
hvar bað hann þín? í bílnum eða
í matarboði?
Elaine stóð upp. — Þetta kem-
ur þér ekkert við, sagði hún.
— Hvar bað hann þín?
— f íbúðinni sinni.
Framhald í næsta blaði.
50 VIKAN “• «■