Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 5
Andar tala viS börn Fjölskylda að nafni Adams, sem býr í borginni Gillingham í Kent, býr við heldur óskemmti- legar uppákomur. Einhver andi eða draugur virðist ganga ljósum logum um húsið og einkum hafa samband við tveggja ára dóttur hjónanna, er Carol heitir, sem virðist að öllu leyti eðlilegt barn. Þetta byrjaði með því að önn- ur dóttirin á heimilinu, Tracey sex ára, vaknaði grátandi um miðja nótt og kvað sig hafa dreymt að hún færist í umferð- arslysi. Og nákvæmlega viku • Auðvitað sprettur allt betur, ef maður ber skít á það. Þá flýtir það sér að komast upp í hreint loft. • Gvendur keypti glás af minjagripum á Mallorka, en drakk þá alla upp á leiðinni heim. • Þau voru bæði svo hjólbein- ótt, að þegar þau dönsuðu saman, voru þau til að sjá eins og hand- snúinn rjómaþeytari. síðar fórst barnið einmitt í slíku slysi. Skömmu síðar heyrðu Ad- ams-hjónin Carol tala við dimm- raddaðan mann á einhverju óskiljanlegu tungumáli. Þau flýttu sér á vettvang, en sáu engan. Þetta hefur endurtekið sig nokkrum sinnum. Hjónin hafa bæði heyrt tal og fótatak til andans, en aldrei séð neitt. Sál- arrannsóknafélagið brezka hefur fengið málið til meðferðar, en hefur ekki getað skýrt það neitt ennþá. Armin Geigir, sem nú er þrjátíu og sjö ára, þagSi yfir morðinu f ylir tvo áratugi. # vísur vikunnar Sjá, enn er þjóðin komin í kosningaslag þótt kannski sé hún eitthvað reikul í spori og illa margir una víst sínum hag sem ekki komust í framboð á þessu vori. En tímarnir harðna og tíðin er ekki mild og tekjum ríkis og bæja er illa varið og ráðherrar greiða atkvæði að eigin vild svo eitthvað virðist bogið við stjórnarfarið. Sagði frá morSi eftir 22 ár Árið 1948 var fimmtán ára gamall piltur, Armin Geiger að nafni, á vakki í heimaþorpi sínu Biebergau í Lægra-Franklandi (Unterfranken) í Þýzkalandi. Þetta var á næturþeli, og Armin hafði í hyggju að ná í eitthvað matarkyns handa fjölskyldu sinni, sem svalt eins og algengt var í Þýzkalandi þá. Hann hafði hugsað sér að koma ekki tóm- hentur heim, þótt það kostaði að hann yrði að brjóta eitt boðorð- anna. Þess vegna faldi hann sig í skuggsælu skoti er hann sá næturvörð þorpsins, Oskar Seitz, nálgast. Seitz tók ekki eftir honum og hélt varðgöngu sinni áfram inn í kirkjugarð þorpsins, sem var þar rétt hjá. Svo var að sjá að hann svipaðist um eftir ein- hverju. Skyndilega nam hann staðar og sagði eitthvað. Þá kváðu við skot og næturvörður- inn féll dauður niður. Þrír menn spruttu upp og þutu á brott meðal grafaraðanna. Armin þekkti tvo þeirra, menn þaðan úr þorpinu að nafni Walter Spiess og Josef Prosch. Trúleg- ast hafa þeir verið í svipuðum erindagerðum og Armin, og gripið til örþrifaráða er nætur- vörðurinn komst á slóð þeirra. Þegar Armin kom heim sagði hann fullorðnum ættingjum sín- um frá því sem hann hafði séð, en þeir töldu þetta hafa verið ímyndun eina hjá honum. Hann var líka smeykur um að morð- ingjarnir ryddu honum úr vegi ef hann hefði hátt um málið, og ákvað því að þegja. Hann fór í siglingar, en gat ekki gleymt morðinu í kirkjugarðinum. Þeg- ar hann svo kom aftur heim eft- ir meira en tvo áratugi, gat hann ekki þagað lengur og fór til lög- reglunnar. Og nú sitja í varðhaldi þeir Spiess og Prosch, báðir fyrir löngu orðnir virðulegir kaup- sýslumenn í Biebergau. Mari Seitz, ekkja næturvarðarins, vH gröf manns síns i6. tbi. vikan 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.