Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 7
alla ævi og færa sér í nyt, þeg- ar þeir eru komnir á efri ár. Málshátturinn „Illt er að kenna gömlum hunði að sitja" þýðir hins vegar, að erfitt sé að kenna gömlum manni nýja siði, sem er náttúrlega alls ekki það sama. Málshátturinn „Ekki er sopið kálið, þó í ausuna sé komið“ þýðir eitthvað á þá leið, að loka- takmarkið sé enn langt undan, þótt fyrsta áfanganum hafi verið náð. Allir eru þessir málshættir vel þekktir, en ekki fara allir rétt með þá, eins og þetta bréf sýnir. Að svo mæltu sendum við ykkur beztu kveðjur að heim- an. Strindberg og Shakespeare Kæri Póstur. Mig langar til að skrifa þér fá- ein orð, þótt ekki sé ritlistin mín sterkasta hlið. É'g les þig alltaf og hef gaman af ýmsu, sem kem- ur frá lesendum Vikunnar. Þó þykir mér blessaðir táningarnir og hin broslegu vandamál þeirra taka alltof mikið rúm hjá þér. En er það ekki svona á öllum sviðum? Unga fólkið veður uppi og við hinir öldruðu verðum að gera svo vel að taka ofan og hneigja okkur! Erindið var að koma á fram- færi við sjónvarpið áskorun um, að sýna fleiri framhaldssögur í líkingu við Worse skipstjóra og Markurell eftir þá Kielland og Strindberg. Báðar þær sögur eru mjög við alþýðuskap, ef svo má að orði kveða, þ.e.a.s. allur al- menningur skilur þær og hefur gaman af þeim. Eg hef hitt marga og öllum ber saman um, að þetta sé eitt bezta efnið, sem komið hefur í sjónvarpinu. Hins vegar lízt mér ekkert á Shake- speare, sem nú er í gangi hjá þeim, þótt þetta eigi allt saman að vera fyrsta flokks. Sá heim- ur, sem þar er sýndur er svo ólíkur öllu, sem við þekkjum, og einhvern veginn verð ég að segja það — og tala þar hygg ég fyrir munn margra — að þessi historía um Rósastríðin fellur ekki í smekk nema örfárra af hinum stóra hópi þess fólks, sem horfir og hlustar á sjónvarpið. Ég vil því skora á þá vísu menn, svo sem ekki amalegt, ef einhver því ágæta fyrirtæki að reyna að útvega sér fleiri sögur frá Norð- urlöndunum, — eitthvað í lík- ingu við þá ógleymanlegu karla Worse og Markurell. Einnig væri svo sem ekkiamalegt, ef einhver fræg, íslenzk skáldsaga væri bú- in til flutnings í sjónvarpi, en það er kannski alltof dýrt. Mér dettur í hug, að sögur Jóns Trausta ættu að vera mjög vel til þess fallnar að sýna þær í sjónvarpinu, t.d. Anna frá Stóru- borg og fleiri. Að svo mæltu þakka ég þér fyrir margar ánægjustundir og bið þig fyrirgefa hrafnasparkið. J.H. Vonandi fáum við að sjá fleiri framhaldsmyndir frá Norður- löndunum, þvi að þær hafa orð- ið geysivinsælar hér, eins og bréfritari bendir réttilega á. í sænska sjónvarpinu er til dæm- is verið að sýna um þessar mundir nýja sögu eftir Strind- berg, „Rauða herbergið", sem er í sjö köflum og gerist í Stokk- hólmi árið 1870. Kannski kemur hún hingað einhvern tíma. Sagði ekki orð Kæri Póstur! Mig hefur lengi langað til að skrifa þér, því að þú leysir úr þrautum svo margra. Af öllum þeim ótalmörgu bréfum, sem birtzt hafa í þættinum þínum, er mér kannski minnisstæðast, þegar stelpur leita til þín í vand- ræðum sínum og spyrja, hvað þær eigi að gera, þegar þær hafi aldrei verið kysstar! Jæja, þá kem ég að efninu. þannig er mál með vexti, að ég er alveg hræðilega hrifin af strák, sem er í mínum bekk. Hann er „svolítið“ feiminn, en gallinn er sá, að ég er það líka. Hann bauð mér upp á árshátíð skólans fyrir stuttu, en sagði varla orð á meðan hann dansaði við mig, og ég þorði náttúrlega ekki heldur að segja neitt, nema eitthvað örstutt og vandræða- legt. Mig langar svo mjög að komast í kynni við hann, en hvernig á ég að fara að því? Með fyrirfram þökk fyrir greinargott svar. Vertu svo blessaður og sæll. I.A.V. Það er sagrt, aff ungt fólk nú á dögum sé ófeimiff og hispurs- laust og þjáist allra sízt af upp- burffarleysi og óframfærni eins og algengt kvaff hafa veriff hér í gamla daga. En ótal hréf, sem Póstinum herast, segja allt affra sögu. Feimni virffist vera stærsta vandamál táninganna, aff minnsta kosti þegar þeir verffa „skotnir“. Og okkur liggur viff að segja sem betur fer, því aff feimnin gefur til kynna, aff hugur fylgi máli og hin mikla alvara unglingsáranna sé ekki meff öllu horfin enn. Viff getum ekki ráfflagt þér annaff en viff höfum áffur gert í svip- uffum tilfellum: Þú skalt setja í hig kjark og hafa samhand viff hann á allan þann hátt, sem þér getur dottið í hug. Þaff gerir ekkert til, þótt samtöl ykkar og samskipti verffi vandræffaleg til aff bvria meff. Einhvern veginn verffiff þiff aff hrjóta ísinn og sigrast á feimninni. Og eftir þaff gengur allt vel. ATHUCIIÐ Ef þú ert að byggja eða þarft að bæta og jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum við það hagkvæmt að líta við hjá okkur, því að sjón er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali. Gott verð. UTAVER SSVEEI Z2-» 30280-3Z2BZ i6. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.