Vikan - 16.04.1970, Qupperneq 8
HOOVER
á k
REYMI i
Aur og peningar
Kæra Vika!
Manninn minn dreymdi fyrir
nokkru, að hann væri á árbakka
á ákveðnum stað fyrir austan
fjall.
Finnst honum, að allt um-
hverfið sé eintóm mold, aur og
leðja eins og í leysingum. Hann
þarf að gera þarfir sínar og gerir
þær, þar sem hann er staddur,
en þá renna úr vasa hans pen-
ingar ofan í aurinn. Ætlar hann
að ná þeim, en þeir renna út í
ána. Þá snýr hann sér við og
heldur áfram við það, sem hann
var að gera, en þá rennur veskið
hans úr vasanum og hverfur of-
an í aurleðjuna.
Draumurinn var ekki lengri.
Mér þætti mjög gaman að fá
hann ráðinn. Maðurinn minn
stendur í því ströngu. Hvort
mundi þessi draumur vera fyrir
enn meiri erfiðleikum?
Með fyrirfram þakklæti,
S.Þ.
^ Heimsþekkt vörumerki
Hoover þvottavélar 8 gerðir
Hoover kæliskápar 5 gerðir
Hoover ryksugur 8 gerðir
Hoover bónvélar 2 gerðir
Hoover rafmagnsofnar 3 gerðir
Hoover straujárn 3 gerðir
Hoover uppþvottavélar
Hoover hárþurrkur
Hoover hrærivélar
Hoover teppaburstar
Hoover eldavélahimnar
Hoover vörurnar fást í Hoover-kjallaranum, Austurstræti 17, Reykjavfk.
Sími 14376. Einnig víða í verzlunum úti á landi.
Varahluta- og viðgerðarþjónusta að Laugavegi 89, sími 20670.
Einkaumboð:
MAGNÚS
Umboðs- og heildverzlun
KJARAN
Nei, sem betur fer er þessi
draumur ekki fyrir auknum erf-
iðleikum, heldur þvert á móti.
Það er jafnan fyrir fjárhagsleg-
um ávinning að dreyma aur og
leðju, að ekki sé talað um saur.
Slíkt getur ekkert annað táknað
en óvænta peninga.
Prestur og kistulagning
Kæri draumráðandi!
Mig langar að fá ráðningu
tveggja drauma, sem mig
dreymdi með viku millibili.
Mér fannst ég standa við
gluggann heima hjá mér og líta
út. Þá sá ég líkbílinn renna að
og út kom umsjónarmaður jarð-
arfara og bankaði á dyrnar hjá
mér. É'g bauð honum inn í stofu.
Hann sagði, að kistulagningin
ætti að fara fram klukkan hálf-
fjögur næsta dag, sem var
fimmtudagur. Mér brá mjög við,
en sagði samt, að það væri í
lagi. En ekki man ég hvern átti
að kistuleggja. Þar með vaknaði
ég.
Hinn draumurinn var á þá leið,
að ég heyrði, að einhver kom
upp stigann hjá mér, svo að ég
opnaði hurðina. Eru þar komn-
ar tvær dætur mínar grátbólgn-
ar í framan. Mér bregður og mér
finnst fljúga í gegnum hugann,
að þær séu að koma til að segja
mér einhverja voðafrétt. En þá
sé ég, að þær eru að bíða eftir
einhverjum. í sama bili opnast
útidyrahurðin og sóknarprestur-
inn okkar er þá að koma líka.
Hann er ekki hempuklæddur.
Þar með vaknaði ég.
Mig langar að fá ráðningu á
þessum draumum, ef hægt er.
Með fyrirfram þökk,
G.H.—11.
Þessir tveir draumar eru áreið-
anlega í einhverju samhengi, og
þótt þeir fjalli um prest og
kistulagningu og yfir þeim hvíli
heldur dapurlegur blær, þá er
enginn hætta á, að þeir boði vo-
veifleg tíðindi. Við ráðum þá
báða saman á þá leið, að þér
muni senn trúað fyrir leyndar-
máli, sem varðar nákominn ætt-
ingja þinn. L,eyndarmálið mun
fjalla um einhverja óvænta erf-
iðleika viðkomandi persónu, og
þú munt verða fyrir miklum
vonbrigðum yfir því, að hún
skyldi lenda í slíku.
Rússarnir koma
Kæra Vika!
Þó að ég sé bara tólf ára, þá
langar mig til að biðja þig að
ráða draum fyrir mig. Þú ert
kannski hissa á, að ég svona ung
skuli vera að skrifa um draum,
en ég geri það fyrst og fremst
vegna þess, að vinkonu mína
dreymdi sama drauminn sömu
nóttina. Ég ætla að segja þér frá
þessum draumi okkar, þó að
nokkuð sé liðið, síðan okkur
dreymdi hann:
Mér fannst vera komið stríð á
fslandi, og allir karlmenn lands-
ins yrðu að fara í herinn. Pabbi
minn, sem er stýrimaður hjá
Landhelgisgæzlunni, var að
koma af sjónum og var í ein-
kennisbúningi. Hann þurfti engu
að kvíða, en pabbi vinkonu
minnar, sem er húsgagnasmiður
var í vinnufötum sínum og allir
karlmenn sem voru í vinnuföt-
um áttu að fara í herinn. Mér
fannst hann koma hlaupandi
heim til að skipta um föt. Hann
fór í sparifötin og setti rós í
jakkann. Rétt á eftir komu
Rússar, sem áttu að fylgjast með
mönnunum. En þegar þeir voru
farnir, skipti hann um föt, en
þegar hann hafði rétt nýlokið
við það, komu Rússamir aftur.
Þá hafði hann engan tíma til að
skipta um föt og varð því að
fara í herinn.
Viltu svara mér fljótt.
Bryndís.
Það er mjög athyglisvert, að ykk-
ur skuli hafa dreymt sama
drauminn sömu nóttina. Það
bendir til þess, að sambandið á
milli ykkar sé afar náið. En
ekki boðar draumurinn nein
stórtíðindi. Hann er líklega fyrir
ósamkomulagi milli ykkar og
foreldra ykkar og ekki er ósenni-
legt, að pabbi þinn verði betri
viðureignar í deilunni en hin.
8 VIKAN 16-tbl-