Vikan


Vikan - 16.04.1970, Qupperneq 21

Vikan - 16.04.1970, Qupperneq 21
í nýlega útkomnu skólablaði Kennaraskóla fs- lands, er grein eftir SVEIN GUÐJÓNSSON, orgel- leikara hljómsveitarinnar Roof Tops og nem- anda í K.f. Greinin er forvitnileg á margan hátt, og því fórum við þess á leit við Svein að fá að birta hana - hvað hann góðfúslega leyfði. BÍHLÞANKAR Fyrir nokkru kom ritstjóri þessa málgagns (Örvar-Odds) að máli við mig og var hann næsta miður sín. Kvað hann síðasta afkvæmi sitt lítt hafa fallið í andlega ófrjósaman jarðveg kennaraskólanema, þar eð ekk- ert var ritað eða rætt um vanda- mál það er nú um nokkurt skeið hefur tröllriðið andans burðar- bitum í heimsmenningunni, þ.e. bítlið. Og satt er það. Bítlið er orðið átrúnaður, — ný trú, og spámenn trúarinnar, síðhærðir að dæmi Krists og lærisveina hans, reika nú um gjörvalla heimsbyggðina og breiða út boð- skapinn. Mikið hefur unnizt, því að nú er varla til það ungmenni er ekki fellur rafknúnum hljóm- um til fóta. Æskumenn um heim allan hafa slegið skjaldborg um hina nýju trú og erum vér, af- komendur víkinganna þar engin undantekning. Af þessum ástæð- um taldi ritstjóri Örvar-Odds það skyldt að gera þessum málum einhver skil í blaðinu. Átrúnaður í þessari mynd, á tónlistarmönnum og söngvurum, hófst með Frank Sinatra. Dýrk- unin þá var þó eins og krækiber í helvíti miðað við það sem seinna átti eftir að verða, er ung- ur sveinn sem einnig var banda- rískrar ættar, ruddist skyndilega fram með nýjar og athyglisverð- ar hugmyndir varðandi söng, hljóðfæraslátt og tilburði. Þessi maður var Elvis Veron Presley. Fljótlega kom í ljós að þarna var á ferðinni mesti tónlistarvið- burður aldarinnar. Nú fyrst hófst átrúnaðurinn fyrir alvöru. Elvis skók sig, og lög hans hljómuðu heimshornanna á milli og vörp- uðu ljóma og fyllingu inn í hug- skot unglinganna sem fram að þeim degi er Presley var upp- götvaður hafði verið haldið niðri með tilliti til tilfinninga og skoð- ana. Var almennt talið að Elvis- artrú eða rokktrú myndi haldast eða ríkia fram yfir næstu alda- mót. Þetta fór þó á annan veg. Þótt Elvis hafi vissulega gjör- brevtt dægurlagaheiminum og snúið hugum og aðdáun æsku- fólks frá íþróttamönnum til dægurlagastjarna var hann þó ekki, eins og margir héldu fyrst, Messías sjálfur, heldur lagði hann grundvöllinn að komu „meistaranna" líkt og Jóhannes skírari forðum. Á öndverðu ári 1963 gerðist svo undrið. Fjórir piltar frá Liv- erpool sem kölluðu sig The Beat- les, komu fram á sjónarsviðið og hafa nú á örfáum árum gjör- breytt útliti, viðhorfum og hugs- anagangi ungmenna hvar sem er á jarðkringlunni. Að fordæmi Krists komu bítl- arnir sér fljótlega upp hópi læri- sveina sem sitja við fótskör meistaranna, hlýða á orð þeirra og útbreiða. Nú eru þessir læri- sveinar dreifðir um víða veröld og túlka boðskapinn hver með sínu nefi. Að sjálfsögðu hafa hér, eins og í öllum trúarbrögðum sprottið upp hin ýmsu afbrigði. Verður hér lítillega minnzt þeirra og nefndir nokkrir þeirra spámanna sem þykja hvað merkastir í dag. Bítilmennin, en svo nefnast spámenn þessa nýja átrúnaðar, hafa haft þann háttinn á að hópa sig saman nokkrir í senn og mynda þannig heildir sem nefndar eru hljómsveitir eða „grúppur“ á fagmálinu. Þannig er talið að markmiðinu verði bezt náð. Almennt er álitið að næst sjálfum meisturunum að frægð séu piltar þeir er kalla sig The Rolling Stones (Hinir velt- andi steinar, lauslega snarað á islenzku). Þeir fluttu tónlist nokkuð frábrugðna þeirri er Bítlarnir fluttu, þótt byggt væri á sama grunni, þ.e. rokkinu. Tónlist þessi hefur verið nefnd á íslenzku „taktur og tregi“ („rythm and blues“ á frummál- inu). Steinarnir komu fram um svipað leyti og Bítlarnir og náðu fliótlega slíkum vinsældum að um tíma leit út fyrir að þeir kæmust framar sjálfum meistur- unum. Svo varð þó ekki. Eftir þetta fór heldur betur að komast skriður á málið. Fjöldinn allur af hinum minni háttar spámönn- um skutust upp hér og þar, en þó aðallega í landi Engilsaxa. Má hér nefna hljómsveitirnar Deiv Klark Fimm, Hinar blaktandi bláu verkamannabuxur (The Swinging blue Jeans) Einsetu- menn Hermanns (Herman‘s Her- mits) svo að eitthvað sé nefnt. Átrúnaðurinn breiddist fljótt yf- ir heimsbyggðina, og fórum við Framhald á bls. 37. Þættinum hefur borizt tölu- vert magn af bréfum, en enn sem komið er er ekki ástæða til að birta nema tvö þeirra, þar sem þau eru einu er borist hafa með fullu nafni og heimilisfangi. Þessi regla verður haldin í fram- tiðinni: Engin bréf verða birt nema fullt nafn og heimilisfang sendanda fylgi. Hin fara beint í ruslakörfuna. Framvegis verður þetta hólf hér í þættinum þeg- ar efni og ástæður leyfa og við lofum að gera okkar bezta í að svara öllu um popp — svo fram- arlega það er popp í hinum sið- mcnntaða heimi. Utanáskriftin er: HEYRA MÁ.... VIKAN, BOX 533 REYKJAVÍK. Kæri þáttur: Við erum hérna fjórar stelpur, sem langar til að biðja þig um að birta fyrir okkur, ef hægt er, heimilisföng þeirra Jónasar Jónssonar í Náttúru, Gunnars Jökuls í Trúbrot og Arnars Sig- urbjörnssonar í Ævintýlri. Svo langar okkur líka til að vita hvað þeir eru gamlir og hvort þeir eru giftir eða trúlofaðir. Með kærri kveðju, HGSV, Hrísey. Jónas á heima á Laugarnesvegi 72, Gunnar Jökull býr í Álfheim- um 30 og Arnar í Skeiðarvogi 141. Kæri þáttur: Hvenær kemur platan með hljómsveitinni POPS? Verður það ekki bráðlega? Sævar Sverrisson, Grænuhlíð 9, Reykjavík. Því miður hefur ekkert verið ákveðið um útkomu þessarar hljómplötu, en við vitum þó að nokkrir aðilar vinna af fullu kappi að því að sú plata verði að raunveruleika — og þá jafnvel með vorinu. 16. tbi. VIICAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.