Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 24
Urriða er bezt að nota í þennan rétt, en einnig má nota aðrar fisk- tegundir. Fiskurinn nuddaður með salti og sítrónusafa að utan og innan. Dýfið honum í hveiti, þá í samanþeytt egg og þá að lokum í saxaðar möndlur eða hnetur. Látið fiskinn bíða þannig aðeins um stund áður en hann er steiktur við vaegan hita. Berið fram með sítrónubátum og agúrkusalati, sem sett er í útholaða tómata. Berið fram með brúnuðu smjörinu. FISKUR MEÐ ÁVÖXT- UM OG MÖNDLUM Ristið möndlurnar. Steikið fiskinn og haldið honum heitum. Steikið á pönnunni bananasneiðar, rauða pap- rikuhringi og appelsínusneiðar, sem skipt er í fernt (hýðið á að vera á, það gefur sérstakt bragð). Hellið smjörinu og ávöxtunum yfir og og berið strax fram, ásamt hrísgrjón- berið strax fram, ásamt hrísgrjón- um eða soðnum kartöflum. UMSJÓN: DRÖFN H. FARESTVEIT, HÚSMÆÐRAKENNARI MÖNDLUSTEIKTUR FISKUR HEITT KRABBASALAT Þetta er amerískur forréttur og er skemmtilegur til að bera á undan t.d. köldum kjötrétti. 1 stór laukur 1 græn paprika 1 hvítlauksbátur 1 msk. söxuð steinselja 2—3 msk. smjör 2 msk. brauðmylsna 1 egg 2 harðsoðin egg 1—2 tsk. edik 1 tsk. worcestersósa timian tabasco (mjög sterk kryddsósa, sem má sleppa. Notið pipar ef hún er ekki fyrir hendi) salt 1 dós krabbi. Saxið lauk, papriku, hvítlauk og steinselju og steikið í smjöri án þess að það brúnist. Setjið lok á og látið krauma við vægan hita í 5—8 mín- útur. Tekið af hitanum og brauð mylsnu, harðsoðnum söxuðum eggj- um og samanþeyttu egginu bætt í og kryddið eftir eigin smekk og er krabbanum blandað seinast í. Sett í eldföst mót (1 skammtur handa hverjum) og látið standa í ofninum þar til allt er orðið vel heitt. RAUÐSPRETTUFLÖK MEÐ SVEPPASÖSU 8—10 lítil flök (þ.e. klofin að endi- löngu 25 gr smjör 25 gr hveiti sveppasoð, hvítvín, sítrónusafi rjómi (allt ca. 3V2 dl) 250 gr sveppir (meira ef vill) salt, pipar rasp smjörbitar. Fiskflökunum rúllað upp og þeim fest með tannstönglum. Utbúið sósu úr sveppasoðinu, hvítvíninu, og rjómanum. Sveppirnir settir útí og hellt yfir flökin. Raspi stráð yfir og smjörbitum dreift yfir. Bakið réttinn í ofni við ca. 200° í 20—25 mínútur. Gott er að bera volgt brauð með þessum rétti og þá gott að nota heitan ofninn til þess að velgja það. 24 VIKAN 16-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.