Vikan


Vikan - 16.04.1970, Síða 27

Vikan - 16.04.1970, Síða 27
Frestur til að skila myndum í Ljósmyndakeppni Vikunnar rann út 12. marz síðastliðinn. Þátttaka varð miklu betri en við höfðum þorað að vona og bárust alls 320 myndir. Dómnefnd hefur nú lokið störfum og eru úrslitin birt á þessum síðum. Fyrstu verðlaunin, sem eru 5000 krónur í peningum, hlaut ung stúlka, Jóhanna Ólafsdóttir. Önnur verðlaun, 3000 króna úttekt á Agfa-ljósmyndavörum hjá Týli hf., hlaut Björn Björnsson, leikmyndateiknari og þriðju verðlaun, 2000 króna úttekt á ljósmynda- vörum hjá Týli, Leó Jóhannsson. Verðlaunamyndirnar þrjár birtum við á þessari opnu, en á næstu opnu birtum við sjö myndir til viðbótar, sem hlutu viðurkenningu dómnefndar. í dómnefndinni áttu sæti: Óli Páll Kristjánsson, ljósmyndari, Rúnar Gunnarsson, ljósmyndari, Otti Petersen, frá Félagi áhugaljósmyndara og Sigurgeir Sigurjónsson, ljósmyndari Vikunnar. — VIKAN þakkar öllum þeim mörgu, sem tóku þátt í þessari keppni og óskar sigurvegurunum til hamingju. Önnur verðlaun hlaut Björn Björns- son fyrir þessa mynd. Nafn hans er mörgum kunnugt. Hann var í Savann- ahtríóinu fræga hér um árið, en gerð- ist síðan leikmyndasmiður sjónvarps- ins, strax og það tók til starfa. Um langt skeið var hann eini leikmynda- smiður stofnunarinnar og gat sér gott orð fyrir leikmyndir sínar. Hann er nú við nám í leikmyndagerð í Kaup- mannahöfn, en fer væntanlega aftur að vinna hjá sjónvarpinu að því loknu. Björn hefur lengi tekið myndir í tóm- stundum sínum og hafa myndir eftir hann nokkrum sinnum birzt hér í Vik- unni. Leó Jóhannsson sem hlaut 3. verðlaun er frá ísafirði og stundar nám í ljós- myndun hjá Stúdíói Guðmundar í eitt ár. Hann hefur haft áhuga á ljósmyndun í þrjú ár og finnst gaman að mynda allt og alla. Eftirlætisljós- myndarar hans eru Cartiér Bresson og Yousuf Karsh. Verðlaunamynd sína tók Leó á Pentax Sla, 105 mm. linsu, filma HP 4, ljósop 5.6 og framkallari ID—11, pappír Agfa Brovira 112. Leó lýkur prófi í ljósmyndun eftir þrjú ár, en hefur hug á að afla sér frekari menntunar erlendis að því loknu. i6. tw. viIvAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.