Vikan - 16.04.1970, Síða 31
TlLF MIILJÖNIR MARKA FYRIR HAL8
Ennþá einu sinni hefir veriS greidd
gífurleg upphæS fyrir málverk
1 tuttugu ár hefur Franz-Joseph II.
þurft að ganga á málverkasafn sitt til
að afla peninga, því að hann hefur eng-
ar tekjur. — Nú síðast fékk hann tólf
milljónir marka fyrir málverk eftir
Franz Hals. Þetta málverk málaði Hals
fyrir 350 árum, í heimaborg sinni Haar-
lem, af kaupmanninum Willem van
Heythuyzen, í líkamsstærð.
Það hafa löngum risið deilur um
hinn aldna Willem, ekki sízt þegar
Liecthenstein, furstinn af Vaduz, samdi
um kaup á málverkinu við fríríkið
Bayern, án þess að fá leyfi þegna sinna.
Síðan var komið á fót safni í kringum
þetta málverk, og var það nokkuð dýrt
fyrir hina fámennu Liechtenstein-búa.
. .Nú hangir málverkið í Alter Pinakot-
hek í MUnchen. Dr. Erich Steingraber,
formaður ríkislistasafnsins í Bayern, er
hamingjusamur. En prófessor Arnold
Bode, frá listaháskólanum í Kassel er á
öðru máli: Ég álít að fyrir þetta fé
hefði verið hægt að byggja 80 hús og
veita 120 listamönnum 100.000 marka
styrk hverjum.
Listamennirnir segja: — Seljið mál-
verkið með fjögurra milljón marka
ágóða, Paul Getty vill kaupa það. Þá er
hægt að setja á stofn „Franz Halls
skóla.“
En þessu málverki verður nú samt
Franz-Joseph II. fursti
af Lichtenstein seldi
málverkiS, en Paul
Getty viU kaupa þaS.
Dr. Eric Steingrábcr (til
hægrl) fékk málverkiS
fyrir listasafniS í Miinc-
hen.
ekki ráðstafað í bili. Það hangir þarna
í Munchen sem trygging fyrir þessum
tólf milljón mörkum, sem Bayerischen
Hypotheken-und Wechelbank snaraði
út, því að árleg kaupgeta málverkasafns
ríkisjns er ekki nema 650.000 mörk, og
það var svo langt frá að duga til þess
að kaupa málverkið af hollenzka kaup-
manninum.
☆
16 tw VIKAN 31