Vikan - 16.04.1970, Page 33
4 hluti
Þegar hún kom til herbergis síns, lagði hún sig í rúmið án þess að fara
úr fötunum og var svo þreytt, að hún sofnaði þegar í stað.
Skyndilega hrökk hún upp úr svefninum. Píanóið! Peggy hafði sagt satt
um hl|óðburðinn eftir hitaleiðslunum. Það hlaut að vera Jim, sem spilaði
svona tryllt. Hún reis fram úr rekkjunni og gekk hægt niður í músikher-
bergið. Hún ætlaði sér ekki að standa á hleri, en allt í einu heyrði hún
rödd Peggyar.
„. . . . og Mary var bjálfi að láta sér yfirsjást það, Jim. Ég vildi óska
ég hefði verið í hennar sporum."
,,Ef þú heldur, að ég hafi kálað systur minni, því vildurðu hafa verið t
hennar sporum?"
,,Þú veizt vel, við hvað ég á, piltur minn," svaraði Peggy ásakandi. ,,Ég
veit vel, að ég er fjórum árum eldri en þú, — og kannske dálítið Itfsreynd-
ari. Og mörgum karlmönnum lízt anzi vel á mig. Æ, Jim, okkur gæti komið
vel saman. Ég inundi aldrei koma eins illa fram við þig og systir mín.
Aldrei."
„Nei, það mundirðu aldrei gera," svaraði Jim.
Lori þótti sem hún hefði næga afsökun gegn þvf að standa á hleri, væri
Peggy að sækjast eftir Jim.
„Gott," hélt Peggy áfram. „Ég geng út frá, að þú sért skotin ! ungfrú
milljón. En þú nærð aldrei í hana, drengur minn. Heldurðu, að ég hafi
lagt á mig að þola gömlu skrukkuna hana Aline bara til að rétta þig svo
í hendurnar á þessari skólastelpu? Ég er kona fyrir þig, Jim, og það
verðurðu að athuga í tíma. Gleymdu ekki, að ég get hvenær sem er komið
fyrir rétt og sagt frá, hvernig dauðdaga systir mtn fékk."
„Það hefurðu ekki hugmynd um," svaraði Jim. „Þú varst tfu mílur í
burtu, þegar það gerðist."
„Hún hafði sagt mér, að ýms óhöpp hefðu komið fyrir sig og að þú
hafir liðið Frank gamla að elta sig án þess að grípa inn í. Og við vitum,
að Mary var kattliðug og afbragðsdansari, svo það var mjög tortryggilegt,
að hún skyldi hafa dottið yfir handriðið á svölunum. Nei, þú slærð ekki ryki
í augun á mér! Þótt þú vitir það kannske ekki enn, þá elska ég þig og
vil hafa þig. Fái ég þig ekki, skal heldur engin önnur fá þig!"
„Kallaðu ekki svona upp, — Lori gæti heyrt til þín."
„Mér er alveg sama. Lofum henni bara að komast að, hvernig í öllu
liggur hérna. Þá yrði hún sjálfsagt ekki lengi að rjúka burt fyrir fullt og
allt. Og vertu ekki með neinar grillur í sambandi við hana, Jim. Og gefi
hún þér eitthvað undir fótinn, skal ég sannarlega láta hana finna til te-
vatnsins!"
„Ef þú blakar við henni, skal ég murka úr þér lífið," þrumaði Jim.
„Æ, Jim, við skulum ekki vera að rífast þetta. Okkur ætti einmitt að
koma svo vel saman. Mary var ekki nógu góð kona fyrir þig, og ég lasta
þig ekki fyrir að hrinda henni yfir handriðið."
„Ég myrti ekki konuna mína."
„Ágætt. Ágætt. En nú er bezt að ég komi mér héðan, því Frank gamli
fer oft í eftirlitsferðir á nóttunni og sjái hann mig með þér, segir hann
Aline það, og þá rekur hún mig á dyr. Gefðu mér bara einn Iftinn koss,
Jim, svo við getum sofið róleg."
„Peggy, ég fæ ekki séð . . . ."
„Bara einn koss .... Svona nú."
„Jæja þá."
Lori fannst allt hringsnúast fyrir augunum á sér, en hún mátti til að
kíkja inn í herbergið. Hún sá, að , Peggy hafði lagt báða handleggina
aftur fyrir hnakkann á honum og hallaði sér aftur á bak. En hvað hún
gat hatað hann fyrir þetta, enda þótt hann stæði kyrr án þess að leggja
handleggina utan um Peggy.
Lori læddist óðara burt og gekk hálfsnökktandi upp stigann, og inn f
herbergið sitt. En þegar hún ætlaði að loka hurðinni á eftir sér fann hún
að eitthvað var óeðlilegt við hjarirnar, og hún vissi ekki fyrri til en hurðin
datt yfir hana. Hún skall niður í gólfið og gat ekki haldið niðri í sér
grátnum vegna þess arna og þess sem hún hafði orðið vitni að á hæðinni
fyrir neðan.
7. KAFLI
Hún gat alls ekki skilið, hvað komið hafði fyrir. Þegar hún reis upp,
fann hún til sárs höfuðverkjar. Hún leit á hurðarlamirnar og sá, að
boltana vantaði. Hún aðgætti lamirnar betur og sá, að ryk var á þeim,
svo boltana hlaut að hafa vantað í langan tíma.
Hún reyndi að reisa hurðina aftur upp f dyrnar og henni tókst það, en
vegna þreytu tókst henni ekki að koma lömunum á sinn stað. Peggy
hlaut að taka eftir þessu, þegar hún kæmi um morguninn til að taka til,
og þvf hlaut hún að segja henni, hvað gerzt hafði. En nú lá ekki annað
fyrir en að koma sér f rúmið.
Hún kom sér vel fyrir undir ábreiðunni, og á hana sóttu hugsanir um,
hvað tæki við næst. Peggy hafði sagt henni, að það hafði verið Aline
sem ákvað, að Lori skyldi búa í þessu herbergi, hinu svonefnda „Rauða
herbergi". Skyldi Aline hafa vitað um ísöguðu þrepin? Og kannske hurð-
ina líka?
Einhver þarna á eigninni vildi hana feiga eða að minnsta kosti, að hún
hefði sig á brott. En hver? Máske var Jim ekki heils hugar, þegar hann
þóttist tjá henni tilfinningar sínar. Og hafði Peggy ekki sagt fyrir minna
en klukkustund, að hún skyldi sjá til þess, að Lori fengi aldrei að njóta
Jims, — þessi sama Peggy og hafði verið svo vingjarnleg? Hún var
greinilega einungis þarna á staðnum til að geta notið návistar Jims, og
hún hafði ógnað honum með orðum sínum.
Já, hún varð að gæta sín betur og beita meiri klókindum. Enda þótt hún
væri ekki í vafa um tilfinningar sínar gagnvart Jim, varð hún að hafa opin
augu fyrir því, að hann var henni alveg ókunnur maður.
Framhald á bls. 44
i6. tbi. vikan 33