Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 39
56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill).
Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ OÐINSTORG - SlMI 10322
hvað svipað því sem lýst er í
heimsendaþönkum Thurbers:
Músík-, bóka- og myndalaus
manneskjan sat með kindarhaus
gleði-, dáða- og gimdalaus.
Glötunin virtist þindarlaus.
Vonandi berum við gæfu til
að hindra slík og þvílík ósköp.
Vonandi berum við gæfu til að
halda hjá okkur úrvalslista
mönnum á borð við Róbert Am-
finnsson, í stað þess að flæma
þá úr landi með fávitalegu van-
þakklæti oog afskiptaleysi um
kjör þeirra og aðbúnað.
dþ.
Tangó
Framhald af bls. 17.
Hann tilkynnti að sjóður-
inn hefði nú fest kaup á stóru
íbúðarhúsi í miðri Kaup-
mannahöfn. 1 því húsi eru 25
íbúðir, sem framvegis eiga
að vera til reiðu handa efni-
legum tónlistarmönnum, og
létta þannig undir nám
þeirra.
Tangoinn var sem sé bú-
inn að kaupa stórt hús. En
lögfræðingurinn sagði að
þetta væri aðeins upphaf,
ætlunin væri að vera búin að
afla að minnsta kosti fimm
milljóna, þegar stefrétturinn
rennur út eftir 45 ár. Stef-
réttur fellur úr gildi 50 árum
eftir lát höfundar.
Lögfræðingurinn rakti svo
sögu sjóðsins:
— Lagið varð raunar vin-
sælast í síðari heimstyrjöld-
inni. Eftir stríðið gat Gade
farið til Bandaríkjanna með
konu sinni, og þar fékk hann
rúmlega milljón danskra
króna, sem hann átti inni-
frosið í höfundarrétt. Nú
mætti ætla að áhuginn á
þessu lagi væri farinn að
dofna, en svo er ekki. „Tango
Jalousie“ er nú spilað oftar
en nokkru sinni. Meira að
segja Bítlarnir geta ekki stát-
að af svona miklum vinsæld-
um frá öllum heimshomum.
Til dæmis koma stórar fúlg-
ur árlega frá Japan.
Ljóð afbrýðiseminnar
heldur áfram á sigurgöngu
sinni, og ekkert bendir til að
frægð þess rýrni, og það eru
miklar líkur til að sjóðs-
stjórninni verði að óskum
sínum; að geta úthlutað
hálfri milljón í styrki árlega
og eiga fimm milljónir í
banka.... *
Mynd af manni
Framhald af bls. 15.
sjálfur ekki trúaður á það.
Ef nokkum mann hefur
nokkru sinni skort hæfileika
til að halda reikning, þá var
það hann. Þessi upphefð hans
var ekki annað en fyrirtæk-
isstjórnmál. Ég hefði gaman
að vita, hvort það væri þann-
ig alls staðar.
— Borðaðu nú alla skink-
una og eggin, Harold, sagði
móðir mín.
Paula hló illgimislega. —
Hann er þegar orðinn eins
og smjörkúla, sagði ég.
— Höfum við — hefur
deildin — nokkuð áþreifan-
legt til að styðjast við? spurði
0‘Brien. — Ég á við spor eða
eitthvað í þá átt? Nokkuð
dálítið meira en ágizkanir?
Walters yfirlögregluþjónn
varð dálítið ergilegur. — Nei
fyrir utan „ágizkanir" höfum
við ekkert.
— Enginn fingraför?
Walters hló. — Haldið þér
virkilega, að maðurinn léki
stöðugt lausum hala, ef við
hefðum fingraför hans?
— Ég átti aðeins við, að
það fyndust ef til vill fingra-
för, en að við hefðum þau
ekki i safni okkar. Ekki einu
sinni í Washington.
— Nei! Það eru engin
fingraför. Við rannsökuðum
hvert einasta sprengjubrot,
sem við gátum fundið. Og
afgangurinn af umbúða-
pappirnum og seglgaminu
veittu okkur engar upplýs-
ingar.
0‘Brien gekk á lagið. —
Var Tysonmálið ekki upplýst
með fingrafömm?
Walters kinkaði kolli. —
Jú! En í þvi tilfelli náðum
við í heila sprengju — sem
hafði ekki sprungið. Við
fundum för eftir þumalfing-
ur og vísifingur á vasaljós-
rafhlöðunni.
Hugur yfirlögregluþjóns-
ins hvarflaði antartak aftur
i«. tbi. vnCAN 39