Vikan


Vikan - 16.04.1970, Side 41

Vikan - 16.04.1970, Side 41
nokkrar plötur og grammófón, og fór svo að herma eftir. — En svo fórstu í Tóna, ekki satt? — Jú. Geislar spiluðu hjá Tónum í pásu, og það var strax eftir fyrsta skiptið að mér. var boðin staða í hljómsveitinni. Auðvitað þáði ég það, og var svo með þeim í tæp 3 ár. Upp úr því kom hálfgert los á hljómsveitina — allir þessir upprunalegu Tónar voru hættir, og við, sem eftir vorum, ekkert sérlega hrifnir af því sem við vorum að gera. Því var það að ég og Sigurður Árnason (sem nú er bassaleikari Náttúru), er var bassaleikari í Tónum þá, ákváð- um að fara til Englands og reyna að kynnast einhverju nýju þar, en þá var Bítilæðið í hámarki. Þetta gerðum við og komum heim í köflóttum fötum; örkuð- um um allan bæ í þessu, með hárið niður á herðar, svo hver kvenmaður gæti verið stoltur af — jafnvel kellingin sem er bú- in að safna hári síðan hún var 11 ára. Eitthvað spiluðum við eftir þetta, en fljótlega fórum við aftur út, og þá í skóla; til vonar og vara tók ég þó trommusettið mitt með mér. Við vorum í London, og þá var Carnaby- Street alveg nýtt af nálinni; ekki orðið það Mekka sem það varð síðar. Auðvitað vöktum við at- hygli, bæði fyrir okkar furðu- lega klæðnað og svo fyrir þetta óskiljanlega hrognamál sem við töluðum okkar á milli. Því kom að því að við urðum góðir kunn- ingjar afgreiðslufólksins þarna, og það fór að segja okkur hvert við ættum að fara til að hitta poppfólkið. Nú, til að gera langt mál stutt, þá fórum við að stunda þarna klúbb einn, ekki langt frá hin- um margfræga Marquee, og þar var það sem ég kynntist strák- unum úr hljómsveitinni SYN. Þeir sögðu mér að strax og við hefðum farið að koma á þennan stað hefðu þeir séð á mér að ég væri músikant. Þeir voru trommuleikaralausir þá, og spurðu hvort ég vildi ekki reyna hæfni mína með þeim. Vitaskuld greip ég gullið tækifæri, og var ráðinn. — Nú er SYN orðin hljóm- sveitin YES, og gerir það gott í Englandi; hverjir félaga þinna úr Syn eru nú í Yes? — Það er ekki hægt að segja að þetta sé sama hljómsveitin — það er að Syn sé orðin Yes, en það er aftur rétt, að tveir aðal- máttarstólparnir úr Syn, bassa- leikarinn Chris Squire og gítar- leikarinn Pete Brockbanks, eru í Yes. — Á nýútkominni LP-plötu YES er lagið „Every little thing“ eftir þá Lennon og McCartney — mér hefur fundizt að þetta sé sama útsetningin og þið í Flow- ers voruð með hér í fyrravor áð- TAKIÐ UPP HINA NÝJU AÐFERÐ OG LATIÐ PRENTA ALLS KONAR AÐGÖNGUMIÐA, TIL- KYNNINGAR, KONTROLNÚMER, KVITTANIR O.FL. Á RÚLLUPAPPÍR. HÖFUM FYRIRLIGGJ- ANDI OG ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIR- VARA YMIS KONAR AFGREIÐSLUBOX. * LEITIÐ UPPLYSINGA HAR H ÖHII BflHS Bifl? Þa8 er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Slðast er dregið var hlaut verðlaunin: Guðrún Ögmundsdóttir, Bræðraborgarstíg 1, Rvík. Vlnnlnganna m& vltja 1 skrifstofu Vikunnar. Nafn Heimlll örkln er & bls. 16. 16. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.