Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 44
Rauða herbergið
Framhald af bls. 33.
Morguninn eftir reyndi hún að koma hurðinni aftur á hjarirnar og loks
tókst henni það. Niður í hjarirnar, sem voru í miðjunni, stakk hún kúlu-
pennanum sínum í stað bolta og það virtist ætla að duga. Þá fannst henni
hálfur sigur unninn.
Meðan hún gekk niður stigann hugsaði hún um þennan langa dag, sem
framundan var. Kannske gæti hún fengið Jim til að tala eitthvað um sjálfan
sig. Og ekki mátti hún gleyma, að það var hún, sem átti þessa húseign
og gat gert, hvað sem henni sýndist með hana, enda þótt hún ætlaði sér
að fresta öllum aðgerðum um sinn. En þessi möguleiki var í hendi hennar.
Morgunmáltíðin var á enda, og þá brá hún sér fram í eldhús til Aline..
„Góðan dag, Aline frænka," sagði Lori. „Ég svaf alveg ágætlega. Loftið
er heilnæmt hér og kyrrðin róandi. Hvernig líður þér sjálfri?
„Prýðilega. Þú vilt sjálfsagt fá eitthvað að borða?"
„Bara dálítið ristað brauð og kaffi, ef það verður ekki of mikil fyrirhöfn."
„Ég skal sjá um þetta."
„Á ég að bíða í borðstofunni?"
Aline leit upp. „Þú getur beðið hér, þá getum við talað saman."
Lori létti. Það leit út fyrir, að Jim hefði haft rétt fyrir sér. Hún þurfti
bara að sýna þolinmæði, þá lagaðist allt smátt og smátt.
„Hvar er Jim?" spurði Lori.
„Hann er eitthvað að stússa í gamla bílnum sínum. Hann er árrisull,
svo hann borðaði með okkur. Heyrðirðu hann spila í gærkvöld?"
„Já, það barst gegnum vatnsrörin," svaraði Lori hlæjandi. „Ég vildi ekki
fara niður og trufla hann. Er það góðs viti, heldurðu? Mér þykir hann
spila vel, og hann ætti að gera það oftar."
„Hann gerir það, sem honum sýnist. En ég held, að hann sé að komast
niður á jörðina aftur."
„Honum þykir vænt um þennan stað, er það ekki?"
Hún svaraði ekki en stakk tveim brauðsneiðum inn í heitan ofninn.
„Þú þarft rafmagnseldavél, Aline. Má ég kaupa hana handa þér?"
„Ég elda ekki nógu mikinn mat til þess."
„Heggur Frank brenni fyrir þig, Aline?"
Nú hló Aline í fyrsta sinn. „Þú hugsar talsvert um hann, er það ekki?
Ég eyði peningunum þínum á hann, og þér finnst auðvitað að eitthvað
verði hann að gera í staðinn?'
„Nei, ekki hef ég verið að hugsa um það."
„Hann er ekki heilsugóður," sagði Aline. „Hann var veikur fyrir mörg-
um árum, og getur ekkert unnið sem heitir getur framar, því hann man
aldrei, hvað hann er að gera eða á að gera. En áður en hann veiktist gerði
hann þessu húsi margt til góða. Þess vegna fær hann að vera hér, og við
veitum honum alla aðhlynningu. Honum er vel við Jim."
„Jim er víst vei liðinn af öllum," sagði Lori. „Ég er að minnsta kosti
feginn, að hann skuli vera hér."
„Það er Peggy líka," sagði Aline áherzlulaust. „Hvernig gaztu fengið
Jim tii að leika á píanóið?"
„Ég bað hann bara um það."
„Biddu hann ekki oftar um það. Hann hefur ekki gott af því. Það
vekur upp of margar minningar. Þú ert ókunn hér og þekkir Jim ekkert."
„Já, en ég vil gjarnan kynnast honum," var Lori búin að segja áður en
hún vissi af.
Aline svaraði þessu ekki en einbeitti sér að matartilbúningnum. „Viltu
jarðarberjamauk eða sólber?? Ég hef sjálf útbúið það."
„Sama hvort er, berjarðu mikið?"
„Já, það styttir stundirnar, og svo sparar það peninga. Lízt þér vel á
Jim?"
Þessi hvatskeytilega spurning kom flatt upp á Lori. „Ég. . . . ég kann
vel við hann . . . ." tókst henni að stama. „En ég hef svo lítið kynnzt
honum. Og svo er hann líka frændi minn."
„Þú ert ekki dóttir James," lét Aline út úr sér. „Það er bara ættarnafnið,
sem þið Jim eigið sameiginlegt. Blóðið er ekkert skylt."
„Ég var mjög ung, þegar hann tók mig til sín," svaraði Lori afsakandi.
„Hugsaðu heldur um hann sem frænda þinn, Lori. Hann passar ekki
fyrir þitt líf. Örlög hans eru ákveðin."
„Hvernig átt þú að vita, hvað fyrir Jim liggur?"
„Ég þekki hann eins og hann væri minn eigin sonur. Hvað er það
eiginlega, sem þú ætlast til af okkur, Lori?"
„Ekkert, Aline frænka. Úr því þú veizt, að ég er aðeins stjúpdóttir
bróður þíns, veiztu sjálfsagt líka, að mamma er dáin. Ég þekki stjúpföður
minn lítið og grunaði ekkert um auðæfí hans eða þetta hús fyrr en það
kom fram í erfðaskránni. Ég vil bara vera hér dálítinn tíma. Ég hef ekkert
sérstakt í huga með þetta hús."
„Rafmagnseldavél, ný húsgögn og fleira. Kallarðu það ekkert?"
„Það er bara óskin um að gera húsið sem líkast því, sem það avr einu
sinni, — og að gera hlutina auðveldari fyrir þig."
Lori fannst, að samtalið hefði færst inn á óskemmtilegar brautir, svo hún
44 VIKAN 16-tbl-
brosti og mælti: „Það er bezt að fara og athuga hvað Jim liður. Takk
fyrir kaffið."
Aline kinkaði kolli og svaraði: „Biddu þá Peggy að koma hingað."
„Er hún úti hjá Jim?"
Aline svaraði ekki, heldur horfði á Lori, eins og hún væri ekki með
öllum mjalla.
Lori gekk upp til að sækja sér kápu, og er hún gekk gegnum stórar
dyrnar gat hún ekki opnað skrána. En svo fann hún eitthvað ( töskunni
sinni, sem hún gat spennt hurðina frá með.
Hún heyrði barsmíð með járni frá hlöðunni, og þangað gekk hún. Dyrn-
ar stóðu opnar og þarna inni var gamli leigubíllinn. Hún sá bakið á Jim
en ekki Peggy.
„Góðan daginn, bifvélavirki!" kallaði hún til hans. „Þú færð skrjóðinn
aldrei ( lag."
„Ég sendi boð eftir Wilbur og Orville ( morgun."
„Hvað er að bílnum?"
„Ellil En þú ert ekkert ellileg."
„Takk, ég hef sofið vel."
Allt í einu varð hann áhyggjufullur og gekk til hennar. „Hvaðan hef-
urðu þessa kúlu á enninu?"
„Ég álpaðist á dyrakarm. Er Peggy farin inn? Aline frænka vildi tala
við hana."
„Peggy hefur ekki komið hingað út. Jæja, en ég verð að fara til bæj-
arins eftir dálitlu."
„Kemurðu fijótlega aftur?"
„Já, þetta verður ekki lengi. Frænka fer aldrei til bæjarins, svo ég
verð að sjá um innkaupin."
Lori dró andann djúpt. „Jim, ég meinti ekkert með þv( að biðja þig að
spila Fantasi Impromptu í gær. Það blað var bara efst."
„Gleymdu þessu eins og ég."
„Það get ég ekki, og mér leiðist þetta svo af því ég vil hjálpa þér."
„Það er ekki umtalsvert, að ég skuli ekki þola Chopin."
8. KAFLI
Bæði það, að Jim vildi ekki opna hug sinn fyrir Lori og hitt að Aline
hafði bersýnilega skrökvað því, að Peggy væri úti í hlöðu hjá Jim, gerði
Lori enn meir utanveltu. Þess vegna sagði hún nú við Jim: „Meðan þú
ferð í innkaupatúrinn, ætla ég að tala við Joel Carthy lögfræðing. Ég skal
borga það, sem þi? ætlar að kaupa, og ef þér finnst að eitthvað þurfi að
kaupa til hússins, skal ég borga fyrir það."
„Það er allt í lagi, hvað mig snertir," svaraði Jim.
Meðan þau óku af stað benti Jim henni á hina ýmsu staði, sem þau
óku fram hjá. Er þau námu staðar fyrir framan skrifstofu lögfræðingsins
sagði Jim: „Ef Joel, er ekki við, geturðu náð í mig hjá bóksalanum."
Joel var við og sagði við Lori: „Það stendur mjög vel á hjá mér núna.
Á ég að biðja ungfrú Copley að hita handa okkur kaffi?"
„Já takk, ef það er ekki of mikil fyrirhöfn."
„Hafið þér ákveðið nokkuð varðandi eignina?"
Lori hristi höfuðið. „Nei, ég veit ekki, hvað gera skal. Þess vegna kem
ég eimitt hingað."
„Viljið þér spyrja um eitthvað sérstakt?"
„Já, heilmargt. Þér vitið, að ég var bara stjúpdóttir James Kensingtons?"
„Jú, það kemur ( Ijós ( erfðaskránni hans."
„Eitt vil ég fyrst og fremst spyrja um: Vitið þér til, að aðrir búi í húsinu
en þau Aline, Jim, Frank og Peggy Seldon?"
„Ekki svo ég viti. Haldið þér, að þeir séu fleiri?"
„Ég hef ekki nærri því skoðað allt húsið, svo mín vegna gætu búið þar
tugur manns, sem ég vissi ekkert um. Svo vildi ég fá að vita, hversu mikill
óþokki Leland frændi var. Seldi hann virkilega allt verðmætt, sem hann
gat?"
„Lagalega séð gerði hann lítið af sér, en hann gabbaði pabba yðar til að
taka út hluta af sjóðnum. Það er rétt, að hann seldi flest málverkin og
húsgögnin, en einhver hluti af því er v(st geymdur ( einni álmunni. Hafið
þér ekkert litið eftir þessu?"
„Ekki enn," viðurkenndi Lori. „Frank gamli Adler er vfst ekki með
öllum mjalla, og það sem ég hef lært í sálarfræði segir mér, að hann sé
ekki alveg óskaðlegur. Getið þér ekki frætt mig eitthvað um hann?"
Hún sá á Joel, að honum var þvert um geð að svara þeirri spurningu.
Hann ók sér í stólnum og kíkti út um gluggann og svaraði loks:
„Hann var um það bil tvítugur, þegar hann kom til að vinna hjá föður-
afa yðar, Durham Kensington. Pabbi hefur sagt mér, að hann hafi verið
mjög frír af sér og kvensamur. Og einkum leit hann hýru auga til Aline
og hún til hans. Og þess vegna gerði Durham hana arflausa. Hann var
smeykur um, að þau ættu eftir að giftast og að Frank sólundaði þá pen-
ingunum hennr. Leland Kensington var gerður arflaus, þv( hann tók ekki
þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. En Frank fór ( stríðið, en þegar hann kom
aftur frá Frakklandi, þjáðist hann af sprengjulosti. Að minnsta kosti var
hann gerbreyttur.