Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 50

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 50
Hún er nú begum .... Framhald af bls. 44. mannlega. Það var mjög gestkvæmt á heimili þeirra hjóna og þangað komu standpersónur af ýmsu þjóð- erni. Sarah minnist þess hve furstarnir voru glæsilega klæddir. — Karlmennirnir báru fegurstu gimsteina í heimi, og mér var kennt frá barnæsku að þekkja ekta steina. Þá sá ég líka Begum í fyrsta sinn, og hugsaði með mér að þetta vildi ég verða þegar ég yrði stór. Sarah Croker-Poole hlær mjög glaðlega, þegar henni dettur þetta í hug. Þegar Sarah var fjögra ára, kunni hún að vefja um sig sari, og þá lærði hún líka fyrstu orðin í Urdu. Þegar hún var sex ára, fannst for- eldrum hennar kominn tími til að fara að mennta hana. Hún var þá send í heimavistarskóla, „Croft House" í Dorset. Faðir hennar keypti herragarð, 150 hektara lands og átján kýr, nálægt Oxford og settist þar að. Þar með var hafið það tfma- bil í lífi Söruh, sem mótaði hana sem hefðarmey. Hún segir nú að skólagangan hafi verið erfið og ströng, en hún varð góð reiðkona, og það kemur sér vel fyrir hana nú. Reyndar datt hún einu sinni af baki, þegar hún var barn, og er með ör á enninu, en það finnst Aga Khan aðeins fegurðarauki. Árið 1958 var hún kynnt við hirðina, (þá voru foreldrar hennar búin að kaupa skrauthýsi í Kensing- ton). Sarah Croker-Poole var ástfangin af aðalsmanni, sem sagt réttum manni, James Charles Chrichton Stuart, lávarði, og James lávarður var auðvitað eftirsóknarvert gjaforð fyrir stúlku af borgaraættum. Hinn ungi lávarður var aðlaðandi maður, vildarvinur hertogans af Kent. Faðir hans stórauðugur maður, sem átti herrasetur á Spáni. í Norð- ur-Afríku og Suður-Frakklandi. Brúðkaup Söruh og James stóð f júní 1959. Foreldrar Söruh voru mjög ánægð með gjaforð dótfur sinnar, en Sarah var ekki lengi ánægð. Hún skildi við mann sinn að borði og sæng ár- ið 1961, eftir tveggja ára hjóna- band. Það var sagt að skilnaðaror- sökin hefði verið ósamkomulag. Lávarðurinn var ákaflega áfbrýði- samur, og vildi búa f friði með konu sinni á einu af hinum afskekktu slotum fjölskyldunnar f Skotlandi. Faðir Söruh sagði: — Þetta hjónaband var fyrirfram dæmt. Hún var alltof ung og óreynd. Dóttir mín vildi losna fyrr, en mað- ur hennar er kaþólskur, og fyrir hann var skilnaður ekki svo ein- falt mál. Þessvegna fékk hún ekki löglegan skilnað fyrr en árið 1967. Það er ekki gott að vita hver hef- ir rétt fyrir sér, en Sarah naut frels- isins og bjó meðal hefðarfólks á beztu stöðum, aðallega í Róm, og 28 ára gömul varð hún fyrirsæta um hríð. í desember, árið 1968 kynntist hún Aga Khan ( St. Moritz. Eftir það sást hún stöðugt f fylgd með hon- um, þangað til brúðkaup þeirra stóð í París. Hún hefir tekið Mú- hameðstrú og er mjög ánægð f stöðu sinni. Karim Aga Khan er sagður mjög elskulegur maður, og það eitt er víst að þau verða ekki í vandræðum með húsnæði eða dag- lega afkomu .... -fe Rabb um knattspyrnu Framhald af bls. 9. Næsta ár tók Manchester Un- ited þátt í Evrópubikarkeppni meistaraliða og léku m.a. við Rauðu Stjörnuna (Red Star) í Belgrad. Réðu heimamenn ekk- ert við hina snöggu leikmenn United og þá sérstaklega ekki Charlton sem var aðal ógnvald- ur framlínunnar og skoraði tvö mörk í leiknum. Eftir þennan leik þóttust margir þess fullvissir að þarna væri liðið sem myndi vinna þessa keppni. En næsta dag urðu allir slíkir draumar að engu, er flug- vél með lið félagsins innanborðs hlekktist á í flugtaki á flugvell- inum í Munchen með þeim af- leiðingum að átta af leikmönn- um þess fórust og margir slös- uðust alvarlega, en Charlton slapp tiltölulega lítið slasaður. Einnig fórust í þessu hryllilega slysi átta blaðamenn sem höfðu fylgzt með leik liðsins og marg- ir af forráðamönnum United. Þá var Matt Busby mjög alvarlega slasaður og var lengi óttast um líf hans. Þegar heim kom, biðu þeirra sem þetta slys lifðu erfiðir tím- ar. Það þurfti að byrja alveg að nýja að byggja upp, nú þegar liðið var að ná algerri fullkomn- un. En fyrst þurfti að gera ýms- ar ráðstafanir til að halda félag- inu gangandi í þeim keppnum, sem þá stóðu yfir. Það þurfti að fá leik félagsins við Sheffield United í fimmtu umferð bik- arkeppninnar frestað um nokkra daga, vegna þess að það vantaði menn til að spila hann. Fékk félagið sérstakt leyfi til að kaupa tvo leikmenn, þá Ernie Taylor frá Blackpool og Stan Crowther frá Aston Villa. En þurfti síðan að fylla upp með leikmönnum úr unglinga- og varaliðum fél- agsins. En þrátt fyrir alla erfiðleikana komust þeir alla leið í úrslita- leikinn á Wembley. Unnu Shef- field Wednesday, West Brom- wich Albion í sjöttu umferð og Fulham í undanúrslitum með marki sem Charlton skoraði. f úrslitaleiknum á móti Bolton voru aðeins tveir leikmenn, sem höfðu leikið úrslitaleikinn með United árið áður, þeir Bill Foulkes og Charlton. Og af hin- um höfðu aðeins fjórir einhverja keppnisreynslu, þeir Taylor, Crowther, Harry Gregg, mark- maður og Dennis Violett, en hann var meiddur og hefði raun- verulega ekki átt að spila leik- inn vegna þess. Það hefði verið til of mikils mælzt að ætlast til þess af þessu liði að vinna Bolton. Þó börðust þeir eins og ljón allan leikinn og lögðu sig alla fram til að vinna leikinn, ekki sjálfra sín vegna, heldur fyrir Matt Busby, sem þarna staulaðist áfram við staf, nýkominn af sjúkrahúsi. En lið Bolton var of sterkt fyrir þá og vann leikinn 2—0. Aðeins tveim mánuðum eftir flugslysið lék Charlton sinn fyrsta A-landsleik—en hann hafði áð- ur spilað með enska skólalands- liðinu, unglingalandsliðinu og landsliði seni skipað var leik- mönnum 23ja ára og yngri — var leikurinn gegn Skotum og fór fram á Hampden Park í Glas- gow. f þessum leik gerði hann eitt af þessum fallegu mörkum, sem hann átti eftir að verða svo frægur fyrir. Var það þrumuskot af löngu færi, sem hafnaði í blá- horni marksins. Jafnvel mark- maður skozka liðsins gat ekki haldið hrifningu sinni í skefjum. Og þegar hann var loks búinn að átta sig á að boltinn lá í net- inu, kom hann hlaupandi á eftir Charlton alla leið fram á miðju til að taka í hönd hans og óska honum til hamingju með þetta fallega mark. Síðan hafa mörkin hlaðist upp eitt af öðru, þannig að nú er hann „markakóngur“ enska landsliðsins með 47 mörk. En í deildarkeppninni einni hafði hann gert 167 mörk í 448 leikj- um, þegar yfirstandandi keppn- istímabil hófst. En þó Charlton hafi gert mörg mörk fyrir enska landsliðið og Manchester United í mjög þýð- ingarmiklum leikjum, þar á með- al tvö mörk gegn Portúgal í hin- um skemmtilega undanúrslita- leik í síðustu heimsmeistara- keppni, eru eflaust engin mörk sem hafa veitt honum jafn mikla ánægju og þau tvö, sem hann gerði gegn Benefica hið eftir- minnilega kvöld í maímánuði 1968, þegar hann sem fyrirliði Manchester United, leiddi lið sitt til sigurs í Evrópubikarkeppni meistaraliða. En þetta var í fyrsta og eina skipti sem ensku liði hefur tekizt að vinna þá keppni. Á sínum viðburðarríka knatt- spyrnumannsferli hefur Charlton eignast eitthvert mesta safn verðlaunapeninga og verðlauna- gripi sem um getur í sögu enskr- ar knattspyrnu. Má þar meðal annars nefna tvo gullpeninga fyrir sigur í fyrstudeildinni, einn fyrir sigur í bikarkeppninni, einn fyTÍr sigur í Evrópukeppninni og gullpeninginn frá heimsmeist- arakeppninni 1966. Sama ár var hann kosinn knattspymumaður ársins í Englandi og ári síðar knattspyrnumaður ársins í Ev- rópu, þá veittu ritstjórar og út- gefendur „International footballl book“ honum sína árlegu viður- kenningu — Sword of Hounor — fyTÍr árið 1969, en þetta forkunn- arfagra sverð var honum veitt fyrir frábær störf í þágu knatt- spyrnuíþróttarinnar. Og í fyrra- sumar sæmdi Elísabet Breta- drottning hann Order of the British Empire. Charlton hefur alltaf verið uppáhaldsleikmaður hinna rúm- lega fimmtíu þúsund áhorfenda sem sækja leiki Manchester Un- ited reglulega. Jafnvel snilling- um eins og Dennis Law og Ge- orge Best hefur ekki tekizt að vinna sér jafn almennra vin- sælda sem honum. Það þóttu því heldur alvarleg tíðindi þegar hann var settur úr liði félagsins í haust, eftir hvern tapleik þess af öðrum. En það kom fljótt í Ijós að þessi ráðstöfun virtist eingöngu veikja liðið enn meir og var hann fljótlega settur í lið- ið aftur, aðdáendum sínum til mikils léttis. Svo var það hinn 13. desem- ber í vetur að mjög jákvæð breyting varð á gengi liðsins, þó þessi dagur virtist sannarlega ekki ætla að verða neinn happa- dagur fyrir Manchester United. Félagið átti að leika við Liver- pool, sem þá var í þriðja sæti í 1. deild og var nýbúið að vinna toppliðið, Everton 3—0, á úti- velli og það sem var enn verra, var að margir af beztu mönnum United voru meiddir. Stiles, Law og Kidd gátu ekki leikið, en Best og Stepney markmaður rétt stóðust læknisskoðun. Þetta leit því sannarlega ekki vel út fyrir leikinn. Þegar leikurinn hófst, kom strax í ljós, að einum leikmanna Liverpool hafði verið ætlað það hlutverk að fylgja Charlton hvert sem hann færi á vellin- um og virtist þetta ætla að tak- ast í upphafi, en þegar líða tók á leikinn fékk hann meira og meira svigrúm og þá var ekki að sökum að spyrja. Fyrr en varði hafði hann byggt upp þrjú fyrstu mörkin, sem þeir Crer- and, Ure og Morgan skoruðu og kórónaði svo meistarastykkið með frábæru marki af lönvn færi, sem Lawrence markmaður Liverpool réði ekkert við. Eftir þennan leik fór liði fél- aesins að ganga mun betur og spilaði það m.a. átján leiki í röð án taps. auk þess sem því gekk miög vel í bikarkeppninni, þó það tapaði fyrir Leeds i undan- úrslitum, í einhverri jöfnustu og beztu baráttu ,sem um getur í sögu bikarkeppninnar. Árið 1968 gerði Charlton átta ára samning við Manchester Un- ited og er óskandi að honum end- ist bæði aldur og heilsa til að leika enn lengur en það með félaginu, því það er vart hægt að hugsa sér Manchester United án Bobby Charltons. 50 VTKAN 1B-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.