Vikan


Vikan - 11.06.1970, Síða 9

Vikan - 11.06.1970, Síða 9
til þess að óeirðir brytust ekki út á meðan á þessum leik stæði. Aðeins tuttugu þúsund á- horfendum var hleypt inn á völl- inn, sem annars rúmar 110.000 áhorfendur og tvöþúsund vopn- aðir lögreglumenn, sérstaklega þjálfaðir til að bæla niður upp- reisnir voru til staðar til að sjá um að allt færi skikkanlega fram. Tókst þeim að halda á- horfendum í skefjum. Um leikinn er það að segja að E1 Salvador vann hann með þrem mörkum gegn tveim og hélt því áfram keppni. I öðru tilfelli var hin alvar- lega þjófnaðarákæra á hendur hinum dáða fyrirliða West Ham og enska landsliðsins, Bobby Moore. Að flestra áliti var hér um bragð að ræða til þess að splundra einingunni, sem ríkti innan enska landsliðsins og koma óorði á liðið til að fá áhorfend- ur á móti því. Þetta bragð mistókst algerlega og hefur nú komið í ljós eftir fyrsta leik Englendinga gegn Rúmenum að liðsandinn er jafn- vel enn betri en áður. Og þá er það ekki síður mikilvægt að þetta virðist ekki hafa komið neitt niður á getu Moore, því að hann sýndi mjög góðan leik og stjórnaði éinum mönnum frá- bærlega vel í fyrsta leiknum. Bobby Moore er álitinn bezti fyrirliði sem nokkru sinni hefur stjórnað enska landsliðinu. Hann er tuttugu og níu ára gamall og hefur allan sinn atvinnumanns- feril leikið með West Ham. Hann var fyrst valinn í A-lið félags- ins árið 1958 í leik gegn Man- chester United og hefur nú leik- ið rúmlega fjögurhundruð leiki með félaginu, lengst af sem fyrir- liði þess. Hann hefur verið fyrirliði allra hinna ýmsu landsliða Englands: unglingaiandsliðsins - lék átján leiki með því, fyrst sautján ára gamall, — landsliði skipað leik- Drættirnir á andliti Bobby Charl- tons sýna vel hversu mikið álag það er að keppa um æðstu verðlaun knattspyrnuíþróttarinnar. Jafnvel þrautreyndir leikmenn eins og hann eiga það til að falla alveg saman að leik loknum og gráta. 4 Á þessari mynd sjást Jack Charlton og Bobby Moore veifa til mannfjöld- ans eftir sigurinn 1966. Þetta er ekki Skoti, heldur Vestur- 4 Þjóðverjinn Gerd Múller. Hann klædd- ist þessum skozka búningi fyrir leik- inn gegn Skotum í Hamborg, sér og öðrum til gamans. mönnum tuttugu og þriggja ára og yngri — með því liði lék hann átta leiki, — og A-landsliðinu, sem hann hefur leikið áttatíu leiki með. Hann var fyrst valinn í A- landsliðið árið 1962 gegn Perú- mönnum, en stjórnaði enska A- landsliðinu í fyrsta sinn árið ‘63 í leik gegn Austur-Þjóðverjum. Hann var kjörinn knattspyrnu- maður ársins fyrir keppnistíma- bilið 1963—64. Árin 1964—66 tók Moore á móti þrem af eftirsóttustu bik- urum sem enskur leikmaður get- ur unnið og var það í öll skiptin á Wembleyleikvanginum. 1964 vann lið hans ensku bikarkeppn- ina, árið eftir Evrópubikarkeppni bikarmeistara og 1966 tók hann á móti Jules Rimet styttunni úr hendi Bretadrottningar. þegar Englendingar urðu heimsmeist- arar. í þeirri keppni var hann kjörinn bezti leikmaður keppn- Framhald á bls. 48. 4 Bobby Mciore fyrirliði cnska lands- liðsins. Hann stjórnar sínum mönn- um af mikilli festu og er traustasti maður varnarinnar. Á þessari mynd er landslið Vestur- t Þjóðvcrja, scm sigraði Skotameðþrcm mörkum gegn tveim í Hamborg I forkcppninni. Með þessum sigri voru Þjóðverjarnir öruggir um Mexicoför. 24. tbi. yiKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.