Vikan


Vikan - 25.06.1970, Side 20

Vikan - 25.06.1970, Side 20
SVONA ER UNGA FÓLKIÐ „Sá gamli getur aðeins hugsað sér breytingar innan kerfisins, en sá ungi einnig á kerfinu sjálfu.“ „Æskan í dag er óþvingaðri hiðytra, en hefur við fleiri vandamál að stríða hið innra.“ að börn alist upp í hópi jafnaldra en þar hlýtur auk- ins frjálsræðis að gæta.“ „Allar hömlur sem settar eru á einstaklinga eru til ills, ef þeir skilja ekki gildi þeirra og nauðsyn. Á ungling á mínum aldri eru aðeins settar þjóðfélags- legar og félagslegar hömlur, misjafnlega fáránlegar." 13. Álítur þú að ,,gjá“ sé á milli unglinga og fólks sem komið er yfir 35 ára aldurinn? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 54 56 5 Eins og sjá má eru skoðanir mjög skiptar í þessu máli, en þó eru þeir örlítið fleiri sem telja að gjáin sé ekki til. Einn úr þeim hópi svaraði: „Nei, ekki nema ef viðkomandi aðilar trúa statt og stöðugt á það.“ Annar kvaðst ekki trúa á ,,gjána“ en taldi það „pínulítið bil sem minnkar með degi hverjum“, og sá þriðji taldi þetta eingöngu vera örlitla „laut“. Einn gerði þó nokkra grein fyrir því hvert hann teldi þetta bil vera: „Sá gamli getur aðeins hugsað sér breytingar innan kerfisins, en sá ungi einnig á kerfinu sjálfu." 14. Finnst þér fullorðna fólkið þröngsýnt og gamal- dags? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 50 45 20 Nokkur meirihluti virðist vera á þessari skoðun og er það alls ekki neitt furðulegt. Breytingar eru örari en nokkru sinni fyrr og alls konar frjálslyndi „veður uppi“ ef svo má segja. Ekki vildi unga fólkið þó gefa neitt afgerandi svar í þessum efnum, og má nefna sem dæmi einn sem sagði: „Já, langflest, en að vísu eru til heiðarlegar undantekningar." Það er athyglisvert hversu margir eru óákveðnir, og er skýringin á því sú, að þeir sögðu „sumt og sumt ekki“. Eitt ungmenni var þó alls ekki á sömu skoðun og meirihlutinn og fer svarið hér á eftir: „Mér finnst við, unga fólkið, helmingi þröngsýnna en gamlingj- arnir.“ 15. Hver heldur þú að sé munurinn á jafnöldrum þínum og æskunni fyrir 20 árum? „Þetta atriði er ákaflega tegnt þjóðfélagsaðstæðum og ríkjandi hugsunarhætti á hverjum tíma. Ég held að allir unglingar, hvort sem árið er 1754, 1970 eða 2050 hljóti að einhverju leyti að rísa upp á móti ríkjandi háttum. Það er ákaflega eðlilegt,“ sagði einn. Skoðanir voru annars mjög skiptar og nefndi fólk mörg dæmi — en tæpur þriðjungur hélt að munur- inn væri enginn. Eitt svar fengum við sem okkur þótti forvitnilegt, nú á tímum stressins: „Æskan í dag er líklega óþvingaðri hið ytra, en hefur að sama skapi við fleiri vandamál að etja hið innra.“ Aðrir nefndu sem dæmi að unga fólkið í dag væri frjálslyndara og hefði meira frjálsræði (33), hefði meiri peningaráð (21), væri þroskaðra (15), sjálf- stæðara (15), menntaðra (13), víðsýnna (12), rót- tækara (5), lífsleiðara (3), óöruggara (3), kröfuharð- ara (3), frjálslyndara í ástum (2), nyti meiri mögú- leika á flestum sviðum (2), hefði minni ábyrgð gagn- vart þjóðfélaginu (2), væri ósjálfstæðara (2), kær- leiksríkara (1) og ósvífnara (1). 29 héldu því fram að munurinn væri enginn, eins og fyrr segir og 6 að allt væri háð lögmáli tímans: Tímarnir breytast og mennirnir með. Einn vildi og meina að munurinn væri svo margvíslegur að það hreinlega tæki því ekki að vera að tala um það. 16. a) Finnst þér róttækar aðgerðir stúdenta víða um heim hafa verið til einhvers góðs? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 68 38 9 b) Vissir þú alltaf hvers vegna þeir slógust? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 47 59 9 Eftirfarandi svar er dæmigert fyrir þá, sem töldu stúdentauppreisnirnar hafa verið til góðs, án þess að vita alltaf hvers vegna „slegizt" var: „Já, þær voru skilyrðislaust til góðs, og hafa ekki átt hvað minnstan þátt í að vekja þann þjóðmála- áhuga sem nú fer sífellt vaxandi. Einnig vöktu þær athygli á fjölmörgum agnúum þjóðfélagsins sem þag- að var um. íslenzk fréttaþjónusta hefur ekki séð sér nægilega skyldu til að kanna orsakir óeirðanna og koma þeim á framfæri. Engu að síður var auðvelt að geta sér til um hver ástæðan var og er.“ Stór hópur var þó á móti þessu og telur ekki að neitt gott hafi af aðgerðunum leitt, og margir létu í ljós þá skoðun, að það hlyti að hafa verið hægt að geia þetta á einhvern annan hátt en með þessum ,,látum“ eins og einn orðaði það. Annar hélt því fram að mótmælin hafi yfirleitt aðeins verið „mótmælanna vegna“ og bætti við að „ofbeldi gerir aðeins illt verra, í hvaða tilefni sem það er.“ Sjálfsagt á sagan eftir að leiða í ljós, á enn betri hátt en nú er vitað, hvort baráttan hefur verið til einhvers. 17. a) Trúir þú á Guð effa einhverja almáttuga handleiðslu? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 67 37 11 b) Trúir þú á Krist? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 54 55 6 Hér á eftir fylgja nokkur svör við þessum spurn- ingum, sem okkur bárust: „Ég vil ekki ennþá taka neina afstöðu. Ég trúi á Krist sem róttækan byltingarsinna er barðist fyrir lýðræðishugsjón." „Ég veit það ekki. Ég trúi á hið góða.“ „Einhver æðri máttarvöld eru til. Kristur var ekki til í þeirri mynd sem sagt er frá í Biblíunni." „Já, því „ . . . svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Jóh. 3:16.“ „Ég trúi á Guð, föður sonar og heilags anda. Ég hef viðhaldið barnatrúnni og lít á Krist sem sendiboða og spámann sem lét lífið fyrir syndir okkar.“ „Allir trúa innst inni á eitthvað. . . . Kristur Jósefs- son er vitrasti maður, sem kynstofn vor hefur getið af sér.“ 18. Sækir þú kirkju? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 26 89 Enginn þeirra sem sagðist sækja kirkju gerði það að staðaldri, og margir tóku fram eitthvað svipað og sá sem sagði: „Aðeins á jólum og þó ekki á hverjum jólum. Ég þarf ekki milligöngu ríkisstarfsmanna, þ. e. presta, til að ná sambandi við drottin. . . .“ „Nei, ekki er það, en ég hef engu að síður áhuga á því hvernig þessar trúarathafnir fara fram.“ Það bar nokkuð á því að þeir sem tóku þátt í könn- uninni létu í ljós megna andúð á prestum yfirleitt, er kom að þessari spurningu og enn meira er kom að spurningu númer 22. Fyrst skulum við þó taka spurn- ingu númer 19. 19. Telur þú æskilegt að fólk sæki kirkju? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 43 21 51 Fyrst þau vilja ekki fara í kirkju sjálf, þótti okkur nauðsynlegt að komast að hvort það var nokkurt vit í, að þeirra dómi, að vera að fara í kirkju yfirleitt og þá fyrir fólk yfirleitt. Þeir óákveðnu sögðu að sér 20 VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.