Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 4
Minna sækja flœr tvo menn í
rekkju en einn.
íslenzkur málsháttur.
Bjargaö frá hvítri þrælasölu
Hjónin Carl Gunnar og Ulla
Berit Löfgren frá Svíþjóð kynnt-
ust ungri stúlku frá Libanon í
gegnum bréfaskriftir. Hún hét
Diana og var aðeins þrettán ára
gömul og hjónunum var farið að
þykja vænt um hana, þótt þau
hefðu aldrei séð hana. Þau urðu
skelfingu lostin, þegar þau fréttu,
að Diana hefði fallið í hendur
hvítra þrælasala, sem hefðu í
hyggju að senda hana í Saudi-
Arabíu.
Hjónin ákváðu þegar í stað að
ættleiða telpuna og reyna með
því móti að bjarga henni. Með
aðstoð sænska ambassadorsins í
Beirut fór frú Löfgren til þess
að reyna að sækja Diönu og fá
hana með sér heim til Svíþjóð-
ar. Það var hægara sagt en gert,
en eftir mikla erfiðleika lágu
loks allir ættleiðingarpappírarn-
ir fyrir og ekkert virtist lengur
í veginum fyrir því, að frúin
gæti farið með Diönu heim. Þær
voru komnar út á flugvöll og
flugvélin átti að leggja af stað
eftir fáeinar mínútur, þegar
þrælasalinn birtist skyndilega
ásamt tveimur lögregluþjónum.
Hann gat sýnt skjöl, sem áttu að
sanna, að hann væri faðir Diönu
og tók hana þar með og fór með
hana burt. Daginn eftir var frú
Löfgren vísað úr landi fyrir að
hafa reynt að „ræna“ stúlkunni!
Frú Löfgren kom sér þegar úr
landi og var búin að fá nóg að
svo komnu. En hún hélt barátt-
unni áfram þegar heim kom með
dyggilegri aðstoð sænska utan-
ríkisráðuneytisins. Þegar 10.000
sænskar krónur höfðu loksins
komizt í „réttar hendur“, heppn-
aðist loksins að frelsa Diönu
litlu úr klóm þrælasalanna. Nú
er hún komin til Svíþjóðar og
mun dveljast þar á heimili Löf-
gren-hjónanna í framtíðinni.
Yngsta amma í Svíþjóð
Britt-Lis Ullman er 34 ára og
getur státað af því að vera yngsta
amma í sínu landi. Hér á mynd-
inni sjáum við hana til hægri,
ásamt dóttur sinni, Evu, og
barnabarni. Britt-Lis eignaðist
Evu, þegar hún var sextán ára,
og Eva eignaðist sitt barn í fyrra,
þegar hún var 18 ára. — Gaman
væri að fá að vita hvað yngsta
amma hér á íslandi er gömul.
Melina Mercouri gaf
Palme hálsbindi.
Það hefir mikið verið rætt um
Palme og Ameríkuferð hans. En
þar áður fór sænski forsætisráð-
herrann, sem oft er á faralds-
fæti til Frakklands. Hann hitti
þá að máli Pompidou og annað
fyrirfólk, og meðal annarra
grísku leikkonuna Melinu Mer-
couri, sem var honum kunnug,
síðan 1. maí í Stokkhólmi.
Leikkonan sendi ráðherranum
geysimikinn vönd í grísku lit-
unum, bláar iris og hvítar nell-
ikur, og svo stakk hún bláu háls-
bindi með hvítum doppum með.
Það var ekki af verri endanum,
því að það var keypt hjá Dior.
Hún bauð Palme líka til mikill-
ar veizlu, sem hún hélt til þess
að gleðjast yfir því að Theodor-
akis var látinn laus úr fangelsi.
En Olof Palme hafði verið á
ferðinni í fjórtán klukkutíma og
talað hina lýtalausu frönsku sína,
sem blöðin í París áttu ekki nógu
sterk lýsingarorð yfir. (Pompi-
dou þurfti túlk í Bandaríkjun-
um). Hann fór því ekki í veizl-
una heldur í rúmið undir vernd
öryggisvarðarins Maurice. Hvort
Maurice las kvöldbænirnar með
honum, er ekki vitað, en hann
vakti að minnsta kosti yfir hon-
um allan sólarhringinn. Palme
hefir aldrei eignast fallegra háls-
bindi, en hann þorir þó ekki að
nota það í þinginu.
☆
Ungfrú Finnland 1970
Fyrir hálfu ári vann finnska
stúlkan Ursula Raino í stóru
frystihúsi í Hammerfest, sat þar
við færiband og flatti þorsk dag
út og dag inn ásamt hundruðum
annarra stúlkna. En það átti ekki
fyrir henni að liggja að vinna
þar lengi. Hún skrapp til Hels-
ingfors í stuttu leyfi og heim-
sótti vinkonu, sem hún átti þar.
Vinkonan benti á hana í sam-
bandi við kjör fegurðardrottn-
ingar Finnlands, meira í gamni
en alvöru. En Ursula vann og nú
streyma tilboðin til hennar. Hún
er þegar orðin ljósmyndafyrir-
sæta og módel og á að taka þátt
í alþjóðlegum fegurðarkeppnum
í Marokko, Japan og Bandaríkj-
unum.
4 VIKAN
28. tbl.