Vikan


Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 9

Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 9
Hér leikur Haflföi úr Víking á Gunnar Gunnarsson úr KR, en Ellert kemur aðvífandi og forðar haettunni. Hinsvegar hefur nú vel komið í ljós að eftir fjölgunina í I. deild og eftir að II. deildin er ekki lengur leikin í riðlum, heldur leikið heima og heiman, allir við c.lla, fjölgar leikjum svo mikið, að ekkert má fara úrskeiðis svo mestu vandræði skapist ekki. T.d. er þetta er skrifað þann 1. júli hafa Vestmannaeyingar og Ak- ureyringar aðeins leikið tvo leiki hvort liði, i I. deild á rúmum mánuði frá því deildarkeppnin hófst og eiga því ólokið tólf leikj- u •: í deildarkeppninni auk leikjá í hikarkeppninni. Má því búast við að það verði mjög erfiður róður og stutt á milli leikja hjá þessum liðum þegar líða tekur á sumarið. Ekki verður þetta held- ur til að hjálpa þessum liðum, sem nú eiga strax í byríun móts við ýmsa aðra erfiðleika að glíma. Keppnin í I.’deild og II. deild í ár virðist ætla að verða töluvert spennandi, svo jöfn eru flest lið- in að styrkleika. Þó má nokkurn- veginn skipta I. deildinni strax niður í tvennt. Lið Keflvíkinga, Akranesinga, KR-inga og Fram virðast í fyrstu sýn ætla að berj- ast, um efstu sætin en líklegustu liðin til eð blanda sér í þá baráttu eru auk áðurnefndra liða, lið Vík- ings og Akureyrar. Trúlega verða það svo Valsmenn og Vestmanna- eyinga sem koma til með að berj- ast um fallið. Lið Keflvíkinga — íslands- meistaranna frá því í fyrra, er nú eins og í fyrra mjög sterkt. Lið- ið er frekar jafnt að getu og virð- ist ekki hafa neinn áberandi veikan hlekk, en óneitanlega eru þeir Einar og Guðni sterkustu menn liðsins. Samvinna þeirra i vörninni er með þvílíkum ágæt- um að þeir eiga skilyrðislaust að skipa sömu stöður í landsliðinu, enda hefur það komið í ljós að Einar nýtur sín ekki eins vel sem bakvörður. Það kunna því margir að spyrja hvaða hlutverk ég hugsi mér að Ellert Schram hafi í landsliðinu. Því er auðsvarað. EUert myndi styrkja landsliðið mest sem tengiliður. Hann er það góður uppbyggjari — og auk þess marksækinn — að honum er bezt. trúandi til að brúa það bil sem virðist skapast í miðjunni hjá landsliðinu, milli varnar og sókn- ar. Liði sínu, KR, stjórnar hann mjög vel, og er sjálfkjörinn sem fyrirliði landsliðsins. KR-liðið hefur mikið breytzt til batnaðar frá því fyrst í vor. Líklega hefur tapið fyrir Ár- manni í Reykjavíkurmótinu vak- ið þá til lífsins — og þegar KR- ingar fá á sig þvílíkan skell er ekki tekið neinum vettlingatökum á hlutunum. Alla vega hefur lið- inu farið mikið fram undanfarið og náðu þeir oft upp mjög góð- um leik á móti Vestmannaeying- um á Laugardalsvellinum fyrir skömmu. Lið Akurnesinga byrjaði frek- ar illa í mótinu, en hefur sótt sig með hverjum leik að undanförnu. Styrkur þess felst aðallega í dug- legum tengiliðum og skemmti- legum sóknarmönnum, með Matthías, Eyleif, Harald og Jón Alfreðsson, sem sterkustu menn. Þá hefur Guðjón sótt sig á í síð- ustu leikjum og er að ná upp sínu gamla „formi“. Framarar hafa valdið nokkr- um vonbrigðum í Islandsmótinu. Eftir sigur í Vetrarmóti Reykja- víkurfélaganna og Reykjavíkur- mótinu tapa þeir tveim leikjum nú fyrst í íslandsmótinu. Ekki var það að þeir væru lélegri að- ilinn í þessum leikjum, heldur réði þar mestu um óheppni þeirra og hin lélega marksækni, sem einkennt hefur liðið í nokkur ár. Lið Fram er nokkuð jafnt að styrkleika, og nær vel saman. Beztu einstaklingar liðsins eru bræðurnir Þorbergur og Jóhann- es Atlasynir, Ásgeir Elíasson og Sigurbergur Sigsteinsson. Framhald á bls. 45. Kér ern það Ellert úr KR og Guð- geir úr Víking, sem berjast um bolt- ann, þó hvergi sjáist hann. Þessi mynd er frá leik Fram og Vals sem endaði með sigri Fram 1—0. Myndirnar tók EGILL SIGURÐSSON. 28. tbi. VIKAN !)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.