Vikan


Vikan - 09.07.1970, Qupperneq 50

Vikan - 09.07.1970, Qupperneq 50
Hjónin eru miklar barnagælur og hlakka eflaust til að eignast barn. NÚ ER Norðmönnum vonandi rórra, því hin margþráða tilkynning frá hirðinni er loksins komin. Og mikið er búið að ganga á. Eftir að norsku krón- prinshjónin komu úr ferð sinni til Ástralíu voru stöðugt á kreiki sögur um að von væri á fjölgun hjá þeim, en aldrei kom nein opinber tilkynning frá hirðinni. Blaðamenn á Norður- löndum létu ekki aðstoð- arforingja krónprinsins í friði. Hann svaraði því einu til að ekkert væri að frétta. Evju liðsforingi er snillingur í að svara blaða- mönnum, hann hélt því fram að þetta væri einka- mál hjónanna, en þjóðin var ekki á sama máli. Þetta er nefnilega ekki svo einfalt. Ef Sonja fæð- ir manni sínum ekki barn, þá verður að leita til ann- arrar þjóðar eftir rikiserf- ingja, ef Noregur á ekki að verða lýðveldi. Almenn- ingur hugsaði ekki svo langt. Norðmenn eru kon- ungshollir menn, svo það var ekki óeðlilegt að beðið væri í ofvæni eftir nýjum ríkiserfingja. En nú standa vonir til að ósk þeirra ræt- ist, því nú hefur verið send Sonja er aðeins 32 ára, svo hún getur eignazt mörg börn. Þetta var setning sem klingdi manna á meSal í Noregi síðastliðiS ár. Stöðugt voru sögur á kreiki um það að von væri á fjölgun hjá krónprinshjónunum. Þetta var orðin almenn taugaveiklun og ástandinu líkt við það sem ríkir í Belgíu, enda Harald krónprins og Belgakonungur systrasynir... út tilkynning frá hirðinni þess efnis að Sonja sé með barni, og mikið hlýtur hlessaður aðstoðarforing- inn að vera feginn yfir að fá frið. Sumir voru nú farnir að hafa áhyggjur af að öll þessi taugaspenna gæti haft slæm áhrif á Sonju, en hún virðist vera ósköp venjuleg kona, sem tekur hlutunum með ró. Sonja og Harald eru ný- komin úr ferðalagi til Jap- an og það er sagt að ham- ingjan Ijómi af þeim. En í sumar hafa þau mörgum skyldustörfum að gegna og fá aðeins nokkurra daga frí í Suður-Noregi. Almenningur er farinn að hafa áhyggjur af að henni verði ofgert með þessum skyldustörfum, — svo vonandi verður ein- hver leið til að sjá henni fyrir hvíld. Hjónin sjálf virðast ekki hafa nokkrar áhyggjur af þessu, en blöðin og fólkið verða að liafa eitthvað lil að lala um. 50 VIKAN 2S- tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.