Vikan


Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 20

Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 20
DREKAEÐLURNAR LIFANDI STEINGERVINGAR il sinn fegri livað stærðina snertir. — Stærsta drekaeðlan á Komodo, sem mælzt hefur, er 10 fet og tveir þuml- ungar og vó 365 pund. Þetta var karl- dýr og ekki eru allar drekaeðlurnar svona stórar fullvaxnar. 9 fet mun þó vera nokkuð algeng stærð hjá fullorðn- um karleðlum, en kveneðlurnar eru talsvert minni. Eðlan gengur alveg á fjórum fótum og dregur kviðinn ekki við jörðu. Þær eru léttar og liðugar á ungaaldri, klifra auðveldlega í trjám, en eftir þvi sem aldurinn færist yfir verður skrokkþunginn meiri og stirð- leikinn eykst. Drekaeðlan er hrúnlcit á að líta úr fjarska, en þegar nær er kom- ið kemur í Ijós, að alls staðar á milli dökkra Iireislurraða á skráp Iiennar sér í gult. Á ungum eðlum er guli liturinn mjög skær, en dofnar með aldrinum. Hreisturraðirnar mynda samfellda hrynju ofan á liaus dýrsins, rófan er rösklega þriðjungur af lengd þess, fæt- urnir eru sverir og með afar sterkum tám og öflugum klóm. Tungan er löng, þykk og klofin og getur dýrið teygt hana fram úr gininu, en það er nærri því fet að lengd á fullvöxnu karldýri. Augun eru sögð lítil og illgirnisleg. Kvikmyndatökumaður sá, sem tók myndirnar, sem hirtast á þessum síð- um, hætti sér nær þeim en nokkur ann- ar. Hann sagði á eftir, að ef eldur liefði logað úr augum, nösum og gini dreka- eðlunnar, væri þar ljóslifandi komin einhver ófreskjan úr hinum gömlu sög- um miðaldanna í mannkynssögunni. Drekaeðlurnar eru miklar kjötætur. Ungar eðlur lifa á gekkó-eðlum, snák- um, fuglseggjum, smáum og stórum skordýrum og hræjum, hvar sem til þeirra næst. Fullorðnar drekaeðlur lifa að mestu á hræjum. Þær eta hræ af geitum, villisvínum, hjartardýrum og vatnabuffulum og virðast helzt éta hræin, þegar þau eru farin að úklna. Helzt þarf að vera komin mikil ýldu- lykt af hræjunum til þess að drekaeðl- urnar éti af mikilli græðgi. Það er til- komumikil sjón að sjá drekaeðlu éta af græðgi. Hún slítur stór kjötflykki af béinunum og á augabragði hverfa þau ótuggin niður í maga hennar. Kvikmyndatökumaðurinn, sem minnzt var á hér áðan, lýsir atferli drekaeðlanna við hræát sitt á þessa leið: „Fj'rst rannsakaði eðlan matinn vand- lega með tungunni, sem er klofin og virtist hæði bragð- og snerti-skynfæri. Tennurnar eru broddóttar og minna á tennur í sög og nú sleit hún stykki úr hræinu, og kyngdi þeim litt tuggnum með húð, hári, beinapörtum og maðk- ar flutu með. Þannig hélt liún áfram, unz hún hafði fengið nægju sína og þá hafði 'slétzt úr skráphrukkunum á kviði hennar. Að lokinni máltíð eru eðlurn- ar mjög rólegar og lausar við allar til- hneigingar til árásar. En þær éta ákaf- lega mikið og verða gildvaxnar með aldrinum. Hálfvaxin drekaeðla er 5 fet á lengd og 30 punda þung, en fullvax- in er hún alll að helmingi lengri og 10 sinnum þyngri. Eitt sinn hengdi ég geitarskrokk á trjágrein við rjóður, þar sem ákjósanlegur staður var til að fylgj- ast mcð hátterni þeirra. Þarna hékk skrokkurinn ósnertur 2 sólarhringa og engin eðla virtist kæra sig um að smakka á honum, fyrr en komin var svo mikil ýldulykt, að ég þoldi vart við í 50 skrefa fjarlægð. Þá vaknaði matar- lystin hjá eðlunum. Þær minnstu komu fyrst, en stóru eðlurnar seinna og þá forðuðu þær minni sér. Þær minnstu átu með miklum hraða og virtust vita, að þess þyrfti með, þvi annars fengjn þær ekki neitt. Á Komodo úir og grúir af skordýr- um og skriðdýrum. Flugur, margs kon- ar kóngulær, höggormar og baneitrað- ar cohraslöngur eru alls staðar. Eitrað- ar slöngutegundir synda i sjónum 20 VIKAN 28. tbl. ásamt mannætuliákörlum og jafnvel krahhar eru vísir til að grípa í fætur manns, ef vazlað er í fjörunni. En svo virðist, sem tilvera drekaeðlanna bygg- isl á lífi stærri landdýra á eyjunum, enda er þeim hctra að alls engin stærri rándýr eða hræætur skuli vera þar til staðar. Fyrir lcemur, að vciðiþjófar drepa vatnabuffalana og dádýrin, hverra hræ eðlurnar éta mest og hvern- ig færi, ef þeir sneru sér að því að veiða drekaeðlurnar sjálfar? Það er svo mik- ið lán, að skrápur þeirra skuli vera óhæfur til iðnaðar.“ Drekaeðlurnar gera sér híhýli í ár- hökkum og hafast við í þeim um þurrkatímann lil þess að geta þá verið i námunda við vatn. Þetta eru holur cð agöng rélt mátuleg lil að liggja í og grafa þau þær með framfótum sínum og klóm. Þær grafa sér einnig aðra bú- staði hærra uppi um rigningartimann, en þá koma ofl geysimikil flóð, svo að ár og lækir flæða yfir hakka sina. Sið- an skipta þær um dvalarstaði eftir árs- tíðum til þess að vera þar sem hæfileg- ur raki er. Það er þeim brýn nauðsyn vegna húðarinnar, sem ekki má verða of þurr. Ekki er enn vilað til hlítar hve gaml- ar drekaeðlurnar verða i heimkynnum sínum, en þær þrífast mjög illa i dýra- görðum vegna sníkla, sem ásækja þær og drepa eflir örfá ár. Sumi gizka á, að þær verði tvítugar, en skipulegar al- huganir á aldri þeirra hafa enn ekki farið fram um langan tíma, svo að ekk- eti verður fullyrt um þetta. Það má sannarlega teljast furðulegt, að þessar drekaeðlur skuli vera til og hulinn leyndardómur, livernig þær hafa staðizt tímans tönn. Þótt þær hafi nú verið friðlýstar og veiðibanni sé strang- leg afylgt eftir, þá er þessum eftiiiegu- kindum frá 150 milljón ára gömlu alls- herjarríki skriðdýranna, hætta búin. Leiðangur vísindamanna leggur af stað til Kom odo til að rannsaka drekaeðlurnar. Nú eru drekaeðlurnar á Komodo friðlýstar, en þó er hætta á að þær deyi út. ömlum miðaldasögnum. Drekaeðlurnar eru alveg eins í útliti og risaeðlurnar, en miklu minni. 28. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.