Vikan


Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 43
Reykjavík, New York rvn Framhald af bls. 31. víst að þessi ákvörðun var ekki til að auka álit æskufólks á menn- ingarvitum þjóðarinnar. Upphaflega var ætlun hljóm- sveitarinnar að semja á plötuna á æfingum og áttu allir að gera það í sameiningu, en eitthvað los kom á mannskapinn og því var gripið til þess ráðs að taka erlend lög á plötuna, en auðvitað í útsetning- um meðlima hljómsveitarinnar. NÓVEMBER: Hljómsveitin kom ekki heim úr Lundúnaförinni fyrr en þann 30. október, svo lítið var gert annað þann mánuðinn, en strax eftir heim- komuna var hafist handa við að æfa upp dagskrá á dansleiki. Nóg var að gera, og þann 28. nóvem- ber var haldið til Danmerkur í boði Stúdentafélagsins þar, til að leika á fullveldisfagnaði. Erlingur Björns- son, umboðsmaður og framkvæmda- stjóri hljómsveitarinnar, gerði við bremsurnar á bílnum sínum á með- an. I Danmörku léku þau einnig á þekktum unglingaskemmtistað, nokkurskonar Tónabæ Kaupmanna- hafnar, við mjög góðar undirtekt- ir. Það var líka í þetta skipti sem þau komu fyrst fram í Revolution, en Björn Björnsson, leikmynda- teiknari, hafði róið að því öllum árum að koma hljómsveitinni á framfæri f landi konungsins. Á meðan þetta var skall yfir nokk- urskonar uppreisn gegn hljómsveif- inni hér heima. Blöðin slógu upp æsifregnum: TRÚBROT MEÐ EITUR- LYF og þar fram eftir götunum, ein- faldlega vegna þess að þeim hafði orðið á að ,,nota vitlaust tóbak" eins ög góður kunningi þeirra sagði nýlega. DESEMBER: Danmerkurdvölin stóð f heila viku og hér á Islandi var allt að verða vitlaust á meðan, svo ekki sé talað um lætin eftir að þau komu heim. Samband veitinga- og gisti- húsaeigenda setti algjört bann á hljómsveitina um tíma, svo fram- tíðin virtist ekki beint blasa við þeim. Lögfróðir menn ráðlögðu þeim félögum að hefja málsókn á hendur lögreglunni fyrir aðförina, þvf þegar þetta var voru engin lög til á íslandi sem bönnuðu það að neyta eða hafa undir höndum canna- bis. Ekkert varð þó úr því og þau biðu átekta. Því var spáð að þetta leiðinda- atvik — sem þau segia réttilega hafa verið mesta auglýsing sem nokkur hljómsveit hafi fengið á ís- landi (og í sama streng geta ,,dóp- salarnir'' áreiðanlega tekið) — myndi hafa slæm áhrif á sölu plöt- unnar sem kom út f mánuðinum, en á því bar ekki, langt í frá. Sjálf segjast þau ekki vera ánægð með plötuna, ekkert þeirra, þar sem hún gefi ranga mynd af hljómsveitinni, og eins hafi pressun verið ákaf- lega slæm, og á það verðum við að fallast. Þó voru gagnrýnendur ánægðir með plötuna, og var hún valin „Hljómplata ársins 1969", með meiru. JANÚAR: Árinu var fagnað í Glaumbæ (Erlingur dansaði á höfðinu), en enn var skammast út af dópstandinu á strákunum í Trúbrot. „En þá bjarg- aði Rósinkranz okkur algjörlega", sagði Gunnar Jökull, og er það alls ekki svo fjarri sanni. Þá stóð bannið enn yfir og meira að segja sjónvarpið tók ekki í mál' að fá hljómsveitina til að koma fram. Spennan innan „grúppunn- ar" byggðist æ meira upp og hefði Rósinkranz ekki komið til sögunn- ar er ekki gott að vita hvað hefði skeð. Og rétt þegar fór að róast um, sagði Shady Owens upp stöðu sinni í hljómsveitinni, um sama leiti og Erlingur hafði tekið ákvörðun um að fara með hljómsveitina í tveggja mánaða túr um Norðurlönd. Um tíma var allt á huldu um framtfð Trúbrots, en þá hætti Shady við að hætta. Úr túrnum varð ekkert. Á þrettándanum komu þau fram á þjóðlagakvöldi f Háskólabíói og Árni Johnsen söng með þeim „Bad Moon Rising". FEBRÚAR—MARZ: Banninu hafði verið aflétt og nú var æft og spilað um allar trissur, um leið og lögð voru frekari fram- tíðarplön; Björn Björnsson var á þeytingi eins og boomerang um alla Kaupmannahöfn, og f aprfl bar það loks árangur. APRÍL: Þann níunda var haldið til Kaup- mannahafnar, en þá var búið að ráða hljómsveitina til að skemmta um þriggja vikna skeið í Revolution, og í leiðinni voru hljóðrituð fimm lög á tvær plötur, og kom sú fyrri út seinni hluta ágústmánaðar. Oll lögin eru eftir Gunnar Þórðarson, með textum eftir hann, Rúnar og Shady. Platan sem nýlega er komin út þykir aldeilis frábær, en ég vil leyfa mér að lýsa því yfir að sú síðari er betri, þó þar^sé ég senni- lega að láta uppi hernaðarleynd- armál. I Kaupmannahöfn léku þau einn- ig eitt lag í Danmarks Radio, og fengu nokkur tilboð, þar af hafa þau ákveðið að taka einu: Popp- hátfðin sem á að ferðast á milli Stokkhólms, Turku og Kaupmanna- hafnar. Fer hljómsveitin væntanlega út í ágúst, næstkomandi. Á meðan á Danmerkurdvölinni stóð kom í Ijós, að sitthvað var ekki í lagi með hljómsveitina: - Gunnar Þórðarson hefur mestan áhuga á því að vinna við stúdíóupptökur, Karl vill læra meira og Shady lang- ar heim. MAÍ: Þar kom að því: Karl og Shady hafa sagt upp í bandinu og eru nú bæði hætt. Oþarfi ér að tala meira um það, en þeir sem eftir eru eru mjög hressir og telja sig ekkert þurfa að kvíða neinu, um leið og þeir benda á að Magnús Kjartans- son standi Karli Sighvatssyni fylli- lega á sporði hvað snertir orgelleik, auk þess sem hann er vel fram- bærilegur gítar-, bassa- og trompet- leikari, og hvað Shady snertir þá halda þeir fram, sjálfsagt réttilega, að mun auðveldara sé að ná jafn- vægi á milli þriggja karlmanns- radda, heldur en tveggja karl- mannsradda og einnar kvenraddar. Hinu ber ekki að neita að heild- arsvipur hljómsveitarinnar hefur mikið breytzt, og töluvert misst, þegar þau Karl (og sérstaklega) Shady fóru, en það hefur alltaf ver- ið þannig að Karl hefur töluvert „horfið" inn í hljómsveitina. JÚNÍ: Við þetta er engu að bæta. Eins og sjá má af línunum hér að fram- an hefur þetta sannarlega verið við- burðarríkt ár fyrir hljómsveitina TRÚBROTÍ og viS eigum að hvetja þá félaga til enn frekari dáða. Hljómsveitin kemur á ný fram á sjónarsviðið síðustu helgina í júlí, og í Reykjavík leikur hún fyrst i Glaumbæ sunnudagskvöldið 26. júlí. Fjórum sinnum fóru þau til út- landa og einu sinni til Dalvíkur, en í næsta blaði verður meðal ann- ars viðtal við Shady. SKYNDIVIÐBÓT: Á síðasta dansleik sem hlióm- sveitin lék á í Reykjavík, áður en hún hætti til að æfa Magnús Kjart- ansson upp, lék hún betur en nokkru sinni fyrr. Eftir að klukkan var orð- in eitt og allir áttu að fara heim í háttinn neituðu gestir að yfirgefa húsið fyrr en nokkur aukalög höfðu verið leikin — og á endanum var rafmagnið tekið af. Lengi á eftir voru þau hyllt og var meðal annars hrópað tífalt húrra fyrir þeim Karli og Shady. Sennilega má bendla gæðum 28. tw. vixcan 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.