Vikan


Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 16

Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 16
ÞRilUHUNDRUB SJUTIU UG FIMM DUILARAR SAKAMÁLASAGA EFTIR HENRY SLESAR - Hamingjan sanna, hvaS þetta er há upphæð. Nákvæmlega sú upphæð, sem ég lánaði honum forðum, þrjúhundruð sjötíu og fimm dollarar.... Joe Helmer var í svo slæmu skapi, að hann hafði ekki hemil á hugsunum sínum. Hann hafði ekið með strætisvagninum í full- ar tíu mínútur, þegar hann varð þess vísari að hann hafði farið inn í allt annan vagn en hann ætlaði, var því á allt annarri leið en hann hugðist fara, og þar sem hann hafði eytt sínum sið- asta skildingi fyrir farmiðanum, mundi honUm nauðugur einn kostur að fara fótgangandi langan veg. Hann bölvaði sjálfum sér hátt og í hljóði fyrir heimskuna og fljótfærnina, en samferða- menn hans, sem voru eins og uppmálað sinnuleysið og sof- andahátturinn, störðu á hann sljóum augum; hann skyldi ekki halda að þeim kæmi óheppni hans við. Að sjálfsögðu var þetta allt írenu að kenna. Hann hafði hringt heim til hennar úr kvik- myndahúsinu, þar sem hann hafði annars setið af sér rign- inguna allan seinnihluta dags- ins. Það eina, sem hann hafði upp úr því, var að heyra hana endurtaka allar ásakanirnar, sem hún hafði dembt yfir hann sem aukagetu með morgunmatn- um; hún gat aldrei látið sér skiljast hvaða augum hann leit þessa dreplúnu stritþræla, sem puðuðu og púluðu langan dag fyrir naumu lífsviðurværi; eða skrifstofurolurnar, sem sátu kengbognar og nærsýnar við Þnrð sín og litu ekki upp frá tilvangslausu dundinu, og það eina sem hélt í þeim líftórunni var vonin um vikulaunin á b"erium föstudegi. Hann gat aldrei orðið einn af beim: nei. það gat hann, Joe Helmer. aidrei sætt sig við. Þá var það ólíkt betra að ganga at- vinnulaus nokkra hríð og b'ða hins gulina tækifæris. Hann var þess fullviss. að sú bið mundi ekki reynast árangurslaus; hann var þess fullviss að hið gullna tækifæri beið hvers einstaks manns, og það sem allt valt á, var að hafa nokkra þolinmæði og láta ekki freistast af ein- hverju smáræði, en ganga svo á lagið og hika ekki við, þegar þar að kom. En svo voru það áhyggjurnar og erfiðleikarnir. Hann hafði talið að þetta mundi allt slamp- ast af einhvern veginn þangað til honum byðist vinna við sitt hæfi. En nú var búið að loka fyrir rafmagnið og símann, og írena ætlaði af göflunum að ganga. Og ekki nóg með það, heldur hafði þeim borizt bréf frá umboðsmanni húseigandans, þar sem þeim var hótað útburði. Og Joe Helmer var stöðugt að leita atvinnu, sem sér væri sam- boðin, en vildi ekki líta við lág- launastöðum eða því, að gerast undirtylla hrokafullra deildar- stjóra. Ef til vill var það vegna þess, að náunginn sem næst honum stóð í farþegaþrönginni, minnti hann á þá herra, að hann gerði Joe Helmer svo gramt í geði. Strætisvagninn stanzaði í 24. götu; þar var endastöð hans. Joe Helmer fór út eins og hinir far- þegarnir, hann hafði ekki aura á sér fyrir farmiða til baka og varð því að ganga alla leiðina heim. Hann bölvaði óheppni.. sinni og klaufaskap enn einu sinni, en það breytti ekki neinu. Honum varð litið upp, og sá þá hvar sá deildarstjóralegi gekk nokkrum skrefum á undan á sömu stéttinni. Joe Helmer hafði megnustu andúð á allri þeirri klæðskerafullkomnun, sem maðurinn bar með sér. Þetta var feitlacinn, klofstuttur karl, kom- inn um sextugt, en hann eekfc hröðum skrefum og var ein- kennilega léttur í spori. Þarna 1.0 VIKAN 28 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.