Vikan


Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 35

Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 35
£J ekki bundinn fiölskylduböndum. Hann hafði aldrei kvænst aftur, og mamma gifti sig ekki heldur. Henni tókzt að aura saman til að setja upp litla gjafabúð, sem nú var farin að gefa töluvert af sér, og hún hafði séð til þess að ég fékk góða menntun. Það eina, sem ég hafði til minningar um föður minn, var Ijósmynd af fallegum, hlæjandi manni, nokkur póstkort frá Austurlöndum og arabiskt armband, sem hann hafði einu sinni sent mér. Og nú var hann rödd í hvítum síma ........ Ég stóð þarna og sagði „halló" við ókunnan mann og vissi ekkert hvað ég átti að segja við hann. En mér heyrðist hann vera innilega glaður. Hann var kominn heim til föðurlandsins, og ætlaði að vera í nokkra daga. Hann vildi endi- lega hitta mig og bað mig að koma og borða með sér, svo hann gæti endurnýjað kynnin. — Hvar eigum við að hittast? spurði hann. Ég stakk upp á því að ég færi til hótelsins, þar sem hann bjó. — En hvernig á ég að þekkja þig? spurði ég. — Tuttugu ár er langur tími. Hann hló. — Ég skal setja nelliku í hnappa- gatið. — Ég læt þá á mig armbandið, sem þú send- ir mér, sagði ég. — Hefi ég sent þér armband? Já, láttu það á þig, það myndi gleðja mig mikið. Ég stóð sem steinrunninn þangað til ég heyrði klikk í hinum enda símans. — Ég er hér reyndar ennþá, sagði Sten blíð- lega, þegar ég anaði beint á hann. Svo vafði hann mig örmum, án þess að segja nokkurt orð. Hann þekkti mig svo vel, vissi svo vel hvernig mér leið. Hann fékk sér eitthvað að borða með- an ég hafði fataskipti og lagaði mig til með titrandi höndum. Svo færði hann mér heitt kjöt- soð í bolla og talaði rólega við mig meðan ég drakk það. Hann minntist ekki einu orði á pabba og ég var honum þakklát fyrir það. Ég fór í leigubíl til hótelsins. Sten fylgdi mér út að bílnum og þrýsti mér hughreystandi að sér. — Þetta verður allt í lagi, sagði hann. Meðan ég sat í bílnum reyndi ég að rifja upp fyrir mér hvernig pabbi leit út. Mér varð á að hugsa um Ijósmyndina, skyldi hann vera ennþá jafn laglegur? Ég mundi svo óljóst eftir honum, aðeins að hann var mjög hávaxinn. Mjög hár, fannst mér, þegar ég var lítil. Ég mundi eftir glaðlegum svip hans og aðlaðandi brosi. Mamma sagði alltaf að hann hefði fallegustu rödd sem hún hafði nokkru sinni heyrt. Djúpa og hlýja. Kannski var hann ennþá jafn aðlaðandi, jafn glæsilegur. Ég fór að hugsa um hvort ég hefði gifzt Sten til að fá einhvern í staðinn fyrir pabba. Mér fannst alltaf að Sten væri líkur hon- um. Að vísu var hann miklu rólegri og meira traustvekjandi, en hann var jafn aðlaðandi og laglegur og pabbi var og kannski ennþá. Hann hafði sömu léttu kímnina, sömu djúpu röddina. Og honum lét vel að umgangast fólk. Sten var miklu eldri en ég. Hann var þrjá- tíu og sex ára, þegar við giftum okkur — ná- kvæmlega jafngamall og pabbi, þegar hann fór frá okkur. Mér hafði alltaf fundizt þessi aldursmunur vera til bóta. Ég hafði loksins fund- ið traustan klett, sem ég gat hallað mér að. En nú, þegar ég sat þarna í bílnum, varð ég skelfingu lostin yfir þessum hugsunum mín- um. Ef ég hefði gifzt Sten, aðeins til að fá stað- gengil fyrir pabba, þá hafði ég framið hræði- legt athæfi. Byggt hjónaband mitt á röngum forsendum .... Ég borgaði bílstjóranum og gekk inn í hótel- anddyrið. Ég hugsaði til barnsins, sem ég hafði aldrei eignazt. Einmitt nú óskaði ég þess heitt og inni- lega að ég hefði ekki misst fóstrið, — að ég hefði í raun og veru átt lítið barn heima. Það hefði verið haidreipi, eitthvað til að gorta af, eitthvað venjulegt og eðlilegt. Imynd heimilis- friðar og hamingju, sem enginn ævintýramaður gæti eyðilagt. Ég kveið fyrir að hitta föður minn, hrædd at öllum mögulegum ástæðum. En það sem ég var hræddust um, var það sem ég gat ekki gert mér grein fyrir. Ég var hrædd um að hann gæti kannski haft einhver áhrif á mig, gæti tekið mig inn í þann töfrahring, sem ég hafði fléttað um hann, þótt hann væri alltaf fjarverandi. Að öll mín verð- mæti, allt sem gaf lífi mínu gildi, yrði að engu gagnvart heimsborgarlegum skoðunum hans. Ég var hrædd við að fara inn í hótelið sem hamingjusöm kona, og koma kannski út eins og villuráfandi barn. Hann var ekki eins hávaxinn og mig minnti. Hann kom á móti mér, greip hönd mína og sagði — Anita! Ég þekkti þig ekki strax, en nú sé ég hve þú líkist móður þinni. Hann var með hvíta nelliku í hnappagatinu. Bros hans var eins og áður, en hann var með djúpar hrukkur í andlitinu. Og hann var al- gerlega framandi. Ég var þakklát fyrir það að ég hafði starf, sem hafði þjálfað mig í þeirri list að umgang- ast fólk, og var vön því að tala við ókunnuga. Ég gerði það eina rétta, hló glaðlega og kyssti hann á kinnina. Hann hélt mér í arm- lengd frá sér og virtist ánægður með það sem hann sá. — En hve ég á unaðslega dóttur, sagði hann hlýlega. Þegar svona birti yfir andliti hans, varð hann ótrúlega unglegur, en þegar hann brosti ekki, sázt hve þessi mörgu ár utan lands höfðu sett mark sitt á hann. — Sjáðu, sagði ég, — ég er með armbandið frá þér. — Gaf ég þér það? sagði hann ánægður, en hve það er gaman! Og allt sem ég hafði óttast kom fram. Þarna sat hann, heimsvanur og aðlaðandi, og ég var hjálparvana og undir áhrifavaldi hans. Ég reyndi að tala í jafn léttum tón og hann. Hann var hinn fullkomni herra, og ég gat ekki fundið neitt að honum. Hann hegðaði sér eins og ég væri ennþá lítil stúlka, pantaði allskonar hnoss- gæti handa mér, lét í Ijós aðdáun, þegar ég sagði honum frá starfi mínu. Og ég sólaði mig í töfrum hans. Við minntumst ekki á mömmu, fyrr en eftir matinn, þegar okkur var farið að líða þægilega eftir vínið og góðan líkjör með kaffinu. — Hvernig líður Brittu nú spurði hann. — Er hún gift? Anægjusvipurinn á andliti hans, þegar hann heyrði að hún væri ógift, kom mér til að hrökkva við. — Hún hefði getað fengið hvern sem hún vildi, sagði hann. — Hún var dásamleg kona, stórkostleg kona. — Ég hagaði mér illa gagn- vart henni. Eitthvað í framkomu minni hefir líklega var- Framhald á næstu síðu. 28. fbt. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.