Vikan


Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 14

Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 14
Franskir foreldrar eru haldnir sárum áhyggjum útaf sjálfsmorðafaraldri, sem gripið heí'ur um sig í landinu eins og eldur í sinu. Á fjögurra vikna tímabili snemma á árinu sviptu ellefu ungar manneskjur sig lífi með því að brenna sig lifandi. Ástæðurnar til cjálfsmorða þessara eru ennþá að miklu leyti á huldu. LIFANDI KYNDLAR Kolbrennt lík Gilberts Fagesar í vín- garðinum, þar sem hann svipti sig lífi. Hann var trúaður kaþólikki og brenndi bibliuna sína með sér. Það hófst seyt|ánda janúar síðast- liðinn í Lille. Morgunþokan grúfði sig yfir þessa norður-frönsku iðnað- arbcrg. Regis Tal, seytján ára gamall, með Ijóst, stuttklippt hár, fór út í bílskúrinn heima hjá sér og hengdi skólatöskuna á reiðhjólið sitt. Klukkan er hálfátta. Hann verður að flýta sér, klukkan átta hefst kennsla í skólanum hans, Lycée Faid- herbe. Regis mætir alltaf stundvís- lega. Hann er líka góður námsmað- ur. Sérstaklega í frönsku og rúss- nesku. Þennan morgun er þó enginn asi á honum. Daginn áður hafði hann orðið sér úti um lítinn dúnk, sem hann nú fyllir bensíni úr geymi föð- ur síns. Hann fer mjög varlega að þessu — faðir hans má ekki sjá neina bensínbletti á skúrgólfinu. Fjölskyldan Tal hefur síðan í stríðslok búið í lítilli raðhúsíbúð. Þar er um að ræða föður Regisar, sem er deiIdarstjóri hjá póstþjónustunni, móður og þrettán ára systur. í ein- býlishúsi rétt hjá býr frændi Regisar og hans fjölskylda, og afi hans og amma litlu fjær. Afinn er leikfimi- kennari á eftirlaunum og stjórnar á hverjum degi morgunleikfimi allrar fjölskyldunnar, sem fer fram úti í garði, í skjóli við hina kaþólsku kirkju hverfisins, að aflokinni sam- eiginlegri morgunbæn. Þetta fer fram á hverjum morgni og einnig þennan morgun. ,,Heyrðu Regis, síðan hvenær fórstu að nota bensín á reiðhjólið þitt? spyr frændi hans, sem allt í einu stendur í dyrum bílskúrsins. „Já . rétt segir þú, ég er vísl varla vaknaður ennþá," svarar Regis. Hann leggur frá sér dúnkinn, klaoo- ar frændanum á öxlina og hjólar af stað. En ekki lengra en í hvarf. Þar bíður hann á gægjum unz frændi hans er farinn. Þá læðist hann aft- ur inn í skúrinn, tekur dúnkinn og hjólar svo í skólann. Tuttugu mínútum síðar, þegar tími er þegar hafinn, heyrast ægileg hljóð utan úr skólagarðinum. Allir þjóta út í glugga. Við þeim blasir sjón, sem þeir koma til með að muna nokkuð lengi: maður hnígur til jarðar í Ijósum logum. Tveir nemendur hafa náð í teppi; þeir þjóta út í garðinn og reyna með ábreiðunum að kæfa eld þessa lif- andi kyndils. En það er of seint. Eldurinn læsir sig í teppin. Það er ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar að borin hafa verið kennsl á kolbrunnið líkið. Það er af Regis Tal. Foreldrar, kennarar og skólabræð- ur vita ekki hvaðan á þau stendur veðrið. ,,Hann var svo góður dreng- ur, svo trúaður kaþólikki, hvers- vegma gerði hann okkur þetta?" sögðu foreldrarnir. „Hann var einn bezti nemandinn", sögðu kennarar bekkjarins, og vinir hins látna mega síðan ekki minnast hans ógrátandi. En svo fóru menn að muna eftir hinu og þessu. Hollenskir skólanem- ar, sem bekkurinn hafði kynnzt á ferðalagi höfðu skrifað og spurt: Hvað gerið þið fyrir Bíöfru? Við höf- um skrifað drottningunni og sent nefnd til forsætisráðherrans." En bekkur Regisar hafði ekkert gert — ekki þá. Regis, drengurinn með Ijósa bítla- hárið, tók sér bréfið sérstaklega nærri. „Það verður að gera eitthvað, 14 VIKAN 28- tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.