Vikan


Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 3
28. tölublaS - 9. júlí 1970 - 32. árgangur í dansskólahúsnæði að Laugavegi 178 kemur Tízkuþjónustan saman öðru hverju og æfir fyrir tízkusýningar. Það er sú þjónusta sem þessi samtök veita undir stjórn Maríu Ragnarsdóttur, sem meðal annars hefur starfað við sýningarstörf í Danmörku í - fjögur ár. Við brugðum okkur á æfingu hjá Tízkuþjónustunni í vor og segjum frá heimsókninni í máli og myndum. Það getur verið skemmtilegt og skapar oft heillandi andrúmsloft að bera fram eitthvað nýtt fyrir gesti, sem koma í heimsókn. I Eldhúsi Vikunnar, sem Dröfn H. Farestveit, húsmæðrakennari, annast verður nú sagt frá svalandi drykkjum, og á það vel við á þessum tíma ársins. Þeir eru flestir án alkóhóls, en skapa þrátt fyrir það skemmtilega stemningu. Indíánarnir í Brasilíu lifa eins og steinaldar- menn í frumskóginum. Er hægt að þröngva upp á þessa ættflokka lifsvenjum, sem við köllum menningu og höfum verið að þróa í þúsundir ára? I þessu blaði birtum við skemmtilega giein, sem segir frá ferð Joan og Edward Jackson til eyjar- innar Bananal fyrir utan strendur Brasilíu. I ÞESSARI VIKU I NÆSTU VIKU „Það var barið að dyrum og steinar komu fljúgandi úr lausu lofti. Og eitt sinn kom vasahnífur þjótandi og festist í kassa". Þessir atburðir gerðust á bæ einum í Svíþjóð í fyrrasumar. Hjónin sem þar bjuggu voru staðráðin i að flytja þaðan vegna reimleikanna, þar til miðillinn Astrid Gilmark kom til skjalanna og leysti gátuna. Listahátíðin, sem haldin var hér i sumar- byrjun, er ugglaust einn merkasti atburður, sem hér hefur gerzt lengi. Einn af ótal- mörgum þáttum hennar var útisýning höggmynda á Skólavörðuholti. Þetta er þriðja sýningin, sem þar er haldin, en allar hafa þær vakið óskipta athygli. I næstu Viku birtum við svipmyndir af hinum skemmtilegu og nýtizkulegu verkum sýningarinnar. Maó formann er óþarft að kynna, en ekki er víst að mönnum hafi áður verið kunnir heimilishagir hans og einkamál. í næsta blaði segjum við frá hjónaböndum hans og heimilislífi og ýmsu öðru skemmtilegu, sem ekki hefur áður verið á allra vitorði um Maó formann. FORSÍÐAN Það er komið hásumar, þótt ekki hafi mikið farið fyrir blessuðu sólskininu, þegar þetta er ritað. En vonandiá forsiðan vel við, þegar hún birtist i blaðinu. í FULLRI ALVÖRU UNGA ÍSLAND. Urslitin í skoðanakönnun Vikunnar benda til þess að ísl. unglingar séu almennt róttækari í mörg- um málum en menn hafa viljað álíta. Þvi hefur oft verið haldið fram að hinir róttæku meðal unglinganna séu aðeins fámennur hópur, en mikill meirihluti þeirra hægfara eða ihaldssamur þótt „þögull" væri. Samkvæmt úrslitum skoðanakönnunarinnar vantar ekki að unga fólkið hafi trú á landinu sínu, svo að hvað það snertir er ekki hægt að sjá að þjóðinni hafi farið aftur frá aldamótun- um. Unga ísland í dag á það líka sammerkt með vormönnum aldamótaáranna að það hefur litla trú á stjórnarvöldum landsins. Ungmenni nú- timans virðast ekkert slakari i fordæmingu sinni á núverandi valdhöfum en aldamótamennirnir þegar þeir réðust gegn danska nýlenduvaldinu og selstöðubröskurunum. Hinu vísar skoðana- könnun þessi eindregið á bug að æskan í dag vilji hliðra sér hjá ábyrgð og sé að gagntakast kæruleysi í hippastíl, eins og oft heyrist haldið fram. Þvert á móti töldu flestir þeirra, sem spurð- ir voru, að æskan myndi stjórna landinu betur en núverandi valdhafar, þegar hennar tími kæmi. Og mikill meirihluti aðspurðra var alveg óragur við að hefja virka þátttöku í opinberum málum. Einn lét að vísu fylgja þann fyrirvara svari sínu við spurningunni um stjórnarhæfni æskunnar, að þvi aðeins væri hún líkleg til að gera betur en nú- verandi ráðamenn að hún næði völdum fyrir fertugsaldur. Þessi fyrirvari er síður en svo út í hött. Stað- reyndin er sú með flesta að þótt þeir kunni að vera nokkuð róttækir og lifandi i andanum árin kringum tvítugt, þá þurfa þeir að skólagöngu lokinni ekki nema fá ár til að eldast og sljóvg- ast, verða hugsunarlítil og áhrifalaus tannhjól t vél þjóðfélagsins, hvers ranglæti þeir reiddust meðan glæður æskunnar voru ekki kulnaðar. Með tilliti til þessa er sérstök ástæða til að hvetja ungt fólk til að taka sér hlutdeild i völdunum meðan það er ennþá ungt. I stað þess að láta gamlingjana svínbinda sig i pólitískum samtök- um sem háð eru núverandi stjórnmálaflokkum á æskan að skapa sér vígstöðu í eigin stjórnmála- samtökum, óháðum þeim pólitísku báknum sem stjórnað er af mönnum, sem flestir hafa að minnsta kosti einn eða tvo áratugi um fertugt, fyiir utan það svo að vera margir hverjir enn meiri fornleifar í andanum en aldurinn beinlín- is gefur til kynna. dþ. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Ól- afsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega. — Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjaldd. eru: Nóv., febrúar, maí og ágúst. 28 tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.