Vikan


Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 8
Á baðströndinni Kæri þáttur! Mér fannst ég vera á bað- strönd með annarri stelpu. Henni fannst vatnið of kalt, en ég óð út í það og fann þá, að vatnið var aðeins ylvolgt, en mér fannst það ágætt. Þegar ég ætlaði að vaða í land gekk mér illa að komast upp á sandinn. Ég hrakt- ist alltaf aftur á bak. Að síðustu komst ég þó þjökuð og þreytt. Þá sé ég, að stelpan liggur á teppi í sandinum í sólbaði og einhver strákur hjá henni. Ég varð svolítið afbrýðisöm, en leggst á sandinn beran og segi um leið, að stelpan sé of fín til að liggja á sandinum. Hún verði að hafa teppi. O. G. Það er fyrir hamingju og hagn- aði að dreyma, að maður sé að baða sig í sjó. Þessi draumur mundi því áreiðanlega vera hag- stæður og líklega vera fyrir óvenju skemmtilegu sumarleyfi, sem mun sannarlega draga dilk á eftir sér. Sár á fótum og bleikt baSherbergi Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma. Fyrri drauminn dreymdi mig fyrir stuttu síðan, en hinn fyrir nokkrum mánuðum. Sá fyrri er á þessa leið: Mér fannst ég vera háttuð og sitja uppi í rúmi. Þá verður mér snögglega litið á iljarnar á mér. — Hvað, er ég svona skítug á iljunum, hugsa ég. Svo fer ég að athuga þetta bet- ur. Þá eru þetta sár á þremur tám og eitt langt og mjótt þvert yfir ilina. Þau voru dökkbrún og blæddi ekkert úr þeim. Á hinum fætinum var ekkert sár. — Þetta er laglegt, hugsaði ég. — Nú kemst ég ekki í neina skó. Hinn draumurinn er svona: Mér fannst ég vera stödd í íbúð, sem ég kannaðist ekkert við. Ég var með strák, sem ég var einu sinni trúlofuð, og ein- hverri stelpu. Við ætluðum að fá að fara í bað þarna og áttum að borga 3000 krónur fyrir það. Strákurinn lætur mig fá pening- ana og ég fer inn í baðherberg- ið, en þá voru engin hreinlætis- 8 VIKAN 28' tbl- tæki þar, heldur var þar maður að vinna. Búið var að setja gul- ar flísar á veggina. —■ Heldurðu að þetta verði ekki flott, segir maðurinn og sýnir mér hvernig hreinlætis- tækin eigi að vera á litinn. Þau voru bleik, einhvern veginn grá- bleik. Þegar ég fór út hugsaði ég með mér: — Hvernig skyldi gult og bleikt fara saman? Með fyrirfram þökk. H.H. Þessir tveir draumar virðast ekki vera í neinu samhengi. Yfirleitt er sár fyrir mótlæti og erfiðleik- um, og þá gjarnan tengd blóði. En í þínu tilviki var ekki um blóð að ræða, svo að varla geta þetta orðið neinir meiriháttar erfiðleikar. Ætli þeir verði ekki á sviði peningamála. Síðari draumurinn mundi vera fyrir skyndilegum endurfundum við gamlan aðdáanda. Það verða sannarlega fagnaðarfundir og þú gerir þér vonir um, að allt geti orðið eins og það var í gamla daga. En margt hefur breytzt ng þú kemst að raun um, að tilfiijn- ingar hans rista ekki eins djúpt og þú hafðir gert þér vonir um. Þjófur í draumi Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að segja mér, hvað það táknar að dreyma, að maður sé að stela og sé staðinn að verki. Mig hefur dreymt þetta tvisvar sinnum nú að undanförnu og þykir það heldur einkennilegt, þar sem ég er fullkomlega grandvör og heiðarleg manneskja. f bæði skiptin hef ég liðið miklar sálar- kvalir, sérstaklega á meðan ver- ið var að elta mig og ná mér, eftir að ég hafði drýgt þennan líka þokkalega verknað. Eg get ómögulega munað hvað það var sem ég var að stela, því að í bæði skiptin byrjaði draumurinn á því, að ég var búin að fremja ódæðið. Ég geri mér grein fyrir, að þetta boðar líklega eitthvað slæmt, en vona þó hið gagn- stæða, því að oft er það svo að óþægilegir draumar eru fyrir góðu. Má þar til nefna, að saur táknar peninga og auðlegð, eins og þarf náttúrlega ekki að segja þér. draumspökum manninum. É2 hef þá þessar línur ekki lengri, en vil þakka Vikunni f"--ir allt gamslt. og gott. Ég les aút-f draumabáttinn og finnst sá einn galli við hann, að hann er alltof stuttur. Gætuð þið ekki haft hann heila síðu í hverju blaði? Þér verður að ósk þinni, því að bínir óbær'ilegu draumar eru hagstæðir. Það er fyrir góðu að dreyma að maður sé að stela, og alveg sérstaklega, ef það kemst upp. í UMSJÖN ÖLAFS BRYNJÖLFSSONAR Eftir nokkurt hlé, sem varð á íslandsmótinu fyrir skömmu, var tekið til við keppni aftur og skall þá yfir áhorfendur þvílíkt flóð leikja að menn þurftu að hafa sig alla við til að fylgjast með öllu því sem fram fór. Ekki bætti það úr skák að við íslandsmótið bætt- ust svo landsleikir, heimsókn vestur-þýzka liðsins Speldorf, sem lauk í Reykjavík með all sögulegum hætti og þá tók sjón- varpið til við að sýna leiki frá heimsmeistarakeppni í Mexico. Þurftu því knattspyrnuáhuga- menn ekki að kvarta undan því að ekki væri að nógu að taka. Jóhannes Atlason, fyrirliði Fram. Hann hefur í ár tekið á móti tveim bikurum fyrir félag sitt og er ekki ótrúlegt að þeim eigi eftir að fjölga.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.