Vikan


Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 7
Ekki er okkur alveg Ijóst hvað' nýyrð'ið knésetja þýðir; við gizk- um að vísu á að þar muni vera um kvenmann að ræða, en þess- utan gæti hún verið nokkurn veginn hvað' sem er á milli him- ins og jarðar. Raunar sjáum við ekki að þú þurfir á okkar hjálp að halda í vandræðum þínum, þar eð þú dettur sjálfur niður á ráð við þeim í bréfinu, en þar stendur skýrum stöfum að allt sé í lagi með knésetjuna þegar hún er í bláum buxum. Það ætti ekki að vera ofverkið þitt að sjá til þess að hún haldi sér við þann buxnalit. Hrútar og meyjar eru and- stæðrar náttúru og ættu að forð- ast hvert annað nema því aðeins að kringumstæðurnar beinlínis neyði þau í eitthvað samkrull. Hins vegar á að vera í lagi fyrir tvo vatnsbera að rugla saman reitum. Þetta þrennt sem þú spyrð um í lokin er í forsvaran- Iegu meðallagi. LjósmóSurstarf Kæri Póstur! Ég þakka allt gamalt og gott, þá sérstaklega smásögurnar og „Hennar keisaralega tign“ og svo Póstinn. Ég ætla að biðja þig að segja mér hvort drekinn og drekinn (við erum sko í sama merkinu) eigi vel saman. Svo að lokum ætla ég að biðja þig að segja mér allt um ljós- móðurstarfið, hvað maður þarf að vera gamall og bara allt. — Vertu nú sæll, Póstur góður, og vona ég að bréfið lendi ekki í ruslakörfunni. Ein sveitapía í borginni. P.S. Hvernig er skriftin og stafsetningin og hvað lestu út úr skriftinni? Til þess að hefja ljósmóðurnám þarf að hafa náð tuttugu ára aldri og gagnfræðapróf eða hlið- stæða menntun. Tveir drekar eiga yfirleitt ágætlega saman; lík börn lcika bezt. Drekanum og steingeitinni getur einnig tekizt ágætlega upp saman, en þar sem bæði eru nokkuð kappsöm er viss hætta á því að þau lendi í keppni um að komast hvort fram fyrir annað. Skrift og stafsetningu er ekki ástæða til að gagnrýna; skriftar- stíllinn vitnar helzt um hirein og bein og heldur óbrotin viðhorf. Svar til þriggja forvitinna Skrift ykkar allra þriggja er héldur viðvaningsleg og festu- laus og því erfitt að lesa nokkuð ákveðið út úr henni. Númer eitt gæti að vísu gefið' til kynna dugnað og framagirni, nr. tvö viðkvæmni og hollustu, þrjú vissa tilgerð. Ég veit hann sækir SilfurtungliS Kæri Póstur! Ég þakka þér innilega fyrir allt gamalt og gott. Ég hef ekki þurft að skrifa þér til þessa þar sem ég fylgist vel með þér og sé svör þín við vandamálum ann- arra og hef fengið svör við mín- um spurningum og hef haft bæði gagn og gaman af. Ég er hrifin af strák sem var í mínum bekk. Hann hafði að segja mætti ekk- ert talað við mig nema seinni partinn í prófunum og talaði þó nokkuð mikið við mig í ferða- laginu og var bara anzi indæll og eftir að við sáum einkunn- irnar talaði hann við okkur stelp- urnar. En þegar ég tala við hann er ég ekki öll í uppnámi eins og margir virðast vera, heldur er ég furðu róleg. Merk- ir það nokkuð? Ég var að gefa upp alla von, finnst þér það ekki bara rétt, eða á ég að halda áfram að reyna? Ég veit að hann sækir Silfurtunglið. Ég hef mikla trú á stjörnuspám og mín sagði: „Gefstu ekki upp þótt á móti blási.“ Er mikið hægt að treysta þeim? — Hvernig fara Hrúturinn og Steingeitin saman? Hvernig stúlkur velja strákar í Hrútnum sér? Ein í miklum vafa sem vonast eftir svari fljótt. Ekki sakar að reyna, en þótt þú náir ekki í strákinn tekurðu þér þaö vonandi ekki of nærri, fyrst þú ert svona „furðu róleg“, eins og þú segir, þegar þú talar við hann. Efalaust sakar ekki að liafa ofurlitla liliðsjón af stjörnu- spám, en hins vegar mundi hæp- ið að taka þær of bókstaflega, að' minnsta kosti ekki allar stjörnuspár. Hrútar og steingeit- ur eiga yfirleitt ekki vel saman, bæði eru áhlaupagjörn og því líður aldrei á löngu áður en þau renna sér saman, ef þau em sam- vistum. — Hrútstrákar sækjast einna helzt eftir stúlkum, sem líklegar eru til að' tilbiðja þá takmarkalaust og hvetja þá stöð- ugt til nýrra og nýrra dáða; einnig verða þær að gæta þess að vera ákaflega skemmtilegar og hugmyndaríkar, því að ann- ars verða þeir undireins leiðir á þeim og eru þá venjulega ekki seinir á sér að vinda sér í ein- hverjar nýjar. Þetta á við hrút- stráka af skárri tegund, þeir af simplari sortinni meðhöndla kvenfólk sem ambáttir og vilja helzt hvorki heyra þær né sjá nema í bólinu. FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ E6614. MEÐ 4 HELLUM, ÞAR AF 1 MEÐ STIGLAUSRI STLLINGU OG 2 HRAÐSUÐUHELLUR, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFN. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill), stór hitaskúffa, Ijós í ofni. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 ökukennsla ‘Uœinisvoiiorð Uclgi Öi- Scssiliusson Bólslaðahlíð 42 — Simi 813U9 28. tw. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.