Vikan


Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 37
Þrjú hundruð sjötíu og fimm dollarar KENT Með hinum þekkta Micronite filter er eftirspurðasta ameríska filter sígarettan! Framhald af bls. 17. honum tækist fyllilega að gera sér grein fyrir því, sem letrað var á hvíta spjaldið, sem þar lá. Hann las það að minnsta kosti tvisvar áður en honum tókst að skilja meininguna. „Ig ER EKKI DAUÐUR“ „Ég þjáist af flogaveikisköst- um, sem geta orðið svo svæsin, að ég virðist dauður. Finni ein- hver mig, þegar ég er þannig á mig kominn, er hann vinsamlega beðinn að gera viðvart Dr. Kriiger, 441 East, 64. stræti Murray Hill 3-0010“. Hann fleygði' frá sér veskinu eins og það væri hættulegur smitberi. Svo starði hann á það, fann hvernig hann titraði allur og skalf, rétt eins og hann væri sjálfur að fá flogaveikiskast. Hann sá andlitið á hrúgaldinu á gangstéttinni fyrir hugskots- sjónum sínum. Lítið yfirskeggið, lukta hvarmana og friðsælan svipinn. Og svo leit hann þar aðra mynd, sem vakti með hon- um ógn og skelfingu. Gröf í kirkjugarði, ómáluð líkkista, sem seig niður í myrkrið, skófla, sem ruddi moldinni ofan í gröfina. Hann sá andlitið á hrúgaldinu lokaði augunum og reyndi að hafa hemil á hugsunum sínum. En það var með öllu árangurs- laust, hann hugsaði og hugsaði, en samhengislaust og án þess að komast að nokkurri skynsam- legri niðurstöðu. Svo reis hann á fætur og leit í spegilinn. Hann var náfölur í andliti. Eins og liðið lík. Það var með naumindum, að hann bæri kennsl á sjálfan sig. Ekki dugði þetta. Hann stakk veskinu aftur í vasann, gekk fram í eldhúsið og brá sér í yf- irhöfnina. frena var eitthvað að bjástra við potta og pönnur á eldavélinni og raulaði lágt fyrir munni sér. — frena láttu mig hafa fimm- kall. —• Hvað ... hvað ertu að segja, maður? — Láttu mig hafa fimmkall. Eg þarf á honum að halda, en spurðu mig ekki til hvers ... — En mig minnir að við höf- um gert með okkur samning. Varð það ekki að samkomulagi, að hvorugt okkar eyddi eyri af þessum peningum fyrr en allar skuldir væru greiddar? frena, ég kemst ekki hjá bessu. Við skulum ekki ræða h^ð nánar. en é? ■'ærð Það- leyndi sér ekki á svip hennar, að henni var þetta ekki að skapi, en samt sem áður seildist hún eftir krukkunni r„eð peningunum. Hún leitaði í seðl- unum þangað til hún fann fimm- kall. Hann tók við honum, kyssti hana síðan blíðlega á kinnina og hirti ekki um að leyna því, að hann hafði samvizkubit. —- Ég segi þér það satt, vina mín, að ég kemst ekki hjá þessu, mælti hann afsakandi. Ég skal segja þér það seinna, en því er þannig farið, að ég kemst ekki hjá þessu. Ég kem aftur eftir skamma stund, sagði hann um leið og hann gekk út. Það ætlaði að ganga illa að ná í leigubíl. Þetta var ekki eitt af þeim borgarhverfum, þar sem fólk notar leigubíla hversdags- lega, svo það var ekki fyrr en hann kom að Breiðstræti, að hann kom auga á lausan bíl og gat stöðvað hann. Hann nefndi ákvörðunarstað og settist inn í aftursætið. Eftir tæpar fimm mínútur var hann kominn á staðinn. Hann lét bílinn nema staðar spölkorn frá, gekk svo fyrir götuhornið. Hann hafði aldrei gert ráð fyrir því að allt yrði þar með kyrrum kjörum eins og þegar hann hélt þaðan á brott, en engu að síður brá honum ónotalega. Brá vegna þess hve allt var þarna hljótt — og vegna þess að hrúgaldið var farið. Lögreglubíll hafði staðnæmzt spottakorn frá staðnum, þar sem hrúgaldið hafði legið. Hreyfillinn var í gangi og suð hans hið eina, sem rauf kyrrðina. Annars var þarna ekki nein verksummerki að sjá. Ekkert. .. Hann gekk þangað, sem lög- reglubíllinn stóð, án þess hann hefði hugleitt hvers hann ætti að spyrja, eða hvernig hann ætti að komast að orði. — Gott kvöld, lögregluþjónn. Lögregluþjónninn, sem sat undir stýri, virti hann fyrir sér nokkur andartök, horfði á slitin föt hans og spyrjandi andlitið, en leit svo í aðra átt! kinkaði kolli og tók varla undir kveðju hans. — Kom til einhverra átaka hérna? • - Nei, það fannst bara dauð- ur maður liggjandi þarna á gangstéttinni. Þeir óku honum á brott fyrir stundarkorni síðan. Svo virti lögregluþjónninn Joe enn fyrir sér, og nú af nokkurri forvitni. Vitið þér kannski eitt- hvað um þetta mál? — Hver? Eg? Ekki nokkurn skapaðan hlut, svaraði Joe og hopaði um skref. Heyrði bara að viðvörunarblístran var þeytt. 28. tbi. VIKAN 3?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.