Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 39
vegna komið þér ekki hingað og
segið okkur upp alla söguna?
Joe vissi hvað lögregluþjónn-
inn hugsaði honum, og það gerði
honum gramt í geði. Hann skellti
talnemanum á; þetta kom ekki
að neinu gagni, hann hefði get-
að sagt sér það sjálfur, að þeir
í lögreglunni tóku aldrei mark
á símtölum, þegar maður sagði
ekki til sín. Hann varð að finna
eitthvert annað úrræði.
Og skyndilega kom honum ráð
í hug. Læknirinn, hann varð vit-
anlega að tala við lækninn.
Þennan, sem nefndur var á
spjaldinu. Hvað hét hann nú aft-
ur? Joe strauk sér um ennið. Jú,
alveg rétt — Kruger hét hann.
Og hann fletti símaskránni allt
hvað af tók.
Svo hringdi hann í númerið;
beið og hélt niðri í sér andan-
um.
— Hjá Krúger lækni, svaraði
stúlkurödd.
— Get ég fengið að tala við
lækninn sjálfan? Það er afar
áríðandi.
— Því miður. Læknirinn er
ekki til viðtals. Get ég kannski
tekið skilaboð?
— Hvar er hann? Eg verð að
ná sambandi við hann.
— Hann er í sumarleyfi suður
á Miami. En ef þér segið mér
hvað þér heitið . ..
— Það kemur ekki þessu máli
við. Kannist þér nokkuð við einn
af sjúklingum læknisins, Marvin
Horine?
— Því miður ekki, herra
minn ...
— Eruð þér ekki hjúkrunar-
konan?
— Nei, ég er einungis síma-
stúlka hjá lækninum.
Enn lagði Joe talnemann á.
Nú átti hann ekki um nema
eitt að velja. Hann var tilneydd-
ur að snúa sér til lögreglunnar
persónulega. Segja þar frá öllu
saman, og gera þeim ljóst að
hann væri hvorki vitskertur né
drukkinn. Að vísu gæti hann
kannski leynt því atriði sögunn-
ar, sem einungis snerti sjálfan
hann, ef hann gætti vel að sér.
En hann varð að gera þeim ljóst
hvað um var að ræða, áður en
farið væri að moka ofan í gröf-
ina.
Hann hélt í áttina til lög-
reglustöðvarinnar; gekk hægt og
rólega og athugaði sitt mál.
Lögregluþjónninn, sem við
skrifborðið sat, leit ekki einu
sinni við honum fyrr en hann
mælti:
— Það var ég, sem hringdi við-
víkjandi náunganum, sem þið
funduð iiggjandi :á gangstéttinni
við 21. götu.
Lögregluþjónninn hleypti sín-
um dökku og loðnu brúnum.
Síðan brosti hann:
— Einmitt það, já. Fáið yður
sæti. Bates yfirlögregluþjónn
kemur von bráðar. Ég var búinn
að greina honum frá símtalinu.
Andartaki síðar kom fram í
skrifstofuna hörkulegur náungi
klaeddur stroknum einkennis-
búningi. Hann var viðlíká hæ-
verskur og lögregluþjónn í sjón-
varpi.
Þegar hann hafði heilsað Joe,
leiddi hann hann með sér inn í
heldur ömurlega skrifstofu, bauð
honum að setjast og lét hann
síðan segja upp alla söguna einu
sinni enn.
— Á gangstéttinni við 21. götu
endurtók hann og krafsaði eitt-
hvað á pappírspoka. Joe þóttist
sjá að það væri bara til mála-
mynda, hann skrifaði ekki neitt.
— Lágvaxinn náungi, vel
klæddur og með lítið yfirskegg,
kominn um sextugt?
— Já, einmitt.
— Og þér viljið halda því
fram að hann sé ekki dauður?
— Ég veit að hann er það
ekki.
— Hann leit nú samt út fyrir
að vera öldugið prýðilega dauð-
ur, þegar þeir komu með hann.
Hjartað bærðist ekki, enginn
andardráttur og ekki neitt.
Læknirinn, sem athugaði hann,
var ekki í neinum vafa um að
hann væri steindauður. Þeir
gáfu út dánarvottorðið í morgun.
Hjartaslag. Hann liggur inni í
líkklefanum og bíður þess að
verða grafinn.
Og yfirlögregluþj ónninn band-
aði hendinni. — Þér sjáið það
því herra Helmer, að það er ekki
minnsta ástæða til að vera með
neinar áhyggjur. Þér skuluð nú
fara heim og hvíla yður.
Joe sló í borðið. — Þér hald-
ið kannske að ég gangi með lausa
skrúfu? Að ég sé einhver aula-
bárður, er ekki svo?
Bates hló. — Því hef ég aldrei
haldið fram, herra Helmer.
- En þér hugsið það samt,
svona með sjálfum yður. En bíð-
ið þér bara þangað til læknir
þessa náunga kemur aftur heim
úr sumarleyfinu, bætti hann við
og laut nær yfirlögregluþjónin-
um.
— Heyrið þér mig ... hvað er
það eiginlega, sem veldur því að
þér haldið þessu svo fast fram?
Hvers vegna getið þér verið svo
viss um þetta, herra Helmer?
— Það get ég sagt yður, svar-
aði Joe Helmer og kyngdi munn-
vatni sínu. Það lá spjald í hólf-
inu í veskinu hans, og þar stóð
einmitt... þetta ...
— Við fundum ekki neitt
veski eða spjald á honum.
— Eg hlýt þá að hafa gloprað
því... ég . . . ég var svo hrædd-
ur og utan við mig . . .
— Hræddur ... við hvað eig-
inlega?
Verið ekki að þessum
veiðibrellum, hrópaði Joe. Ég
hef ekki minnstu hugmynd um
hvað af veskinu hans varð. Eg
veit það eitt, að hann er ekki
dauður. Og að þið eruð að því
lsomnir að kviksetja hann.
— Tókuð þér veskið hans, eða
hvað?
— Nei.
. — Eruð þér viss um það?
— Allt í lagi, hrópaði Joe upp
yfir sig. Ég tók veskið hans. Ég
sá ekki betur en hann væri dauð-
ur. Og ég hugsaði sem svo, að
það væri svo sem auðséð að
hann þyrfti ekki framar á pen-
ingum sínum að halda. Og nú
verðið þér að sjá svo um, að
hann verði skoðaður af færum
lækni.
Yfirlögregluþjónninn virti
hann fyrir sér. Tók síðan tal-
nemann og hringdi.
— Max........ Hafið þið farið
nokkuð með líkið ... Jæja, ligg-
ur það enn í frystiklefanum .
Jæja, ágætt...
— Viljið þér koma með mér,
herra Helmer?
Joe gekk við hlið honum um
langan gang og síðan niður mörg
stigaþrep, og loks enn um lang-
an gang, unz yfirlögregluþjónn-
inn nam staðar við ramgerar
dyr, dró lyklakippu upp úr vasa
sínum og opnaði þær. Það lagði
ískaldan gust í fang þeim.
— Gerið svo vel, herra Helm-
er.. .
Yfirlögregluþjónninn leiddi
hann að marmarabekk og dró
dúkinn ofan af líkinu, sem þar
lá.
— Berið þér kennsl á náung-
ann?
Joe starði á líkið. Kyngdi. —
Já, það er hann. Það er Marvin
Horine...
En yfirlögregluþjónninn hristi
höfuðið. —- Nei. herra Helmer.
Við þekkjum þennan náunga
mætavel. Hann heitir ekki Mar-
vin Horine, heldur Capper.
Sonny Capper var hann alltaf
kallaður. Við höfum þekkt kauða
svo árum skiptir.
— Þið?
— Já, það er nú einu sinni
okkar atvinna, að þekkja slíka
pilta, herra Helmer. Sonny var
einhver slyngasti vasaþjófurinn
hér í borg á meðan hann var og
hét. Þangað til hann fékk
hjartabilunina. Og nú er hann
sem sagt allur. Jæja, viljið þér
koma upp með mér aftur, herra
Helmer. Það er dálítið, sem við
þurfum að ræða betur, er ekki
svo...
Hennar keisaralega
tign
Framhald af bls. 23.
fyrir endann á þessu. Hvernig
myndi keisarinn taka þessu? Það
hafði aldrei skeð áður að erki-
hertogi tæki að sér embætti
þjóðhöfðingja, án vitundar keis-
arns.
Þetta var alveg einsdæmi, og
afstaða keisarans yrði líka
ábyggilega einsdæmi...
Milly andvarpaði. Ég elska
hann meira en mitt eigið líf, og
FjarlægiS
naglaböndin
á auðveldan hátt
A Fljótvirkt
"á Hreinlegt
* Engar sprungur
& Sársaukalaust
Hinn sjálffyllti Cutipen gefur mýkj-
andi lanolín blandaðan snyrtilög, einn
dropa í einu sem mýkir og eyðir
óprýðandi naglaböndum. Cutipcn er
eins og fallegur óþrjótandi sjálfblek-
ungur sérstaklega gerður til snyrting-
ar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir
og lagfærir naglaböndin svo að negl-
ur yðar njóti sín. Engra pinna eða
bómullar er þörf. Cutipen er algjör-
lcga þéttur svo að geyma má hann I
handtösku. Cutipen fæst í öllum
snyrtivöruverzlunum. Handbærar á-
fyllingar.
Cutáþ&K'
Fyrir stökkar neglur biðjið um Nutri-
nail, vítamínsblandaðan naglaáburð
sem seldur er í pennum jafn hand-
hægum í notkun oð Cutipen.
UMBOÐSMAÐUR:
J. Ó. M Ö L L E R & C O.
KIRKJUHVOLI, REYKJAVÍK
svo verð ég til að eyðileggja hans
líf.
Ég verð að rífa mig frá honum,
hugsaði hún í angist sinni. Ef ég
elska hann verð ég að hverfa úr
lífi hans! Það er hans eina lausn.
Hann verður að vera laus við
þetta ok, sem dregur hann niður
í svaðið; dregur hann út í ýtrustu
neyð.
Þessi hugsun fékk æ meíra
vald yfir henni. En samt hikaði
hún. Yfirgefa Gianni... Hvern-
ig fékk hún styrk til þess? Ég get
það ekki, hugsaði hún í örvænt-
ingu sinni, — ég get það ekki...
Ráðþrota og full vonleysis,
hljóp hún út á brautarpallinn.
Lestin kom, tuttugu mínútum of
seint. Milly stóð við handriðið og
leit yfir farþegana, sem gengu
fram hjá henni. Gianni var ekki
með lestinni.
Hafði hann ekki fengið skeytið
í tæka tíð? Kom hann með næstu
lest?
Þá sá hún lestarþjón og veifaði
til hans. — Segið mér, var Jó-
hann Salvator erkihertogi ekki
með lestinni? Þér þekkið hann, er
það ekki?
Lestarþjónninn heilsaði hæ-
versklega og sló hælum saman.
— Jú. Erkihertoginn var með
28. tbi. vnCAN 39