Vikan


Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 23

Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 23
Allt var glatað. Hún var búin að missa Gianni, sem hún elskaði svo heitt. Og nú sat hún í hótelherbergi í framandi landi, og lét hugann reika til hamingjustund- anna, sem hún hafði áttmeðhonum. Hvernig átti hún að lifa lífinu. Gianni var allt hennar líf.. búnir að vera sem menningarþjóðfélag! — Þetta má ekki fréttast! Yfirhirðmeistar- inn þaut til Fabbris. — Heyrið þér, öskraði hann. — Þar sem þér hafið klúðrað þessu öilu, verðið þér að minnsta kosti að sjá um að það fréttist ekki! — Já, yðar hágöfgi. Fabbri hneigði sig. — Ég skal rannsaka mál Milly Stubel með mestu leynd, án þess að láta blöðin komast í það . . . Alis ekki! hrópaði forsætisráðherrann. — Eruð þér frá yður, maður? Engar rann- sóknir! Þessi tvö lík verða grafin, — og þar með búið! — Þessi Milly Stubel, bætti yfirhirðmeist- arinn við, — verður yfirleitt ekki bendluð við þetta Balkansmál. Skiljið þér það? Þessi stelpufjandi er búin að gera okkur of erfitt fyrir! Hvað henni viðkemur verður að leika á aðra strengi! Milly beið í skrifstofu Fabbris. Hún starði fram fyrir sig og sat grafkyrr, beið ... En hún var búin að koma nokkurn veginn lagi á ruglingslegar hugsanir sínar. Fabbri vissi margt, en hann hafði ekki hugmynd um áform Giannis, og hún ætlaði að vara sig á því að láta hann hafa nokkuð upp úr sér um það! Það skal verða yfir mitt lík! hugsaði hún. Hann fær ekki eitt einasta orð upp úr mér. Látum hann setja mig í fangelsi. Ég svík aldrei Gianni... en á einhvern hátt verð ég að koma boðum til hans. Vara hann við! Hann má ekki far til Sofiu! Uppreisn liðsforingj- anna kæmi í veg fyrir áform hans. Skilaboð, — en hvernig átti hún að fara að því? Miily braut heilann. Hún sá sjálfa sig í anda, í óhreinum fangklefa, eins og í Lem- berg. Þá hafði Galatz barónsfrú bjargað henni. Milly hrökk við. Fabbri var kominn aftur. Ljóta andlitið var rauðflekkótt og tekið og hann var lotinn í herðum. Hann gekk með þungum skrefum að skrifborðinu, án þess að virða hana viðlits. Henni var ekki ljóst hvort hann sá hana. Hún rétti úr sér. — Ég hef verið að hugsa um úrslitakosti yðar, Fabbri barón, sagði hún fastmælt. — Ég segi ekki meira. Ég vil held- ur fára í fangelsi. Hann sat í keng við skrifborðið og starði á hana, undarlega fjarrænn. Eftir drykklanga stund sagði hann seinlega í hálfum hljóðum. — Þér eruð allsstaðar til vandræða. Ég vildi óska að ég hefði aldrei hitt yður. Ef ég hefði ekki hitt yður, hefði Jóhann Salvator heldur ekki kynnzt yður, hinn eðli riddari, sem vildi verja yður fyrir mér. En ég hélt að þér vær- uð eins og hinar dansmeyjarnar. Hann eyði- lagði á mér nefið, en þér eyðilögðuð framtíð hans. Það er mér engin huggun, nú hafið þér eyðilagt framtíð mína líka. Fabbri þagnaði snöggvast. — Þér megið fara, ungfrú Stubel. — Hvað? Milly varð undrandi, skildi ekki hvað hann var að fara. — Ég sagði að þér mættuð fara. Þér eruð frjáls. Við þurfum ekki lengur á yður að halda. Það sem við vildum fá að vita, stendur nú þegar í New York Herald. — Hvað — hvað stendur í New York Her- aid? spurði Milly. En hún vissi það, áður en Fabbri svaraði. Ernö Buday, blaðamaðurinn . . . Hún hafði sjálf sagt honum það. Fabbri sagði: — Búlgarski draumurinn er orðinn að engu, yðar furstalega tign. Illgirn- islegur svipur kom snöggvast á ásjónu hans, en hvarf jafnfljótt. — Þér hefðuð eflaust tek- ið yður vel út í hásæti Búlgaríu, en þér náð- uð ekki svo langt. Það er leiðinlegt fyrir yð- ur, leiðinlegt fyrir erkihertogann. En mér er það svoiítil huggun ... Milly þaut út úr skrifstofunni, án þess að svara nokkru orði. Þegar hún kom út á göt- una, veifaði hún í leiguvagn. — Til vestur brautarstöðvarinnar! hrópaði hún til öku- mannsins. — Það liggur á! Hún vissi ekki hvenær von var á Gianni til Vínar, en það var ekki strax. En hún hafði það á tilfinning- unni að hún væri nær honum á stöðinni. Hún var veik af þrá eftir honum, en hún kveið fyrir því augnabliki, þegar hann stæði fyrir framan hana, sigurviss og glaður, eins og hann hafði verið síðustu vikurnar. Gianni vissi örugglega ekkert ennþá. Sím- skeytið frá henni hafði eflaust gert hann óró- legan, en hann gat ekki vitað hve hræðilegt þetta reiðarslag var! Þegar Milly reyndi að hugsa um hvernig hún ætti að segja honum þetta, sortnaði henni fyrir augum. Hún var ástæðan fyrir óham- ingju hans. Hún gekk inn í veitingastofuna fyrir fyrsta farrými og bað um kaffi, en hún snerti það ekki. Orð Fabbris brunnu í huga hennar. Kona sem fœrir öðrum óhamingju. Henni var sama þótt hún hefði eyðilagt framtíð Fabbris. En hún hefði heldur viljað láta lífið en að gera Gianni óhamingjusaman. Ef hún hefði ekki verið, þá væri Gianni nú kvæntur Piu Mariu og lífið hefði litið öðru- vísi út fyrir honum. Hann hefði þá e'lnþá verið í sátt við ættmenn sína. Hann hefði að öllum líkindum verið gerður eftirmaður Al- brechts erkihertoga. En hann hafði hafnað Piu Maríu, orðið ósáttur við keisarann, verið sendur til Gali- síu og því næst rekinn úr hernum. Og allt er þetta mér að kenna, hugsaði Milly. Ég kom með barónsfrúna heim til okkar, ég þagði yfir samsæri liðsforingianna í Búl- garíu. Ef ég hefði sagt honum strax frá, þá hefði hann getað sett sig í samband við Stambuloff, forsætisráðherrann í Búlgaríu, og hann hefði getað afstýrt uppreisninni... Nú var það of seint. Hún hafði eyðilegt allt fyrir honum, og það var ekki einu sinni séð Framhald á bls. 39. 28. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.