Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 4
Það er frétta fljótast, sem í
frásögn er ljótast.
Islenzkur málsháttur.
Viðvörunarkerfi sem segir sex
Eigandi Stokkhólms Radio-
hyrá AB, Lennart Drussing,
verkfræðingur, var orðinn leið-
ur á sífelldum innbrotum í verzl-
un sína, og ákvað að gera nú
eitthvað í málinu í eitt skipti
fyrir öll. Og hann lét sannarlega
ekki standa við orðin tóm.
Þegar þjófur reyndi nýlega að
brjótast inn til hans, fékk hann
heldur betur fyrir ferðina. Hann
braut rúðuna í dyrum verzlun-
arinnar með öxi og á samri
stundu gerðist eftirfarandi:
Þjófabjalla byrjaði að hringja
samtímis því sem búðin varð
uppljómuð afar sterkum Ijósum.
Fjórar kvikmyndavélar fóru í
gang og kvikmynduðu þjófinn
bæði í svart-hvítu og litum.
Einnig fór segulband af stað og
drynjandi rödd eigandans hljóm-
aði: „Grípið þjófinn! Grípið
þjófinn! Innbrot í Óðinsgötu 21.
Takið niður bílnúmerið. Hring-
ið á lögregluna!"
Það var ekki að furða, þó að
þjófurinn sleppti þvi sem hann
var með í höndunum og tæki til
fótanna í dauðans ofboði. Blöð-
in sögðu frá þessu skemmtilega
atviki, en Drússing verkfræðing-
ur gerir sér vonir um, að inn-
brotsþjófar láti verzlun hans í
friði eftirleiðis.
illlfí'í'fll
«111 ||g
Ung stúlka gerist fangelsisprestur
Hún var staðráðin í að verða
leikkona, en skyndilega skipti
hún um skoðun, hóf nám í guð-
fræði og gerðist prestur. Caro-
line Krook var vígð í dómkirkj-
unni í Lundi í fyrravor og fékk
strax starf sem prestur í Malmö.
Eitt af verkefnum hennar er að
vera fangelsisprestur - - föngun-
um til mikillar ánægju.
— Það er stórkostlegt að tala
við hana, segja fangarnir. _
Hún kemur ekki aðeins til að
syngja sálma á sunnudögum.
Hún ræðir við okkur um vanda-
mál okkar og okkur finnst aldr-
ei, að hún sé að pranga inn £
okkur trúarhugmyndum sínum
og kreddum. Þess vegna eru
biblíustundirnar með henni
skemmtilegustu heimsóknir sem
við fáum.
Tók háskólapróf
fjórtán ára
Fjórtán ára gamall úrengur;
Svante Jansson að nafni, tók ný_
lega háskólapróf í málfrmði við
Uppsala-háskóla og er langsam_
lega yngsti nemandi, sem þaðan
lýkur prófi. Allt frá þvi að hann
byrjaði í fyrsta bekk barnaskól-
ans, hafa kennarar hans verið í
stökustu vandræðum með hann.
„Við getum ekkert kennt þess-
um dreng“, sögðu þeir hver af
öðrum. Og Svante færðist stöð-
ugt ofar í skólakerfinu og var
kominn í menntaskóla tíu ára
gamall. En hann lét sér ekki
nægja þá fræðslu, sem honum
stóð til boða í skólanum. Hann
stundaði nám í bréfaskóla og
kennararnir þar höfðu ekki við
að senda honum svör við spurn-
jngum hans. Aðalprófessor hans
í Uppsala-háskóla hefur þetta
að segja um þennan afbrigðilega
nemanda sinn: „Þetta er í raun-
inni ósköþ venjulegur strákur á
þessum aldri. En hann hefur
óvenjulegan áhuga á að lesa og
á ótrúlega gott með að læra.“
STUTT
OG
LAG-
GOTT
I augum hins kjarkmikla
manns er heppni og ó-
heppni eins og hœgri og
vinstri hönd. Hann notar
þœr báðar.
4 VIKAN
29. tbl.