Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 6
SUMARLEYFIÐ verður ánægjulegra með
nýjum MONROE höggdeyfum undir bílnum.
Ný sending í flestar tegundir bifreiða.
Hann kom ekki bara
til þess
Halló, elsku Póstur minn!
Nú er ég í vanda stödd og ætla
að biðja þig að gefa mér góð ráð.
Ég var með strák sem er ofsa
sætur og mikið krútt. En um
daginn kom hann hingáð og
sagði mér upp (hann kom ekki
bara til þess). Ég er svo hrifin
af honum að ég er að sálast. Ég
veit ekki hvort hann er hrifinn
af mér ennþá. En viltu nú, Póst-
ur minn, segja mér hvort ég á
að krækja í hann aftur eða ekki?
Jæja, ég vona að þú gefir mér
gott ráð. Vertu blessaður og sæll,
og þakka þér fyrir allt gott.
Þín L.S.
P.S. Hvernig er skriftin?
Þetta er dálítið mótsagnakennt
hjá þér. Hann segir þér upp, og
maður skyldi í fljótu bragði ætla
að það benti eindregið til þess
að hann væri ekki hrifinn af
þér. En á því virðist þó leika
einhver vafi, ef marka má orð
þín. Kannski liggur skýringin að
einhveriu leyti í því erindi hans,
sem þú vísar til innan sviga en
greinir ekki frá að öðru leyti.
Ef þú telur þig hafa möguleika
á að krækja í hann, þrátt fyrir
þessa dularfullu uppsögn, hvers
vegna þá ekki að reyna, ef þig
langar til? — Skriftin er skýr
og frekar snotur.
Vill smíSa tennur
Kæri Póstur!
Ég hef löngun til þess að verða
tannsmiður, getur þú ekki hjálp-
að mér með upplýsingar, til
dæmis:
1. Hvaða aldurstakmark er?
2. Hvaða skólaskylda er?
3. Hvað tekur námið mörg ár?
4. Hvar get ég fengið meiri
upplýsingar?
Svo þakka ég bara allt gott.
Hvernig er skriftin?
Ein löngunarrík.
Aldursskilyrði eru engin. Gagn-
fræðapróf þarf eða hliðstæða
menntun. Námið tekur þrjú ár.
Frekari upplýsingar má fá hjá
Tannsmiðafélagi íslands, en for-
maður þess er Eirný Sæmunds-
dóttir, Háaleitisbraut 107, Rvík.
Skriftin er ósköp barnaleg.
Angelo Domenghini
Kæra Vika!
Mig langar að biðja þig að
birta einhverjar upplýsingar um
ítalska knattspyrnumanninn An-
gelo Domenghini, sem leikur
með félaginu Cagliari. Mér þætti
mjög vænt um ef þið gætuð birt
myndir af honum.
Með kæru þakklæti fyrirfram.
Fótboltaunnandi.
Domenghini er fæddur 25. ágúst
1941 í smáborginni Lallio nálægt
Bergamo í Norður-ítalíu. Hann
þótti efnilegur í unglingaliðum
og spilaði með fyrstudeildarlið-
inu Atlanta frá Bergamo sinn
fyrsta leik fjórða júní 1961,
tæpra tuttugu ára gamall. Varð
fastur leikmaður í liðinu keppn-
istímabilið 1962—1963, en það ár
lék hann sinn fyrsta landslcik í
B-liði ftala gegn B-liði Búlgaríu,
sem ítalir unnu á sjálfsmarki.
Sinn fyrsta A-landsleik lék hann
gegn Rússum í Evrópubikar-
keppni landsliða tiunda nóvem-
ber 1963. Fyrri leik þessara Iiða,
sem fram fór í Moskvu, unnu
Rússar 2—0 og þurftu því ítalir
að vinna seinni Ieikinn til að
eiga möguleika á áframhaldandi
keppni. Þetta fór á annan veg,
Rússar skoruðu á þrítugustu og
annarri mínútu og ftalir höfðu
möguleika á að jafna úr víta-
spyrnu, sem Mazzola tók, en
Jasjin í marki Rússa bjargaði
henni. Það var ekki fyrr en á
síðustu mínútu Ieiksins að Ri-
vera jafnaði fyrir ftali og voru
þeir því þar með úr keppninni.
Inter-Milan vár á þessum ár-
um toppliðið á Ítalíu undir stjórn
Helenio Herrera. Honum hafði
litizt vel á Domenghini og keypti
hann í lok keppnistímabilsins
1964. Inter-Milan var með í liði
sínu þrjá útlendinga, og mátti
félagið nota þá alla í Evrópu-
bikarkeppnina en aðeins tvo í
deildarkeppnina, þeir voru Spán-
verjarnir Suarez og Peiro og
Brasilíumáðurinn Jair. Notaði
Inter þá alla í Evrópubikar-
keppninni, en í deildarkeppninni
tók Domenghini stöðu Jair á
kantinum. Af þessum sökum lék
hann ekki með liðinu þegar þeir
urðu Evrópumeistarar og heims-
meistarar félagsliða 1965, eða ár-
ið eftir er þeir reyndu að vinna
þessar keppnir öðru sinni, hins
vegar var hann aðalmaður Iiðs-
ins í deildarkeppninni, sem þeir
unnu 1964—‘65 og 1965—‘66. Það
urðu honum mikil vonbrigði er
hann var ekki valinn í lið ftala
í heimsmeistarakeppninni í Eng-
landi 1966. Eftir stórlineykslið
sem þar gerðist er hinir lág-
vöxnu norður-kóreönsku knatt-
spyrnumenn slógu ítali úr
keppninni komst Domenghini
aftur í sviðsljósið og sérstaklega
1968, er ftalir urðu Evrópumeist-
arar Iandsliða. f úrslitakeppn-
fí VIKAN
29. tbl.