Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 30
Nú er einu sinni ennþá rok í Hollywood, efnahagslegt rok.
Það hefur svo sem oft verið stormasamt þar, en nú virðisl
framtíð kvikmyndahorgarinnar vera í hættu. Fimm af sjö
kvikmyndafélögunum, sem einu sinni voru milljónafyrir-
tæki ,er nú alveg að hrynja niður. Það er stöðugt verið að
ráða nýja framkvæmdastjóra og reyna nýjar leiðir, en ein-
hvern veginn liefur ekki verið hitt á þær réttu. Ef illir spá-
dómar rætast, þá verður helmingur félaganna liðinn undir
lok eftir árið. Og þá er Hollywood búin að vera sem kvik-
myndahorg.
Þrátt fyrir sjónvarp, hafa tekjur kvikmyndahúsanna
hækkað töluvert á síðastliðnum árum, og árið lí)69 var tekju-
drýgra en sjö undanfarin ár hjá kvikmyndahúsum í Ame-
riku. En þær tekjur fara ekki lengur allar til Hollywood.
Unga fólkið sækir yfirleitt lítið Hollywood kvikmyndir, og
það er auðvitað hættulegt þessum gömlu félögum.
MGM, sem einu sinni var risinn í kvikmyndaiðnaðinum,
hefur nú skipt um framkvæmdastjóra þrisvar á síðasta ári.
Til þeirra verka, sem þeir urðu að hætla við af fjárhags-
En um leið er „Sound of Music“ og dæmalausar vinsældir
þeirrar kvikmyndar, ein af ástæðunum fyrir því að Holly-
wood hefur hrapað niður brattann, og að sá staður, sem einu
sinni var Mekka kvikmyndanna er nú orðinn eins konar
fornaldardýr á atomöld.
I þeirri trú að áhorfendur gætu melt meira af þessu tagi,
sem kallað var „Sound of Music“ fyrirbrigðið, var rokið til
að framleiða meira í þeim dúr, kvikmyndir eins og „Good
bj'e mr. Chips“ og „Dr. Dolittle“, sem voru dýrkeypt ævin-
týri i söngleikjastil. Það er aðeins „Hello Dolly“, sem lítur
út fyrir að gefa eitthvað í aðra hönd, þótt ekki sé útséð um
það ennþá.
Kostnaðurinn við þá mynd var gífurlegur, og líklega hafa
hin ævintýralegu laun, sem Barbra Streisand fékk, verið
lítill hluti þess kostnaðar.
Svo eru það stjörnurnar. Þær voru ráðnar til langs tima
og þá þurfti geysilega mildð og peningafrekt auglýsingabákn,
lil að viðhalda vinsældum þeirra. Þessar stjörnur einar sam-
an nægðu ekki til að auka inntektir félaganna. En þær og
ástæðum, er meðal annars kvikmynd Fred Zinnemans eftir
skáldsögu andré Malraux, „Hlutskipti mannsins“, með Liv
Ullmann og Max von Sydow í aðalhlutverkunum. Við þá
kvikmynd var hætt, rétt áður en byrjað var á upptöku. Það
kostaði félagið hvorki meira né minna en rúmar 255 millj-
ón krónur í undirbúningskostnað.
Fyrir sömu upphæð gerði annar framleiðandi svokallaða
ódýra mynd „Frú Rohinson“, með óþekktum leikara, Dustin
Hoffmann, í aðalldutverki. Þessi mynd er nú sú þriðja í röð-
inni hvað vinsældir snertir í heiminum.
Eftir því sem LIFE segir, hefur MGM tapað meira en fjór-
um milljörðum króna á niu mánuðum. Á sama tima hefur
FOX tapað þriðjungi meira, og þar var ekkert framleitt í
sex mánuði á siðasta ári. Samt vonar stjórnin að félagið
verði við liði á næstu öld, því ráðgert er að félagið hciti þá
Twentyfirst Century Fox.
Warner Brothers láta nægja að fi-amleiða ekkert í þrjá
mánuði. Universal hefur lika tekið í taumana eftir fjárhags-
legt (og listrænt!) afhroð eins og „Isadora“ og „Sweet Char-
•ity“. Paramount selur kvikmyndaverið í Hollywood og lætur
sér nægja fyrirtæki, sem aðeins hefur á að skipa 25 föstum
starfsmönnum.
Fyrirtækið sem Disney lét eftir sig er ennþá á grænni
grein. Ágóði af fyrirtækinu var 21% árið 1969. Columbía
er lika sæmilega vel stætt, segir TIME.
Til þess að Ilollywoodkvikmynd borgi sig, þarf að hafa
upp þrisvar sinnum framleiðslukostnaðinn. Risafyrirtæki,
eins og „Sound of Music“, sem Fox framleiddi, hefur gert
það. Fram að þessu er sú mynd húin að skila hátt á annan
milljarð króna.
hlaðafulltrúar þeirra gerðu sitt til að slá ryki í augun á trú-
gjörnum og gagnrýnilausum áhorfendum.
Nú, í dag, er ekki lengur talað um risalaun og 10% af
hruttótekjum. Það er jafnvel orðið algengt að stjörnurnar
sjálfar leggi peninga til framleiðslu kvikmyndanna, og láta
sér nægja töluvert minni ágóða.
Hættan steðjar að Hollj'wood frá mörgum hliðum. Það
er langt frá þvi að sjónvarpið sé eina ástæðan fyrir fjárhags-
legu hruni í Hollywood. Það hefur alltaf verið hefð að
Hollywood kvikmyndir séu gerðar fyrir sem breiðastan áhorf-
endahóp. Helminginn af tckjum sínum liafa framleiðendur
þar fengið erlendis frá. Þá er margt að varast og um að gera
að hneyksla ekki almenning. Þess vegna hafa kvikmyndirnar
verið nokkuð efnislitlar. Þetta var ágætt, meðan fáir reyndu
að keppa við risana, en nú er það aðeins lítill hluti af kvik-
myndum, sem koma á heimsmarkaðinn, teknar í Ilolly-
wood.
Það tekur yfirleitt 18 mánuði að framleiða Hollywood-
kvikmynd. Það er of langur tíma, nú, þegar mikill hluti bíó-
gesta skiplir mjög fljótt um skoðanir.
Nú er það miðaldra fólk og eldra, sem nýtur þess að horfa
á gamlar kvikmyndir frá Hollywood í sjónvarpinu lieima
hjá sér, en unga fólkið sækir kvikmyndahúsin. Og ekki ein-
göngu í Ameriku. Það er unga fólkið, sem nú er svo sjálfstætt
í skoðunum, sem hinir nýju frainleiðendur hafa í lniga við
gerð mynda sinna.
Þeir vinna hraðar, fækka tæknimönnum, og leggja mesta
rækt við texta og efni, sem er í samræmi við veruleikann.
Þeir þora að láta listrænl gildi ráða. Þeir vita hvaðan vind-
urinn blæs og sigla eftir þvi. Og þeir fá líka hrós að verð-
39 VIKAN 29- tbl-