Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 33
verzlunarmannahelgina, svo það var ekki hægt. — Þegar ég var hér í gagn- fræðaskóla fyrir nokkrum árum voru krakkarnir alltaf að tala um að foreldrar sínir væru ómögulegir og að allt sem væri ekki gott væri þeim að kenna. Þá fannst mér þetta tóm vitleysa — en nú veit ég að það er rétt. Foreldrar vilja að mað- ur geri allt eins og þeir gerðu, og það er ekki nógu gott, því sá heim- ur sem þau hafa skapað okkur er ekki góður. Sennilega er ekki mesta vonin bundin við mig og þig, heldur börnin okkar. Ef við ölum börnin okkar upp þannig að þau læri að meta það sem gott er og rétt, í staðinn fyrir íbúðina og sjónvarpið, þá er möguleiki fyrir okkur. Við höfum verið alin upp í allt öðru, og því er ekki hægt að binda svo miklar vonir við okkur. — Já, ég var að tala um hrein- leika og það hversu raunveruleg tónlistin er orðin. Tökum til dæmis lagið „Spirit in the Sky"; þegar ég heyri það þá finnst mér ein- hvernveginn að það hljóti að vera stórkostlegt að deyja. Svífa svona upp og út í eitthvað sem er óend- anlegt. Annars langar mig ekki að deyja núna, það er svo margt sem ég á eftir að gera. Kalli (Sighvats.) sagði mér einu sinni að hann hefði heyrt að það væri bezta fólkið sem dæi yngst. Er það rétt? Ég bendi Shady á að þetta ætti áreiðanlega við það sem sagt væri: „Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir ..." — Já, svarar hún, —■ en hann (Guð) hlýtur að elska mig. Af hverju ætti hann ekki að gera það? Við sitjum uppi á gömlu vatns- geymunum á móts við Kennara- skólann og horfum út yfir bæinn, Sundin og fjallahringinn. Veðrið er fallegt og það er eins og að sitja í hásæti langt fyrir ofan allt og alla og horfa á heiminn snúast; ys og þys yfir ísskáp, frystikistu, sjón- varpstæki, lítilli, hvítri Kortíu og íbúð í blokk; þrír víxlar falla á morgun. Við förum að tala um cannabis og þau áhrif sem það getur haft. — Það opnaði á mér augun fyrir mörgu því sem ég vissi ekki áður, segir Shady. — Það tekur vissan tíma fyrir mann að skilja hitt og þetta í sambandi við lífið og sjálf- an sig. Eg held að cannabis hafi flýtt þessari þróun, en ég er ekki að segja að það hafi verið nauð- synlegt til þess að hún ætti sér stað. Shady Owens er ekki sú eina sem hugsar á þennan hátt, en margir kunningjar mínir, sem neytt hafa þessara umdeildu efna, halda því fram að maður komist margfalt „hærra" á fjallaloftinu einu saman. Sjálfur get ég fullyrt það. Farið þið upp í sveit, bræður og systur og andið að ykkur hreinu lofti um leið og þið hugsið um lífsgátuna. Lausn- in er mun skemur undan, svo fram- arlega sem farið er með því hug- arfari að vera maður sjálfur, frjáls og óháður, en ekki til að skemmta sér þar sem pabbi og mamma — eða löggan — ná ekki í mann. Kannski við komumst þá að því að það eina sem raunverulega skipt- ir máli er að vera maður siálfur oq gera það sem mann lystir — svo framarlega sem enginn skaða't af. Shady hugsar um lífsqétuna: — Ég held að það sé hæat að ráða hana — oq þá eru ennin vanda- m4l t'l. Éq veit að vfsu ekki hvern- iq heimur það vrði, en éq held að það sé hæat að losa okkur við öll vandamál. Það eru til takmörk fyrir öllu, líka vandamálunum. Undanfarin þrjú ár hefur Shady staðið í fremstu víglínu íslenzkrar popptónlistar og nú er mikið farið. Yfirleitt er fólk „svekkt" yfir þess- ari ákvörðun hennar, og eins oq einn góður vinur þeirra saqði. bá lízt manni „ekkert á það". En hún veit hvað hún vill: — Það er svo margt sem ég á eftir að gera og svo margt sem mig langar til að reyna. Nú vil ég fara til Bandaríkjanna og sjá miq um, reyna eitt og annað, og ef ég finn ekki það sem ég leita að, nú — þá hef ég engu tapað. Ég er bara tuttugu ára. Kannske kem éo aftur eftir eitt eða tvö ár — og þá verð ég kannske kyrr. Það er svo marat hér sem ég er orðin sam- gróin; loftið, fjöllin, fólkið og ann- að, að ég verð alltaf „f burtu" á meðan ég kem ekki hér öðru hvoru. ó. vald

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.