Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 26

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 26
FYRSTA GREIN Það var í febrúar 1947. Tiginmannlegur maður miðevrópskur, stuttvaxinn og um fertugt, klæddur frakka úr kamelhári og hafandi í kringum sig þá menningarlegu atmosferu er þá var svo mjög í tísku, kom inn í listasafn eitt í Stokkhólmi. Hann sagðist heita Elmyr de Hory, ung- verskur flóttamaður og aristókrat, og spurðist fyrir um hvort safnið kynni að hafa áhuga á nokkrum teikningum eftir Picasso, frá klassíska tímabilinu hans. Þetta væru leifar af listasafni fjölskyldu de Ho- rys, sem annars hefði farið forgörðum í stríðinu. Eig- endur safnsins litu á teikn- ingarnar, en þar sem þeir sjálfir voru ekki sterkir fjárhagslega hringdu þeir til listasafns sænska ríkis- ins (Nationalmuseum) og sögðu frá verkunum. Dag- inn eftir komu þrír herra- menn frá Nationalmuseum. til herbergis de Horys á Grand Hotel. Þeir skoð- uðu túsjteikningarnar, sem voru fí.mim talsins, í klukkutíma og báru saman ráð sín. Hvaða listasafn hafði átt þær áður? — Satt að segja veit ég ekki hvaðan teikningarnar koma, viðurkenndi de Ho- ry. — Faðir minn kom með þær með sér frá Búdapest til Parísar 1937, en meira veit ég ekki. Herramennirnir frá safninu fóru niðrá hótel- barinn til að ráðslaga útaf fyrir sig, en komu síðan aftur upp á herbergi og buðu de Hory fyrir teikn- ingarnar upphæð, sem sam- svarar ríflega hálfri mill- jón íslenskra króna. Hann hafði ekki búizt við svo miklu. Þremur dögum síð- ar hafði hann fengið upp- hæðina borgaða í ávísun, og úr bankanum fór hann beint á ferðaskrifstofu og keypti miða til Rio de Jan- eiro. Aðeins aðra leið. Þetta var lítill þáttur í stærsta listfölsunarmáli sögunnar og sem alþjóðlegi listaverkamarkaðurinn hef- ur gert sitt bezta til að þagga niður, af ótta við að þessi grein kaupsýslu bíði annars óbætanlegan álits- hnekki. Elmyr de Hory eða Elmyr Dory-Boutin eða Louis Raynal eða hitt og þetta annað, er mesti snill- ingur í fölsun listaverka, sem nokkurntíma hefur verið uppi. Hann býr nú í Portúgal og lætur fara mjög lítið fyrir sér. Um tuttugu og eins árs skeið komst hann ekki einungis upp með að leika á milljón- era frá Texas, sem ekkert vissu um list annað en það að hún var fín og dýr, held- ur og mikilsvirta safn- menn, sýningarstjóra og listvitringa hvarvetna í heiminum með fölsunum sínum á Picasso, Dufy, Mo- digliani, Matisse og van Dongen. Afköst hans og fingrafimi voru með eins- dæmum. Það tók hann ekki nema hálftíma að gera Pi- casso-teikningu, og tvo daga að mála olíumálverk „eftir“ Modigliani. 1946 og 1947 gerði hann að minnsta kosti þúsund listaverk í nafni franskra meistara án þess að upp kæmist. Reikn- að hefur verið út að hagn- aður hans og samstarfs- manna hans á fölsunum tímabilið 1961—1967 hefði orðið hvorki meira né minna en fimm þúsund og fjögur hundruð milljónir króna, ef ekki hefði komizt upp um hann. En de Hory lék lausum hala og falsaði þrefalt lengri tíma. Tvennt olli því einkum að upp komust svik um síð- ir. í fyrsta lagi voru það tveir „listaverkasalar“, sem lifðu á de Hory og arð- rændu hann. Annar þeirra var Egypti með bandarísk- an borgararétt, Ferdinand Legros að nafni, „slímdýr þeirrar tegundar sem skýt- ur upp við hlið manns klukkan fjögur í Pigalle og vill selja klámmyndir,“ samkvæmt lýsingum kunn- ugra. Hinn var kanadískur piltur á þrítugsaldri, Régal Lessard að nafni, sem var viðhald Legrosar en hét opinberlega „ritari“ hans. En Legros var óskaplega afbrýðissamur og raunar í alla staði ógeðslegt kvik- indi, og leiddi það um síð- ir til þess að fullur fjand- skapur varð með þeim fé- lögum. í öðru lagi var það Meadows-hneykslið. Mea- dow var olíumangari í Tex- as, sem einkum í gegnum þá Legros og Lessard hafði orðið sér úti um safn ný- tískrar listar, er virt var á tvær milljónir dollara: Ma- tisse, Picasso, Modigliani, Dufy, Derain. Af hreinni Málvepkafatsarinn Áratugum saman falsaði Elmyr de Hory málverk og teikningar eftir Picasso, Matis&e, Modigliani og f jölmarga aðra frægustu listamenn þessarar aldar og gerði það af slíkri snilld, að færustu kunnáttumenn um list létu blekkjast jafnt og nýríkir amerískir olíumilljónerar. Annað eins hneyksli hefur ekki borið við í listaheiminum á þessari öld. 26 VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.