Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 21

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 21
samstæðu af búngalóum, sem er í miðjum trjágarði svo miklum, að kalla má skóg. í tveimur nýnefndum austur-kínverskum stór- borgum hefur formaðurinn líka til taks þjóna, lúxusvagna og bílstjóra. Sundlaugar eru að sjálfsögðu við alla bústaði hans. Árin mögru í Jenan virðast nú óendan- lega langt aftur í fortíðinni. Sá staður var höfuðborg Maós og þeirra, sem auk hans lifðu af Gönguna Löngu, frá 1936 til 1947. Þá bjuggu þau Maó og þriðja kona hans, Hó Tsú-tsén, í tveimur herbergjum sem holuð voru inn í múrvegg. Húsgögn voru þar ekki önnur en káng (kínverskt rúm úr viði og leir), þvottaskál úr leir og fáeinir litlir stól- kollar. f næstu holu í múrnum bjó fyrst Sjú En-laí, en síðan Líú Sjaó-tsjí, síðar ríkisfor- seti Kína en afsettur í menningarbyltingu rauðu varðliðanna. Þá hafði Maó ekki annað farartæki en ákaflega illa farinn fyrrverandi sjúkrabíl, með hörðum bekkjum úr tré og upplituðum bláum bómullartjöldum fyrir gluggum. Þessi tjöld, sem hlífðu hinu verðandi hálfgoði fyr- ir stingandi geislum fjallasólarinnar, voru þá eini lúxusinn sem hann veitti sér. Maó tekur sér sæti við skrifborð úr ma- hogní, sem er í vinnuherbergi hans, og nælir sér í smávindil, framleiddan í Kína. Þetta er fyrsti smávindillinn hans þennan daginn. Sígarettur hefur hann einnig á borðinu, en þær vildi hann helzt reykja og uppá- haldstegundin er State Express 555, made in England úr tóbaki frá Virginiu. Fyrrum reykti hann þrjá eða fjóra pakka á dag, og tennur hans eru enn gular af nikótini. Nú er hann búinn að venja sig af sígarettum. En honum veitist fullerfitt að kveikja sér í smávindlinum. Formaður og hálfguð millj- ónanna átta hundruð styður titrandi hand- leggnum á stólarminn, heldur eldspýtna- stokknum í hægri hendi og tendrar á eld- spýtunni með þeirri vinstri, þótt hann sé ekki örvhentur. Skömmu fyrir klukkan tólf kemur ritari hans til hans með opinber skjöl og póstinn. Á fyrri árum varði Maó fyrstu stundum dagsins á ráðstefnum með æðstu embættis- mönnunum í Peking. Nú heyra slíkar ráð- stefnur til sjaldgæfum viðburðum. Síðan vorið 1969 annast þeir Sjú En-laí og Lín Pjaó flest hinna daglegu skyldustarfa flokks- formannsins. Þó fer því ennþá víðs fjarri að Maó sé ekki formaður nema að nafninu; enn- þá á hann drjúgan hlut í stjórn landsins. En sem sagt: þeir Sjú og Lín, sem í rauninni er ekki mjög miklu sterkari til heilsunnar en formaðurinn, eru í vaxandi mæli húsbænd- urnir á kínverska þjóðarheimilinu. Ferðalög eru meðal helztu áhugamála for- mannsins, en minna hefur orðið úr þeim en skyldi vegna anna og fleiri ástæðna. Aðeins tvisvar hefur hann komið út fyrir landa- mæri Ríkisins í Miðið: 1959 og 1957. í bæði skiptin fór hann til Sovétríkjanna. Fyrir skömmu sagðist hann gjarnan vilja heim- sækja Bandaríkin og þá sérstaklega til að sjá Grand Canyon og Yellowstone-garð. En hann fær varla tækifæri til þess héðan af. Hann heimsækir enn ýmsar borgir Kína- veldis, en æ sjaldnar. Hann fylgist með hin- um óreglulegu og oft krampakenndu æða- slögum þessa tröllaukna þjóðarlíkama með samtölum við flokksbrodda í höfuðborginni og utan úr fylkjum og einstaka sinnum við undirtyllur. Síðan menningarbyltingin hófst 1966 hafa þessi æðaslög í æ ríkara mæli spillt hugarró formannsins. Maó heldur mikilli tryggð við ættfylki sitt Húnan og önnur máltíð hans um daginn er af nokkrum óbrotnum réttum þaðan. Á borð- stofuborðinu hans er borðstallur, sem hægt er að snúa í hring. Á hann eru settir hún- önsku réttirnir, sem matreiddir eru í sótugu eldhúsi í kjallaranum. Maó hefur litla lyst nú orðið og hefur fyrir vana að taka aðeins til sín af þeim réttinum er næstur er. Tsjang Tsjing hafði áhyggjur af þessu og kom með borðstallinn til að fá mann sinn til að borða meira. Meðan hann snæðir, stendur þjónn hjá og snýr stallinum, svo að nýir og nýir réttir séu í seilingarfæri frá formanninum. Þetta gefur góða raun; Maó smakkar á hverj- um réttinum eftir annan og sötrar og smjatt- ar eins og hann gerði meðan hann var énn- þá sveitastrákur í Húnan. MAÓ ER DYRLINGUR í AUGUM FJÖLDA FÓLKS, EN KONA HANS VARLA, AÐ MINNSTA KOSTI EKKI f VESTRÆNUM SKILNINGI Maó fær sér venjulega fuglsblund eftir matinn. Á leiðinni til svefnherbergisins renn- ir hann augum inn á rúm konu sinnar. Hún er fyrir löngu komin út og á skrifstofu sína. Kona Maós er nú hálfsextug að aldri og hef- ur ekki síður en maður hennar lifað við- burðaríku lífi. Fimmtán ára gamalli var henni rænt úr foreldrahúsum og hún seld leikhússtjóra nokkrum, sem aftur seldi hana einum stórjarðeiganda. Afi hennar keypti hana úr ánauðinni. Síðan giftist hún tví- vegis, en hljópst á brott frá báðum eigin- mönnunum og svaf síðan líkt og Hollywood- leikkonur hjá hverjum þeim manni, sem líklegur var til að geta fært nær veruleik- anum þann óskadraum hennar að gerast filmstjarna. Hún tók sér nafnið Lan Ping og lék í mörgum þeirra kvikmynda, sem á milli- stríðsárunum voru gerðar í Ríkinu í Miðið. Tsjang Tsjing var tuttugu og sex ára, þeg- ar hún árið 1940 heyrði Maó tala yfir náms- mönnum í listaskóla Lú Hsúns í Jenan. Hún bjó þá í Jenan og gegndi heldur ómerkilegri stöðu á flokksskrifstofu þeirri er fjallaði um listir og bókmenntir. Hún sat beint fyrir framan ræðustólinn og beindi til leiðtogans — hann var þá fjörutíu og sex ára — spurn- ingum, sem honum þóttú gáfulegar. Að fundi loknum varð það úr að hún fylgdist með Maó heim í holuna hans í múrnum, svo að þau gætu ræðzt betur við um viðhorf Flokksins til menningarinnar. En fljótlega létu þau pólitík ásamt menningu lönd og leið og gáfu sig að öðrum hlutum. Maó var töfrum sleginn. Tsjang Tsjing var ekki einungis snotur í framan og þrifleg af kínverskri konu að vera, heldur kunni hún til fullnustu þá list að fá vilja sínum fram- gengt þegar karlmenn voru annars vegar. Hún tók að venja komur sínar til Maós og sumarið 1940 réðist hún til vistar hjá hon- um. Opinberlega hét hún bókavörður hans. Formaðurinn skildi að sönnu ekki þá þegar við eiginkonu sína, en launaði leikkonunni á ýmsan hátt, lét skrá hana í Kommúnista- flokkinn og gaf henni heitið Tsjang Tsjing, sem útleggst Græna Fljótið. Veturinn 1940 var hún orðin þunguð. Þar eð Maó tregðað- ist við að skilja við þriðju konu sína, sem var mjög vinsæl meðal bændaalþýðunnar, þóttist Tsjang Tsjing þurfa að grípa til sinna ráða. Og hún dó ekki ráðalaus. „Ég hef góð- ar fréttir að segja ykkur,“ sagði hún allt í einu í hópi háttsettra flokksmanna. „Við formaðurinn höfum þegar lifað saman um langt skeið.“ Framhald á bls. 38. 29 tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.