Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 36

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 36
ekki yngri en 18 ára óskast á stórt sjúkra- hús i fallegu umhverfi 16 km. frá London. Ekki ráðið til skemmri tíma en 3ja mán- aða. - Umsóknir sendist: Domestic Superintendent, Royal National Orthopaedic Hospital, Brockley Hill, Stan- more, Middlesex HA7 4LP England. ★ SUMARIÐ ER KOMIÐ ★ NJÖTIÐ HVERS EINASTA DAGS. ★ O.b. HJÁLPAR YÐUR TIL ÞESS. 0. b. NORMAL - 0. b. PLUS - 0. b. EXTRA. 0. b. ER NOTAÐ INNVORTIS. * 12800-14878. fyrir eldhúsgrindur PLASTPRENT H/F Hennar keisaralega tign Framhald af bls. 23. Á næsta augnabliki varð hann alvarlegur á ný. — Ég verð að skrifa keisaranum strax ... Franz Jósef samþykkti afsal Jóhanns Salvator og leyfði hon- um að nota nafnið Orth. Þó varð Jóhann Orth að skuldbinda sig til að stíga aldrei fæti á austur- riska grund. Jóhann Orth fékk skjölin frá keisaranum til Hamborgar, þar sem hann bjó með Milly á „Ham- burger Hof“. Nokkrum dögum síðar komu hin nýju skilríki hans. Það leit helzt út fyrir að hirðin í Vín vildu hraða þessu máli sem mest. Áður en almenningur var bú- inn að gleyma ævintýri hins upp- reisnargjarna erkihertoga, ævin- týrinu um hásæti Búlgaríu, kom ný frétt, þess efnis að hann hefði afsalað sér tignarstöðu sinni. Þetta kom eins og sprengja. Milly og Gianni urðu að fara um bakdyr á hótelinu, til að losna við forvitna blaðamenn, sem alltaf voru á höttunum eftir þeim. — Ég vildi óska að við værum komin um borð í skipið . .. sagði Milly, hún var orðin leið á þess- um eltingaleik blaðamannanna. — Brúðkaúpið fyrst, ástin mín! En það verður ekki hér, ég vil ekki að það verði sirkusauglýs- ing. Hann var búinn að kaupa þrí- siglda skonnortu, „St Margaret", sem lá við akkeri í höfninni í Chatham. Þetta var léttbyggt, glæsilegt skip, 1368 brúttotonn, sem hafði verið í siglingum yfir Atlantshafið í nokkur ár. Fjármálin voru ekki einföld. Eignir Giannis hrukku ekki til fyrir skipinu. Listmunir hans og innanstokksmunir voru seldir á uppboði í Vín, og hann fékk veð- lán út á höllina Orth. Uppruna- lega var það ætlunin að selia Woolsey lávarði hana, en það gekk ekki saman með þeim. Allt tók þetta tíma. Loksins í febrúar 1890 var allt klappað og klárt. Milly og Jóhann Orth fóru að næturlagi frá hótelinu og fóru gegnum Holland til London. Hin- ir óþreytandi blaðamenn böfðu fylgst vel með kaupunum á skip- inu, og þeir vissu að kaupandinn myndi skjóta upp kollinum þar sem skipið lá, fyrr eða síðar ... Svo byriaði aftur flóttinn frá blaðamönnunum . .. Brúðkaupsdagurinn rann upp, hinn margþráði dagur, sem Gi- anni hafði beðið eftir með svo mikilli eftirvæntingu. Hann hafði frá upphafi viÞað hamra það í gegn að þu gætu búið í löglegu hiónabandi. Nú var komið að því. Þetta var frekar dimmur dag- ur, regnið streymdi stöðugt nið- ur. Milly var í einföldum, bláum kjól, með svartan hatt og ljós- grátt axlaslá. Gianni í brúnum jakkafötum. Þau óku í tveim lokuðum vögnum, hvort í sínu lagi og sitt í hvora áttina, frá Savoy hóteli. Þau hittust svo aftur í einni af útborgunum, Golden Green. Hjónavígslan fór fram í lítilli steinkirkju. Kirkjuþjónninn og kona hans voru vígsluvottar. Þegar tónarnir frá orgelinu hljómuðu um kirkjuna, leit Milly á Gianni. Aldrei áður hafði hún séð þennan svip á ásjónu hans. Hún fann nú að Gianni kvæntist ekki til að bjóða einum eða nein- um byrginn, heldur einfaldlega vegna þess að hann elskaði hana innilega. Hún sá það nú að hann myndi aldrei iðrazt þessa skrefs. Hún tók í hönd hans og takmarkalaus hamingja fyllti hug hennar. Eftir vígsluna héldu þau aftur til hótelsins í tveim vögnum. Þau héldu upp á brúðkaup sitt í litlu skoti í hinum glæsilega borðsal hótelsins, og kampavínið freyddi í giösum þeirra. — Nú drekkum við skál óvina okkar, sagði Gianni, — Fabbri baróns, Albrechts erkihertoga og allrar hirðklíkunnar. Án þeirra hefðum við ekki fengið að upp- lifa þessa stund! Milly brosti. Hún var fegurri en nokkru sinni. Mild birtan frá gasljósunum á veggnum, féll á hár hennar og augun urðu ennþá stærri og dekkri. — Þá er hringnum lokað, sagði hún, — ég kynntist þér sem Jó- hanni. Þú hlýtur "að muna eftir því. Og hvernig ég komst að því að þú varst erkihertogi? Mér fannst það þá vera mesta áfall lífs míns. En nú er ég gift þesss- um sama Jóhanni Orth, það hefi ég hér, svart á hvitu. Hún hló glaðlega, en svo þagn- aði hún. Henni hafði dottið móðir sín í hug, og það gerði skarð í gleði hennar. Henni leið illa vegna ósátta við móðurina, því að henni bótt’ miög vænt um hana. — Hvað er að þér? spurði Gi- anni. Hún sagði honum það. — En nú er ekki ler.gur ástæða fyrir fiandsakp hennar. Honum var ekki beint gegn þér persónu'^m. heldur Habsborgarfiölskyldunni. En hún hlýtur nú að hafa lesið í blöðununi að bú ert búinn að segia þig úr fiölskylduböndunum. Þá ætti hún ekki að vera lengur ósátt við mig. — Það getur líka verið að hún sé bað ekki, sagði Gianni. — Þú ættir að skrifa henni .. . Milly gerði það samdægurs. meðan Oianni var að semja við skipamiðlara um farminn. ,.St. Margaret" átti að sigla mpð sementsfarm til La Plata. á aust- urströnd Suður-Ameríku, því næst með kiölfestu suður fyrir Cap Horn, til vesturstrandarinn- 36 VIKAN 29- tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.