Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 37
ROyLON VIÐURKENND ÚRVALSVARA FRÁ AUSTURRÍKI. VERÐIÐ HEFIR NÚ LÆKKAÐ VERULEGA VEGNA EFTA-AÐILDAR. R 0 Y L 0 N REYNIST ÖLLUM VEL. SfMI 22100. SOHKABUXUR rimbh IFEINSTRUMPFHOSE COLLANT FIN PANTY-HOSE UMBOÐSMENN: ar. Þar átti að taka farm til baka, saltpétur. Áhöfnina, sem voru tuttugu og fjórir menn frá Dalmatíu, hafði Gianni ráðið í Fiume. Skipið átti að sigla undir austurrískum fána. Þegar Milly sá skipið varð hún yfir sig hrifin. — Nei, en hvað það er glæsi- legt... „St. Margaret“ var líka glæsi- legt skip. Nýmálað og tandur- hreint vaggaði það sér í marz- sólinni. Milly fannst það gríðar- stórt, enda hafði hún aldrei séð stærri skip en Dónárbátana, hún hafði aldrei komið að austurrísku ströndinni við Adríahafið. Og þegar Milly sá hina glæsi- legu íbúð skipstjórans kiappaði hún saman lófunum af ánægju. Gianni hafði látið stækka hana. Nú voru þetta þrjú herbergi, klædd viðarþiljum, húsgögn klædd leðri og svefnherbergið eins og á bezta hóteli. — Þetta er nýja heimilið okk- ar, Milly, sagði Gianni brosandi, — hvernig líkar skipstjórafrúnni það? — Þetta er dásamlegt! Milly rauk upp um hálsinn á honum. — Ég er bara svo hræðilega hrædd um að ég verði sjóveik. — Það líður hjá, sagði hann og kyssti hana innilega. — Þú verð- ur sjóuð eftir tíu ár. Brottfarardagurinn var ákveð- inn 26. marz. Áætlunin var nokk- uð ströng. Þeim voru reiknaðir tveir mánuðir til að ná til La Plata. og ef veður yrði hagstætt átti skipið að leggja af stað það- an í miðjum júni. 25. marz kom skeyti frá Vín, svar við bréfi Millyar: — Ég kem, þúsund kossar — mamma. Milly varð mjög glöð, en þetta kom henni í vandræði. Henni var það mikið í mun að hitta móður sína, en Gianni gat ekki frestað ferðinni um einn einasta dag. — Ég hefi ekki brjóst í mér til að láta hana koma að tómum kofum hér, sagði Milly. — Er ekki hægt að gera einhverjar ráðstafanir? En það var ekki hægt. Hún yrði þrjá daga að komast til London. — En ég get ekki' beðið svo lengi, sagði Gianni. — En mér dettur nokkuð annað í hug . . . Milly átti að koma um borð í La Plata. — Þú getur verið með móður þinni svo lengi sem þú vilt, tvær —þrjár vikur, og svo tekur þú hraðskreitt gufuskip til La Plata. Þá verður þú komin þangað á undan mér. í fyrstu var Milly óánægð með þetta. — Þá fæ ég ekki að vera með þér allan þennan tíma, á fyrstu ferðinni! Gianni huggaði hana. — At- lantshafið er ekki skemmtilegt. Það verður fyrst gaman, þegar við siglum fyrir Hornhöfða. Þá færðu fyrst að vita hvað sigling er ... Daginn eftir létti hann akker- um. Skipið var dregið niður Thems af dráttarbátum. Milly stóð á hafnarbakkanum og veif- aði til Giannis, sem stóð í brúnni, hávaxinn og glæsilegur. Augu hennar fylltust tárum, og henni fannst þessi aðskilnaður boða eitthvað illt. Nokkru síðar, rétt við ármynn- ið, skeði eitthvað, en Milly komst ekki að því. Grískt gufuskip, sem var eitthvað klaufalega stýrt, rakst á „St. Margaret“. Skemmdirnar virtust ekki miklar: tvö borð brotin og járn- plata beygluð. Þetta varð nokkur töf, vegna þess að nauðsynlegt var að fá viðgerðarmenn. Að við- gerð lokinni sagði verkfræðing- urinn að allt væri í lagi, skipið gæti siglt áfram. En samt sem áður var „St. Margaret1 verrra skip eftir . . . Tveim dögum síðar kom Ar- anka Stubel til London, með mik- inn farangur. Milly tók á móti henni á Viktoríustöðinni, og grát- andi og hlæjandi til skiptis, féll- ust mæðgurnar í faðma. — Barnið mitt, loksins hefi ég fengið þig aftur! Móðirin talaði alltaf ungversku, þegar henni var mikið niðri fyrir. Ó, hve þú ert falleg, þú verður fegurri með hverjum degi! — Og þú yngist stöðugt! Aranka Stubel leit ljómandi vel út. Öll merki biturleikans voru nú afmáð, augun voru dökk og ljómandi og hún var grönn og ungleg, þrátt fyrir sín fjörutíu og þrjú ár. Nú leit hún í kringum sig á brautarpallinum. — Er maður- inn þinn ekki með þér? — Nei, hann er kominn langt út á sjó. Hann var leiður yfir því að geta ekki frestað ferðinni. Burðarmenn komu með æ fleiri koffort og töskur. — Segðu mér eitt, sagði Milly, — hvaða farangur er þetta, átt þú þetta allt? — Já, sagði Aranka glaðtega. — En þetta er ekki allt. Ég er með merkileg áform . . . — Áform? Hver eru þau? — Það geri ég síðar. Við höf- um margt að skrafa . . . Milly komst von bráðar að því hver þessi áform móðurinnar voru. Hún hafði selt vínstofuna og ákveðið að flytja til New York, þar sem Lori dóttir hennar var. Lori hafði verið mjög heppin í New York. Hún var nú orðin leikhússtjóri við „German Pub- lic Theatre“ í Brooklyn. Það var bæði gistihús og veitingahús í sambandi við leikhúsið, og Ar- anlca ætlaði sér að setja upp ung- verska vínstofu í sambandi við þennan hring. — Ég skipti mér ekki framar af stiórnmálum. Ungverska bvlt- ingin féll um sjálfa sig. — Frjálst Ungverjaland, eins og okkur dreymdi um, verður aldrei til. Hvað hefi ég í Austurríki að gera? Heimurinn er stór ... Milly var mjög ánægð yfir þessu. — Þá förum við saman til Ameríku, mamma! Þú verður að koma með mér til La Plata, þú verður að kynnast Gianni! — Já, ég verð að viðurkenna að þannig hafði ég hugsað mér þetta. Átta dögum síðar gengu mæðg- urnar um borð í gufuskipið „Ev- rópa“, sem átti að fara beint til Ensenada .hafnarborgar La Plata í Argentíu. Það var gott í sjóinn og heiður himinn. Milly teygði úr sér á þilfarjnu og horfði á endalausan hafflöt- inn, á hafið, sem átti að verða framtíðarheimili hennar. Gianni hafði ekki flíkað því að hann hefði skipstjórnarpróf. I hennar augum hafði hann alltaf verið yfirmaður stórskotaliðs- sveita, hún gat varla hugsað sér hann í öðrum einkennisbúningi. Þetta var líklega orsökin að óróleika, sem aldrei vék frá henni. Hún efaðist ekki um dugnj að og framkvæmdavilja Giannis, en hafði hann nægilega reynslu? Aranka Stubel hugsaði það sama, en talaði ekki um það. Hún gat heldur ekki hugsað sér aust- urrískan érkihertoga sem skip- stjóra ... Sú var líklega ástæðan fyrir því að almenningur og blaða- menn höfðu stöðugt áhuga á skipstjóranum Jóhanni Orth. För 29. tw. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.